Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Sigurður Jónsson, ritstjóriReykjaness, fjallar í leiðara nýjasta tölublaðs um það moldviðri sem vinstri menn þyrli nú upp vegna umræðu um einkarekstur.    Hann spyr til dæmis hvers vegnavinstri menn ákveði fyrirfram að einkarekst- ur skóla sé slæmur og bendir á að víða séu leik- skólar einka- reknir: „Hér í Garðinum hefur leik- skóli bæjarins verið í einka- rekstri ára- tugum saman. Það hefur verið hagstætt fjárhags- lega fyrir foreldra. Það hefur verið hagstætt fyrir bæjarsjóð. Kannski hefur rekstraraðili haft einhvern hagnað, en er það ekki allt í lagi?“    Hann víkur líka að heilbrigð-iskerfinu og spyr hvort aðal- atriðið sé ekki „að reyna að hjálpa fólki að ná heilsu en ekki að það þurfi að bíða mánuðum saman eftir að komast að með öllum þeim þján- ingum sem því fylgir?“    Sigurður bendir á að tannlæknarséu ekki ríkisstarfsmenn og að þeir geti greitt sér arð. Sama eigi við um apótekin og stærstur hluti greiðslnanna komi frá Sjúkra- tryggingum Íslands. Svipað fyrir- komulag sé hjá mörgum öldrunar- og heilsustofnunum.    Loks segir Sigurður: „Að sjálf-sögðu á ríkið að greiða mynd- arlega til heilbrigðismála og það þarf að aukast. Það hlýtur samt alltaf að vera stóra spurningin hvernig best er hægt að nýta skatt- peningana. Það er alveg ljóst að besta nýtingin er ekki að ríkið eigi að sjá um allan reskturinn.“ 18. maí 2017 9. TÖLUBLAÐ, 6. ÁRGANGU Gróðurmold afgreidd beint í garðinn á Suðurnesjum Moldin er hrærð með íblöndunarefnum (Kalk-þrífosfat og blákorn) Hver poki er c.a. 900 kg. Kr. 17.000, plús vsk. - heimkomið .Upplýsingar og pantanir í síma 863-0529 % Upplýsingar og pantanir í síma 863-0529 og 772-0030 l f i i í i j Er einka rosalega slæmt GLÆSILEGT Í GARÐI Lýðræði,jöfnuður og börnin Bráðum kemur sumarið Dagurinn lengist um gott skref á hverjum sólarhring. Sólin verður hærra og hærra á lofti og vonandi fer hitastigið hækkandi. Nú er bara að bíða og vona að sumarið okkar verði gott og sólin skíni glatt. Hákon Guðmundsson Aðstoðarmaður fasteignasala. Sími: 861-9240 Garðar Kjartansson Aðstoðarmaður fasteignasala Sími: 853-9779 Gylfi Jens Gylfason hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Sími: 822-5124 Sólveig Regína Biard Aðstoðarmaður fasteignasala Sími: 869-4879 Bryndís Bára Eyjólfsdóttir Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 616-8985 Bára Daníelsdóttir Skrifstofustjóri 693-1837 Kristján Baldursson hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari. S: 867-3040 Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir Lögfræðingur - löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 779-1929 Einar P. Pálsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali S: 857-8392 Guðbjörg Matthíasdóttir. hdl. Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 899-3984 Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir Sölustjóri. Viðskiptafr., lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, leigumiðlari. S: 899-5949 Trausti fasteignasala • trausti@trausti.is • s.546-5050 • Vegmúla 4 • 108 Reykjavík VIÐ ERUM TRAUSTI Húsarif • Jarðvinna • Uppsláttur Steypusögun • Kjarnaborun • Múrbrot S: 555-1819 / 852-5804 / 852-5808 prima@primaehf.is Þarf ekki að draga úr fordómunum? STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.5., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 16 alskýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 19 skýjað Glasgow 16 rigning London 22 heiðskírt París 24 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 20 heiðskírt Berlín 15 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Moskva 14 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 29 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 25 heiðskírt Róm 25 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 9 skúrir Montreal 10 súld New York 13 rigning Chicago 15 heiðskírt Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:47 23:04 ÍSAFJÖRÐUR 3:18 23:42 SIGLUFJÖRÐUR 2:59 23:26 DJÚPIVOGUR 3:08 22:41 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á vegum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Unnið er á fernum vígstöðvum í Eyjum og eru verklok áætl- uð í sumar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson fram- kvæmdastjóri áætlar að fyrirtækið fjárfesti og framkvæmi í búnaði og skipum fyrir hátt í átta milljarða á þremur árum. Nýr ísfisktogari fyrir- tækisins, Breki, er væntanlegur síðsumars eða í haust, en smíði skipsins er langt komin i Kína. Verkefnin sem nú er unnið að á vegum VSV eru stækkun frystigeymslunnar á Eiði, smíði nýs mjölhúss og viðbyggingar, umfangsmiklar breyt- ingar vegna nýrrar flokkunarstöðvar fyrir upp- sjávarfisk og uppsetning þriðja pökkunarkerfisins í nýja uppsjávarfrystihúsinu svo afköst aukast þar verulega. Verktakafyrirtækið Eykt reisti uppsjávar- frystihús Vinnslustöðvarinnar og var það tekið í notkun í október í fyrra. Nýja frystihúsið jók til muna frystigetu fyrirtækisins. Eykt annast fram- kvæmdir við mjölhúsið, frystigeymsluna og flokk- unarstöðina sem nú standa yfir, að því er fram kemur á heimasíðu VSV. aij@mbl.is Unnið á fernum vígstöðvum  Vinnslustöðin fjárfestir fyrir 8 milljarða á 3 árum Ljósmynd VSV/Addi í London. VSV í Eyjum Mjölhúsið tekur á sig mynd. Í dag eru mánaðamót hjá þeim strandveiðisjómönnum sem róa á A-svæði frá Arnarstapa að Súðavík. Þar er reiknað með að mánaðar- skammturinn náist í dag eftir 13 róðra hjá þeim sem hafa róið alla leyfilega daga maímánaðar, en í fyrra náðist skammturinn á svæð- inu á tíu dögum. Reiknað er með að á öðrum svæð- um dugi skammturinn út mánuðinn og heimilt verði að róa til mánaða- móta. Verði fyrningar á einstökum svæðum í maí aukast aflaheimildir sem því nemur í júnímánuði. Um 500 leyfi hafa verið gefin út til strandveiða og fyrir helgi höfðu 438 virkjað leyfi sín. Langflestir þeirra, eða 191, róa á A-svæði. Fyr- ir helgi voru alls 1.454 tonn komin á land úr 2.326 róðrum og meðalafl- inn því 625 kíló í róðri. Meðalbát- urinn var kominn með 3,32 tonn samtals, en þeir aflahæstu voru komnir með tæp átta tonn fyrir helgi, en það voru Sóla GK, Natalia NS, Sóley ÞH, Sól BA og Skíði BA. Fyrstu mánaðamót- in á strandveiðunum Strandveiðar Í blíðu við Arnarstapa. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.