Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
AF TÓNLIST
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónleikar þýsku rokksveitarinnar
Rammstein í Kórnum laugardag-
inn sl. munu seint líða gestum úr
minni. Allt eins mætti tala um tón-
leikasýningu því hljómsveitin gerir
mikið út á leikræna tilburði, reyk-
vélar, sprengingar, eldvörpur,
flugelda, skrautlega búninga og
sviðsmynd.
Söngvari Rammstein, hinn
óárennilegi Till Lindemann, átti
salinn frá fyrstu mínútu. Eftir að
gítarleikarar höfðu sigið niður á
svið á stórum málmkössum með til-
heyrandi reykblæstri og ljósasýn-
ingu þagnaði tónlistin og inn á
sviðið dansaði Lindemann, klædd-
ur í einkennilegan hvítan frakka
og með hvítan pípuhatt á höfði,
eins og sirkússtjóri úr helvíti.
Sposkur á svip steig hann stuttan
steppdans við mikinn fögnuð gesta
og hóf að syngja lagið „Ramm 4“
sem hljómsveitin hefur tónleika
sína oft á. Er þar skemmtilega
slegið saman í texta nöfnum nokk-
urra þekktustu laga hljómsveitar-
innar. Lindemann fleygði svo hatt-
inum upp í loft og hatturinn
sprakk. Ætlaði þá allt um koll að
keyra af fögnuði, í fyrsta sinn af
mörgum.
Við erum öll Ham!
En byrjum á byrjuninni, rokk-
sveitinni Ham með Hertogann og
Prófessorinn í broddi fylkingar.
Líkt og á tónleikum Rammstein í
Laugardalshöll árið 2001 hitaði
Ham upp fyrir Rammstein í Kórn-
um. Á gríðarstóru sviðinu fór held-
ur lítið fyrir íslensku sveitinni enda
tónleikar hennar langt frá því að
vera flugeldasýning, ólíkt tónleik-
um Rammstein. Eini maðurinn sem
hreyfðist að ráði þar var Óttarr
Proppé, svalasti heilbrigðisráð-
herra í heimi, að undanskildum
trommaranum Arnari Geir Ómars-
syni, auðvitað, sem lék af miklum
krafti og öryggi.
Það var gaman að heyra í Ham
í þessu öfluga hljóðkerfi og nýju
lögin, af væntanlegri plötu Ham,
Söngvar um helvíti mannanna,
virkilega flott og grípandi. „Við er-
um Ham og þið eruð Ham. Við er-
um öll Ham!“ urraði Óttarr en
gestir voru þá ekki komnir í þann
mikla ham sem þeir voru í eftir að
Rammstein hóf leik. Ham lauk upp-
hitun á laginu „Partíbær“, aðdá-
endum til ómældrar gleði.
Og þá aftur að Rammstein.
Hljómsveitin lék gott úrval af sín-
Sirkússtjóri úr helvíti
um vinsælustu lögum, m.a. „Du
hast“ (sem gestir sungu hástöfum í,
undir taktfastri stjórn Lindemann),
„Feuer frei!“, „Links 2-3-4“, „Mein
Herz brennt“ og í uppklappi tók
hún þrjú lög, „Sonne“, „Amerika“
og „Engel“. Í því síðastnefnda
skartaði Lindemann miklum málm-
vængjum, var hífður upp í loft og
eins og við mátti búast stóðu væng-
irnir í ljósum logum undir lokin.
Eins og greint var frá í frétt-
um um tónleikana var á annan tug
slökkviliðsmanna í viðbragðsstöðu
í Kórnum. ef eitthvað skyldi fara
úrskeiðis. og skal engan undra.
Svona sýning er langt í frá hættu-
laus. Lindemann og gítarleikar-
arnir settu m.a. upp grímur sem
spúðu eldi og söngvarinn brá sér í
allsvakalegt vesti alsett litlum
sprengjum sem sprungu svo eins
og stærðarinnar kínverjabelti. Eld-
vörpurnar fyrir framan og ofan
svið voru óspart notaðar og hitinn
var svo mikill frá þeim að hann
fannst alla leið upp í stúku þar sem
blaðamaður naut tónleikanna, eftir
að hafa flúið mannþröngina á gólf-
inu. Lindemann og félögum hefur
verið ansi heitt, svo mikið er víst.
Og spennan var mikil þegar Linde-
mann mundaði einhvers konar
byssu sem minnti á lásboga, beindi
henni yfir höfuð gesta og hleypti af
út í salinn. Flugeldar flugu um loft-
ið og sprungu með látum og úr lofti
var öðrum eins skammti skotið í átt
að sviðinu.
Í rauðum samfestingi
og glimmergalla
Þetta var stórkostleg sýning,
það hljóta allir að vera sammála
um sem voru í Kórnum. Lindemann
átti salinn, hamraði af krafti á lær
sér í þyngstu trommuköflunum og
slammaði af áfergju svo svitinn úr
silfurlituðu hárinu þeyttist í átt að
gestum. Hljómborðsleikarinn
Flake var í hlutverki trúðsins í
þessum þýska rokksirkus, dansaði
fyrst í rauðum samfestingi með
svartan pípuhatt og spratt síðar
upp úr baðkari í glimmergalla eftir
að Lindemann hafði hellt úr brúsa
yfir hann e.k. flugeldum sem
minntu á logandi glóð(!).
En tónlistin, hvernig var hún?
Ef fólk kann á annað borð að meta
rokk Rammstein; þungt, taktfast
og einfalt með grípandi gítar-
stefjum, keyrt áfram af öryggi og
festu og sungið á óhemjuskýrri
þýsku, þá fékk það tónleika fyrir
allan peninginn. Að vísu frétti ég af
því að gestir á B-svæði hefðu ekki
allir verið sáttir þar sem þeir voru í
mikilli fjarlægð frá sviðinu og sáu
því ekki vel það sem þar fór fram
en ég sé ekki í fljótu bragði hvern-
ig hægt hefði verið að komast hjá
því í þessum svakalega mannfjölda.
Það voru 6.000 manns á tónleik-
unum í Laugardalshöll en 16.000 í
Kórnum, svo því sé haldið til haga.
Tónleikar Rammstein voru
frábær skemmtun og eiga skipu-
leggjendur hrós skilið. Það er ekk-
ert grín að setja upp svona um-
fangsmikla og magnaða rokk-
sýningu.
» Lindemann fleygði svo hatt-
inum upp í loft og hatt-
urinn sprakk. Ætlaði
þá allt um koll að
keyra af fögnuði, í
fyrsta sinn af mörgum.
Morgunblaðið/Ófeigur
Vígalegur Till Linde-
mann, söngvari Ramm-
stein, á tónleikum rokk-
sveitarinnar í Kórnum.
Sprengjuhattur Linde-
mann með hattinn sem
sprakk í upphafi tónleika.
BÍÓ
á þriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allar myndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 5.30, 8, 10.30
SÝND KL. 10
ÍSL. TAL
SÝND KL. 8SÝND KL. 5.30
ÍSL. TAL
Ármúla 24 - s. 585 2800