Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 13
um með eina nýja í þróun ásamt fyr-
irtækinu hennar Rivu, en hún rekur
Nine Stories Productions ásamt leik-
aranum Jake Gyllenhaal. Það er líka
þannig að gott handrit stendur alltaf
fyrir sínu, þannig að ef þú nærð því
rétt, nærðu athygli leikaranna.“
- Hvernig kvikmyndir viltu helst
framleiða?
„Markmiðið hefur alltaf verið að
gera myndir sem mögulega hafa sam-
félagsleg áhrif en eru skemmtun á
sama tíma. Myndir sem geta komið
jákvæðum áhrifum út í samfélagið,
geta jafnvel breytt einhverju og skilið
eftir sig mikilvægar samræður. Mér
finnst svo magnað að geta tekið á
mannúðlegum málefnum í gegnum
kvikmyndir og komið skilaboðum
þannig út í heim. Ég er alltaf að leita
að slíku efni til að þróa.“
Draumur að þróa handrit með
leikurum
Eva Maria segist oftast þróa
handritin frá grunni; hún skoði bæk-
ur, greinar og annað sem getur orðið
að fullbúnum handritum, en það taki
mjög langan tíma. Hún framleiðir
líka kvikmyndir sem hún kemur að
inni í miðju ferli.
„Ég var með í kvikmyndinni The
Dinner frá því að bókin kom til mín
frá öðrum framleiðanda, en Oren Mo-
verman leikstýrði henni og sömuleið-
is Time Out of Mind sem ég kom inn í
þegar handritið var tilbúið. Oren er
algjör snillingur og það er mikill heið-
ur að hafa fengið tækifæri til að gera
kvikmyndir með honum með sterkum
skilaboðum um málefni heim-
ilislausra og geðveikra. Richard Gere
hafði þróað Time Out of Mind í mörg
ár sem ástríðuverkefni, en þessi
málaflokkur stendur honum mjög
nærri hjarta. Hann leikur einmitt að-
alhlutverkið í myndinni sem fjallar
um heimilislausan mann í New York.
Kvikmyndin Object of Beauty
sem enn er í þróun hefur verið gælu-
verkefni leikkonunnar Amy Adams.
Það verkefni kom líka til mín frá öðr-
um framleiðanda aðeins seinna í þró-
unarferlinu. Fyrsti handritshöfund-
urinn var kominn á skrið áður en ég
kom inn í verkefnið þannig að Amy og
leikarinn Steve Martin, sem skrifaði
skáldsöguna sem myndin byggist á,
voru byrjuð að þróa persónurnar,“
segir Eva Maria sem finnst alltaf al-
gjör draumur að fá tækifæri til að
þróa handrit með leikurunum.
- Hvað finnst þér skemmtilegast
við starfið þitt?
„Að skapa nýja heima og finna
skapandi leiðir til að koma samfélags-
legum málefnum að í bíómyndum.
Sem og þessi stanslausi lærdómur,
bæði í gegnum samstarfsfólk og alla
þá rannsóknarvinnu sem er í kring-
um þróunina á hverri mynd fyrir sig.
Það er líka meiriháttar að geta tekið
upp símann og átt samræður við fólk
sem mann gat eingöngu dreymt um
að vinna með áður. Svo er það að upp-
götva ný talent líka ótrúlega gef-
andi.“
Flott sýn á myndina
Eva Maria og félagar voru að
ljúka tökum í Kanada og Marokkó á
kvikmyndinni Hold The Dark, sem
fjallar um úlfaskyttu sem eltir uppi
barn í óbyggðum Alaska. Jeffrey
Wright leikur úlfaskyttuna, en
sænski leikarinn Alexander Skars-
gård leikur Slone, föður barnsins,
sem er eitthvað í nöp við úlfaskytt-
una.
„Myndin er byggð á skáldsögu
eftir William Giraldi sem ég heillaðist
alveg af. Hún gerist í litlu þorpi í
Alaska þar sem börn hafa verið tekin
af úlfum og sérfræðingur er fenginn
til að rannsaka málið. Hann finnur sig
fljótt í togstreitu á milli móðurinnar
sem síðan hverfur og eiginmanns
hennar sem snýr tilbaka til þorpsins
eftir stríðið í Írak.
Leikstjórinn Jeremy Saulnier er
einn af þeim leikstjórum sem mig
hefur lengi langað að vinna með svo
það var mikill fengur í honum við þró-
un þessa verkefnis. Hann er ein-
staklega hæfileikaríkur og var með
mjög flotta sýn á hvernig myndin
ættti að verða. Handritshöfundurinn
Macon Blair er æskuvinur hans og
einnig mikið talent, svo það var raf-
magnað að fylgjast með þeirra sam-
starfi meðan á skrifunum stóð. Þetta
verkefni er mjög ólíkt öllu öðru sem
ég hef tekið að mér, eða séð áður, svo
allt við það var mjög spennandi.“
- Og er Alexander jafn jarðbund-
inn og vinalegur og pabbi hans Stell-
an Skarsgård er þekktur fyrir að
vera?
„Já, hann er algjört gull af
manni.“
Spennt fyrir nýjum nöfnum
- Er eitthvert draumaverkefni
sem þig langar að þróa, draumaleik-
stjóri eða leikari sem þig langar að
vinna með?
„Ég er með nokkrar myndir í
þróun með kvikmyndastúdíóinu A24
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en
stúdíóið framleiddi m.a. Moonlight
sem fékk Óskarinn sem besta mynd-
in. Ég tek bara einn dag í einu og
reyni að setja orkuna í núið. Það tek-
ur svo langan tíma að koma hverri
þróun í framleiðslu, svo maður verður
að reyna að njóta ferðarinnar og ein-
blína á lærdóminn á leiðinni. Annars
er ekkert eitt ákveðið verkefni sem
ég er að stefna að, en það er alltaf
markmiðið að gera fleiri kvikmyndir
um samfélagsleg málefni sem og að
gera mynd á Íslandi.
Varðandi leikstjóra og leikara
eru heldur betur mörg nöfn þar í
pottinum. Núna þegar ég er komin
aftur til Evrópu eftir tíu ára dvöl í
Bandaríkjunum er ég mjög spennt að
kynnast fleiri nöfnum hérna megin á
hnettinum,“ segir Eva Maria Daniels
kvikmyndaframleiðandi sem ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur.
What Maisie Knew Julianne Moore og Alexander Skarsgård í
myndinni What Maisie Knew, sem er um harða forræðisdeilu.
„Markmiðið hefur alltaf verið að gera myndir sem
mögulega hafa samfélagsleg áhrif en eru skemmt-
un á sama tíma. Myndir sem geta komið jákvæðum
áhrifum út í samfélagið, geta jafnvel breytt ein-
hverju og skilið eftir sig mikilvægar samræður.“
The Dinner James Coogan, Laura Lynney, Richard Gere og
Rebecca Hall í The Dinner, sem fjallar um börn og foreldra.
Time Out of Mind Richard Gere lék heimilislausan mann í
Time Out of Mind, en honum er viðfangsefnið hugleikið.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi ÖBÍ og
viðtali við varaformann og forsvarsmenn fyrirtækja innan
ÖBÍ og Kvenna- og Ungliðahreyfingar bandalagsins.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
í þættinum Atvinnulífið - seinni hluti
sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld
• Örtækni er öflugt rafeinda-
fyrirtæki sem stofnað var
1976
• Hringsjá er náms- og starfs-
endurhæfingarúrræði
• Brynja hússjóður á um 800
íbúðir sem leigðar eru til
öryrkja
• Staða atvinnumála fatlaðs
fólks á Íslandi og styrkir til
bifreiðakaupa fyrir hreyfi-
hamlaða
Heimsókn til
Öryrkjabandalags Íslands