Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Ég man þig 1 3 Alien Covenant Ný Ný Guardians of the Galaxy - Vol.2 3 4 King Arthur - Legend of the Sword 2 2 Snatched 5 2 Boss Baby 4 5 Spark - A Space Tail 7 2 Heidi - Heiða Ný Ný A Few Less Men Ný Ný Fast and Furious 8 (The Fate of the furious) 6 6 Bíólistinn 19.–21. janúar 2017 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kvikmyndin Ég man þig, eftir leik- stjórann Óskar Þór Axelsson, var sú sem mestum miðasölutekjum skilaði um nýliðna helgi, þriðju vik- una í röð. Alls hafa 27.700 gestir séð myndina sem skilað hefur tæp- lega 44,4 milljónum íslenskra króna í kassann. Alien Covenant stekkur beint upp í annað sæti listans þessa vikuna, en frá því myndin var frumsýnd hér- lendis undir lok síðustu viku hafa ríflega fjögur þúsund manns séð hana. Þriðju myndina á listanum, Guardians of the Gallaxy 2, hafa tæplega 33 þúsund áhorfendur séð. Bíóaðsókn helgarinnar Ég man þig höfðar til landsmanna Óhugnaður Meðan allt leikur enn í lyndi í kvikmyndinni Ég man þig. Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake hlaut 13 verðlaun þegar bandarísku Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt sunnudagskvöldið sl. og sló þar með met Adele, sem hlaut 12 Billbo- ard-verðlaun árið 2012. Drake hlaut 22 tilnefningar og hlaut m.a. verð- laun sem besti karlkyns tónlistar- maðurinn og besti tónlistarmað- urinn almennt. „Ég er með alla fjölskyldu mína hérna,“ sagði Drake léttur í bragði þar sem hann stóð á sviði með á þriðja tug fólks, m.a. föður sínum og tónlistarmönnunum Lil Wayne og Nicki Minaj. Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé var einnig fengsæl á Billboard-verðlaunahátíðinni, hlaut m.a. verðlaun sem besta tónlistar- konan og sem besti R&B-tónlist- armaðurinn, fyrir bestu R&B- plötuna, Lemonade, og fyrir bestu tónleikaferðina í flokki R&B. Hljóm- sveitin The Chainsmokers fékk fern verðlaun, m.a. fyrir besta lagið í flokki dans- og raftónlistar, „Clo- ser“, og sem besta hljómsveit í flokki danstónlistar. Hljómsveitin Twenty-One Pilots hlaut sjö verð- laun og þá m.a. fyrir besta rokk- lagið, „Heathens“. Drake sló Billboard-verðlaunamet Adele AFP Margverðlaunaður Drake með fangið fullt af verðlaunagripum í fyrradag. Ný bók Arthúrs Björgvins Bolla- sonar um Ísland, Das Island- Lesebuch. Alles, was Sie über Is- land wissen müssen, fær lofsamlega umfjöllun í blaðinu Die Welt og kallar rýnirinn, Henryk Broder, hana „magnum opus“ eða meist- araverk höfund- arins. Broder spyr sig hvernig þjóð með íbúafjölda á við Bielefeld geti haldið úti heilu ríki með öllu til- heyrandi. „Að halda uppi slíkum innviðum með svo fáu fólki virðist vera af ætt ómöguleikans,“ skrifar hann. „Það ætti að þurfa minnst tíu sinnum fleiri, ef ekki 32 milljónir. Það væri lausnin á íslensku ráðgátunni.“ Broder segir að til að svara þess- ari móður allra íslenskra spurninga hafi Arthúr Björgvin lagt fram sitt meistaraverk. Bókin hafi ekki verið unnin í nokkrum heimsóknum, heldur í krafti ævilangra rann- sókna sem höfundurinn hafi af þol- inmæði unnið úr og búið fyrir þá lesendur sem vilji vita meira en „bara að Ísland sé heimkynni Bjarkar og paradís álfa og trölla“. Broder segir bókina sláandi efn- ismikla, nái allt frá landnámi til okkar daga. „Hún snýst frá fyrstu til síðustu síðu um hvernig Íslend- ingar urðu til og hvað og hvernig þeir eru: lítil, seig þjóð, búin „þrjósku og sköpunargáfu“ og sjálfsvitund, sem endrum og sinn- um snýst í „mikilmennskubrjál- æði“. Das Island-Lesebuch kom út hjá forlaginu Mana í lok mars. Bókin er 424 síður og prýdd fjölda mynda. Magnum opus Arthúrs Björgvins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sagan Arthúr Björgvin tekur viðtal fyrir erlenda stöð á kunnuglegum söguslóðum. Guardians of the Galaxy Vol. 2 12 Útverðir alheimsins halda áfram að ferðast um alheiminn. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 17.10, 20.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 19.40, 22.30 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Akureyri 17.10, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.10 Hinn ungi Arthur er á hlaupum eftir götum Lund- únaborgar ásamt félögum sínum, óafvitandi um konunglega stöðu sína, þar til að hann nær sverðinu Excalibur, og verður umsvifalaust hel- tekinn af mætti þess. Metacritic 40/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.05, 22.50 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 22.20 King Arthur: Legend of the Sword 12 Ég man þig 16 Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gest- irnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlækn- irinn inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 17.00, 17.30, 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 20.30, 21.10 Alien: Covenant 16 Áhöfnin á Covenant geim- skipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en var- ir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drunga- leg veröld þar sem hinn vél- ræni David hefur komið sér fyrir. Metacritic 65/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Smárabíó 17.00, 19.50, 22.00, 22.35 Háskólabíó 18.00, 21.00 Fast and Furious 8 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 56/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Snatched 12 Þegar kærastinn Emily sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína með sér í frí til Ekvador. Metacritic 47/100 IMDb 2,1/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Smárabíó 20.10 Háskólabíó 18.10, 21.00 Beauty and the Beast Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 A Few Less Men Þegar Luke fellur fyrir björg og deyr neyðast félagar hans þrír, David, Tom og Graham, að koma líki hans til Englands upp á eigin spýt- ur og með sem allra minnstri fyrirhöfn. IMDb 6,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 22.35 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Going in Style 12 Þrír eldri borgarar, sem skrimta á eftirlaununum, og neyðast jafnvel stundum til að borða hundamat, ákveða að nú sé nóg komið. Þeir ákveða því að ræna banka, en vandamálið er að þeir kunna ekki einu sinni að halda á byssu! Metacritic 50/100 Sambíóin Álfabakka 20.00 Spark: A Space Tail Apinn Spark og vinir hans Chunk og Vix ætla sér að ná aftur tökum á plánetunni Bana - Ríki sem hefur verið hertekið af illmenninu Zhong. Metacritic 22/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Kringlunni 17.50 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Keflavík 17.50 Heiða Hjartnæm kvikmynd um Heiðu, sem býr hjá afa sín- um í Svissnesku Ölpunum. IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.20 Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af- brýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn. Metacritic 50/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.10, 17.50 Háskólabíó 17.50 The Shack 12 Eftir að dóttur Mackenzie er rænt fær hann bréf og fer að gruna að bréfið sé frá Guði. Metacritic 32/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 22.00 Á nýjum stað Bíó Paradís 18.00 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30 Everybody Wants Some!! Bíó Paradís 17.45, 20.00 La La Land Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Bíó Paradís 20.00 Genius Metacritic 56/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 22.15 Hrútar Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Mýrin Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Heima Bíó Paradís 18.00 Hross í oss Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.