Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  125. tölublað  105. árgangur  GÖMUL OG NÝ ÖKUTÆKI OG REYNSLUAKSTUR EINN BESTI LEIKMAÐURINN ER Í EYJUM AFMÆLI LÚTHERS EFNIVIÐUR Í MYND- LISTARSÝNINGU CLOÉ LACASSE ÍÞRÓTTIR NAGLAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 30BÍLAR 24 SÍÐUR Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Að minnsta kosti 19 létust og 50 særðust í sprengingu í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchesterborg í Bretlandi í gær- kvöldi. Sprengingin varð um klukkan hálfell- efu að staðartíma, en þegar Morgunblaðið fór í prentun eftir klukkan hálftvö í nótt lá ekki fyrir hvað það var nákvæmlega sem or- sakaði sprenginguna. Lögreglan segir málið rannsakað sem hryðjuverk þar til annað kemur í ljós. Sprengjusveit lögreglunnar í Manchester sprengdi upp grunsamlegan hlut í nágrenni tónleikahallarinnar í nótt vegna gruns um að þar væri á ferðinni önn- ur sprengja, en sá grunur reyndist ekki rétt- ur. Margir tróðust undir Tónlistarkonan Ariana Grande var með tónleika í höllinni þegar sprengingin kvað við í anddyrinu og voru þá í höllinni hátt í 20 þúsund tónleikagestir, þeirra á meðal fjöldi barna og unglinga. Mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta og herma fregn- ir að margir hafi troðist undir í æsingnum sem myndaðist í kjölfar sprengingarinnar. Einn viðmælandi breska ríkisútvarpsins (BBC), Andy Holey, segir að ástandið í and- dyri hallarinnar hafi verið líkast stríðs- ástandi, en hann beið eftir konu sinni og dóttur í anddyrinu þegar sprengjan sprakk og féll hann við höggið. „Þegar ég stend upp og lít í kringum mig sé ég liggja 20 til 30 manns. Ég get ekki sagt hvort þau hafi öll verið látin, en þau litu út fyrir það,“ sagði hann. Lestarferðir felldar niður í kjölfarið Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og öðr- um viðbragðsaðilum. Var svæðið allt lokað af auk þess sem allar lestarferðir voru felld- ar niður og Manchester Victoria-lestarstöð- inni lokað en hún er í nágrenni við tónleika- höllina. Lestarstöðin verður einnig lokuð í allan dag. Einhverjir vagnar munu fara í gegnum stöðina, en án þess að stansa. Borgarstjórinn í Manchester, Andy Burn- ham, vottaði í nótt fórnarlömbum árás- arinnar og fjölskyldum þeirra samúð sína. „Hjarta mitt er hjá fjölskyldum þeirra sem hafa misst þá sem eru þeim kærir og ég dáist að því hugrakka fólki sem starfar á vettvangi. Hræðilegt kvöld fyrir okkar frá- bæru borg,“ skrifaði hann á Twitter. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vottaði fórnarlömbunum samúð sína „í því sem lögregla telur að sé hryllileg hryðju- verkaárás,“ sagði Theresa May. MANNFALL Í MANCHESTER AFP  Að minnsta kosti 19 eru látnir og 50 særðir eftir sprengingu  Lögreglan rannsakar spreng- inguna sem hryðjuverkaárás  Fjöldi barna og ungmenna á tónleikum með Ariana Grande Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is „Ég hugsaði bara um að grípa í dóttur mína, 11 ára, og hlaupa í burtu. Hljóp út og yfir handriðið og út á einhverja götu,“ segir Linda Björk Hafþórsdóttir, en hún var ein þeirra fjölmörgu sem staddir voru á tónleikum Ariana Grande í Man- chester Arena þegar sprenging kvað skyndilega við í byggingunni. Linda Björk segir sprengingu hafa orðið við lok tónleikanna, sem sóttir voru af ungmennum, í and- dyri tónleikahallarinnar og að hún hafi verið fáeina metra frá þeim stað þar sem sprengingin varð. „Við löbbuðum niður úr tón- leikasalnum og vorum í aðalsalnum við innganginn,“ segir hún, en þær mæðgur voru þá á leið á Victoríu- lestarstöðina sem tengist leikvang- inum. Þær hafi þó ákveðið að snúa við og fara út um annan útgang og þá hafi sprengingin orðið. Reykur og mikill hávaði „Ég hef aldrei heyrt svona há- væra sprengingu áður, það kom reykur og það var gríðarleg skelf- ing og öskur,“ segir Linda Björk og lýsir því svo hvernig hún hafi, ásamt Margréti Maríu dóttur sinni, hlaupið í skelfingu út úr tónleika- höllinni. Þegar þær voru að koma sér út úr höllinni segir Linda Björk að hún hafi séð manneskjur sem voru blóðugar í framan. Hún segist jafn- framt hafa séð nokkurn reyk. Þá segir hún viðbrögð fólks hafa verið mjög mismunandi. Voru sum- ir tónleikagestir hálfstjarfir en aðr- ir hugsuðu einungis um að komast í burtu og bjarga ástvinum sínum, en mikill fjöldi barna var á staðnum er sprengingin varð. Gríðarleg skelfing greip um sig í höllinni Óhultar Linda Björk og Margrét María voru á tónleikunum.  Íslendingar voru staddir skammt frá þeim stað þar sem sprengingin varð AFP Söngkona Ariana Grande hélt tón- leika í höllinni í Manchester.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.