Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 ✝ GuðlaugurSvavar Wíum Hansson fæddist að Þormóðsstöðum við Ægisíðuna í Reykjavík þann 7. september 1944. Hann lést á heimili sínu að Hraunbæ 13 Hveragerði 10. maí 2017. Foreldrar hans voru Hans Wíum Vilhjálmsson kranamaður, f. 14. desember 1923, d. 25. nóv- ember 1981, og Katrín Guð- laugsdóttir, f. 7. nóvember 1925, d. 2. febrúar 1998. Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Hans Wíum er Eygló Guð- mundsdóttir frá Dalsmynni. Alsystkini Guðlaugs eru Sig- urhans, Guðmunda, Sigríður Júlía, Gísli og Anna Lísa. Hálf- bræður Guðlaugs eru Vil- hjálmur og Davíð, fóstursystir Guðlaugs er Jóhanna. Eftirlifandi eiginkona Guð- laugs er Hjördís Emilía Jóns- dóttir, f. 23. september 1947, þau giftu sig þann 28. desem- ber 1968. Foreldrar hennar voru Hjörtfríður Hjartardóttir og Jón Steinn Halldórsson. Guðlaugur og Hjördís bjuggu í Ólafsvík til ársins 1998, þaðan sinni í Vesturbænum og var samgangur einnig mikill á þessum árum. Guðlaugur fór sjö ára í sveit og var í sveit fram að fermingu. Guðlaugur byrjaði ungur að vinna fyrir sér, hann fór snemma til sjós er hann flutti til Ólafsvíkur um 1960, hann starfaði aðallega sem vélstjóri. Hann var til sjós í um 20 ár og síðar vann hann sem lögreglumaður í 27 ár. Í fríum vann hann ýmis störf, s.s. við trésmíði, flísalagnir og annað sem til féll hverju sinni.. Guðlaugur hóf störf sem lög- reglumaður í Ólafsvík 1980, ár- ið 1983 hóf hann nám við Lög- regluskóla ríkisins og útskrifaðist þaðan 1985. Guð- laugur starfaði í lögreglunni í Ólafsvík í 18 ár og síðan í lög- reglunni í Reykjavík til ársins 2009. Frá árinu 2010 til 2016 starfaði hann sem örygg- isvörður hjá Ikea. Guðlaugur gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, m.a. var hann formað- ur Lionsklúbbsins í Ólafsvík á árunum 1996-1998 og var virk- ur félagi Lions frá stofnun þess. Einnig starfaði hann sem fréttaritari fyrir Morgunblaðið í um áratug og vann til ljós- myndaverðlauna 1998 fyrir myndir sínar frá toppi loftnets- mastursins á Gufuskálum. Útför Guðlaugs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 23. maí 2017, klukkan 13. fluttu þau til Reykjavíkur. Þau höfðu nýlega keypt sér hús í Hvera- gerði og fluttu þangað 2016. Guðlaugur og Hjördís eignuðust þrjár dætur: 1) Katrín, f. 7. júlí 1965, maki Krist- ján Unnar og eiga þau Snædísi Mjöll og Nikulás Snæ. Fyrir átti Katrín Evu Guðlaugsdóttur. Eva á Óliver Má með sambýlis- manni sínum. 2) Hjörtfríður Steinunn, f. 4. júlí 1973, maki Stefán Þór og eiga þau þrjú börn, Birnu Rós, Guðlaug Orra, og Bjarna Þór. 3) Hjördís Harpa, f. 6. ágúst 1981, maki Tryggvi Hofland og eiga þau Tryggva Hrafn og Emilíu Guð- björgu. Fyrir átti Tryggvi Ísa- bellu Hofland. Guðlaugur ólst upp á Fálka- götunni til 10 ára aldurs og hóf sína skólagöngu í Melaskól- anum. Móðurforeldrar Guð- laugs, Guðlaugur og Guð- munda, bjuggu á Lindargötunni og fékk hann mikla leiðsögn frá þeim á þess- um tíma. Vilhjálmur föðurafi hans bjó ásamt seinni konu Elsku Laugi. Ég vil þakka þér öll þau ár sem við áttum saman frá okkar fyrstu kynnum sumarið 1963, ég þá 16 ára. Þú varst yndislegur eiginmaður, faðir og afi. Þín verður sárt saknað. Minninguna um góðan eiginmann og sálu- félaga mun ég varðveita vel í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Kveðja vil ég þig kæri vin að góðra manna sið Þú sem ekki lengur stendur mér við hlið Við þig gat ég alltaf rætt hin ýmsu mál. Þú hafðir að geyma góða og yndislega sál Nú þegar sorgin blasir við mér … þá rifjast upp þær stundir sem ég átti með þér Það var svo margt sem við gerðum saman Á mörgum þeim stundum var feiki- gaman. Ætli þú munir þær eins vel og ég? Ó, hve sorgin er óyfirstíganleg. Mér finnst svo oft að þú sért enn hér og ég muni fljótlega heyra í þér. Raunveruleikinn blasir þá við Þú ert farinn í gegnum hið gullna hlið. Ég veit að þú ert kominn á betri stað þó erfitt sé að hugsa um það. Ætíð vildi ég hafa þig mér hjá. Því þurftir þú að fara jörðu frá? Við áttum ætíð að vera saman um alla eilífð hafa gaman. En þú fórst alltof fljótt. Hvernig á mér þá að vera rótt. Hvað geri ég án þín? Hvað geri ég nú? Minn elsku besti vinur það varst og ert þú. (Katrín Ruth 1979) Þín Hjördís. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn, elsku pabbi. Þrátt fyrir að hjart- að mitt sé brostið þá brosi ég í gegnum tárin. Þú varst mér svo mikil fyrirmynd og hjarta mitt er fullt af stolti. Þú ert stjarnan mín. Þegar ég minnist þín þá koma upp í huga minn samverustund- irnar okkar, vináttan, kærleikur- inn og virðingin. Þú kenndir mér að líta á lífið með bjartsýnisaug- um, horfa á lausnir í öllu og aldr- ei að gefast upp. Þú lékst á als oddi þegar kom að barnabörnun- um og naust samverustundanna með þeim mikið. Æðruleysið þitt og einlægnin þín einkenndi þínar uppeldisaðferðir. Þú varst svo stoltur. Þú varstu maður ævin- týra og sagðir margar hetjusög- ur en þegar kom að því að rifja upp hetjudáðir þínar þá vildirðu nú bara drífa þig heim. Þú varst hógvær en alltaf hrókur alls fagnaðar. Eitt sinn sat ég í veislu og hlustaði þar á sögu um mann. Þegar líða fór á söguna þá var þessi lýsing nákvæmlega eins og af þér, pabbi. Svo kom í ljós að þetta var saga um þig. Þetta sýn- ir mér hversu mörg hjörtu þú snertir í gegnum lífið. Þegar ég var 7 ára var ég nán- ast ólæs. Þú og mamma voruð kölluð á fund. Næstu daga kenndir þú mér að lesa, sagðir mér hetjusögur og lengi vel hélt ég að þessar bækur væru skrif- aðar um þig. Þú kenndir mér meira þessa viku en að lesa, þú kenndir mér að trúa á sjálfan mig, fylgja því sem hjartað segir og standa uppi sem sigurvegari. Þú sagðir að ég væri ljónið í skóginum. Þú talaðir alltaf um skútuna þína. Nú hef ég áttað mig á því að skútan er hamingjan sjálf. Þú varst skipstjóri á skútunni þinni, ævintýrin þín eru nú okkar. Þökk sé þér og mömmu að öll mín æv- intýri urðu að veruleika. Þegar ég keypti hús á Spáni, uppveðr- aðistu allur og komst út til mín með fulla ferðatösku af íslensk- um veigum. Trúin og traustið sem þú barst til okkar dætranna er lygum líkast. Þú og mamma komuð í kjölfarið til mín á hverju ári, þið voruð svo gott teymi. Þið tókuð alltaf allt í gegn hjá mér og einkenndist samvinna ykkar af mikilli virðingu og ósérhlífni. Elsku besti pabbi, þú varst minn besti vinur og kenndir mér að lífið er dásamlegt og ævintýr- in leynast í öllum skúmaskotum. Gleðin og útgeislun þín mun lýsa leið okkar í framtíðinni. Þú kenndir okkur að njóta augna- bliksins og njóta samvista hvert við annað. Þú varst minn flottasti dansherra og síðasta dansinn mun ég geyma í hjarta mínu. Þú varst mömmu góður eig- inmaður og sálufélagi. Hún var akkerið þitt og lífið. Þú varst henni allt og situr hún eftir vængbrotin, en elsku pabbi, þið mamma kennduð okkur að standa saman og munum við taka við stýrinu og halda þinni vegferð áfram. Við munum halda uppi heiðri þínum og leiða mömmu í gegnum erfiðan tíma. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman í veikindum þínum, þú gafst okkur tækifæri til að sýna þér í verki hversu mikið við elsk- um þig og dáum. Þú leyfðir okkur að taka þátt í þessari baráttu en sýndir aldrei uppgjöf. Minning um mann sem gafst aldrei upp mun lifa í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Þín dóttir og sálufélagi, Hjördís Harpa. Nú hefur faðir minn kvatt þetta líf, sem okkur finnst hafa verið alltof stutt. Hann lét sér einstaklega annt um okkur öll, mömmu, okkur systur, barna- börnin og langafabarnið. Hann var hjálpsamur, traustur og kær- leiksríkur, ekki síst þegar eitt- hvað bjátaði á. Hann var mikill vinur vina sinna. Ég þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir allt sem þú gafst mér og okkur öllum. Ég mun ávallt sakna þín. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Péturson) Þín dóttir, Katrín Guðlaugsdóttir. Elsku pabbi, nú ert þú fallinn frá allt of snemma, kominn í Sumarlandið. Ég trúi því að nú sértu laus við verki, andþyngsli og allt annað sem var að hrjá þig. Það var enginn viðbúinn þessu áfalli, þar sem þetta gerðist alltof hratt. Mér fannst ég sjá í aug- unum á þér síðustu dagana að þú værir ekki tilbúinn að kveðja þó svo að þú reyndir að undirbúa jarðveginn eins vel og þú gast. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir, við reynum að taka einn dag í einu og vonandi verður þetta bærilegra með tímanum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að halda áfram án þín þar sem þú áttir svo stóran þátt í mínu lífi. Það var svo gott að leita til þín með alla hluti. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, alveg sama hvert vandamálið var og svo leistu ekki á neitt sem vandamál heldur verkefni sem þurfti að leysa og þú leystir alltaf þau verkefni sem sett voru fyrir þig. Ég veit að þú vildir engar lofræð- ur um þig en það er bara svo erf- itt að kveðja þig án þess að lofa þig. Þú varst svo stór hluti af þessari fjölskyldu, varst alltaf til staðar, sama hvað, gafst þér allt- af tíma til að sinna því sem við báðum þig um. Þú gerðir svo mikið fyrir börnin mín, betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Þau eiga ótal minningar með þér sem þau munu aldrei gleyma. Minn- ingarnar eru svo mikilvægar á svona stundum og munum við halda fast í þær og þú gerir okk- ur auðveldara fyrir með öllum myndunum sem þú hefur tekið af öllu fólkinu í kringum þig. En það var ekki auðvelt að finna góð- ar myndir af þér, þar sem þú varst annað hvort bak við myndavélina eða að gretta þig eitthvað. Alltaf var stutt í grínið hjá þér, alveg fram á síðasta dag varstu að „djóka“ eitthvað í okk- ur. Ég mun sakna þín mikið, elsku pabbi minn, en minning- arnar ylja mér og mun ég halda minningu þinni hátt á lofti. Takk fyrir allt, elsku pabbi, hvíldu í friði. Þín Fríða. Mig langar til að minnast tengdaföður míns Guðlaugs Wí- um, eða Lauga löggu eins og hann var oftast kallaður. Það er ekki auðvelt að setja niður á blað fá orð um þennan stórkostlega karakter sem hann Laugi var, hann var mikill gleðigjafi og allt- af stuð þar sem hann var og hjálpsemin var honum í blóð bor- in, alltaf var hann fyrstur til að bjóða fram aðstoð hvort sem verkin voru stór eða smá, enginn vandræðagangur, bara gera hlut- ina. Hann var maður sem dreif í hlutunum og framkvæmdagleðin skein af honum, honum þótti svo gaman að smíða og hann hjálpaði okkur fjölskyldunni að smíða palla og allt sem til féll. Hann hafði líka unun af því að vera í kringum börnin okkar og vildi vita allt sem var í gangi hjá þeim og var mikill vinur þeirra þó aldursmunurinn væri tölu- verður, hann reyndi að komast á flest íþróttamót til að taka mynd- ir og vídeó til að eiga og geta sýnt þeim, enda er myndasafn hans stórkostlegt sem allir í fjölskyld- unni munu njóta ekki síst börnin, þetta er í raun algjör fjársjóður og frábærar minningar sem fylgja þessu myndefni. Leiðir okkar Lauga lágu fyrst saman haustið 1994 þegar ég og Fríða fórum að vera saman og hann tók mér strax mjög vel, fyrstu jólin okkar saman var ég með þeim vestur í Ólafsvík og fannst mér ég strax vera velkom- inn í þeirra líf og áttum við mjög vel skap saman og aldrei á þess- um 22 árum urðum við ósáttir sem er í raun ómetanlegt. Laugi var mikið hörkutól og eitt sinn þegar við vorum að þvælast uppi á Fróðárheiði um hávetur til að fara á móti ætt- ingjum sem voru að koma yfir heiðina í mjög vondu veðri, snjó- komu og skafrenningi þannig að ekki sást út úr augum þá vildi hann fara út úr bílnum og labba á undan bílnum til að vísa veg- inn. Gekk hann þó nokkurn spöl til að við færum hreinlega ekki út af veginum svo vont var skyggnið, þetta finnst mér lýsa honum mjög vel, hann var hörkunagli, ljúfmenni, staðfast- ur og ákveðinn maður sem kunni vel að miðla málum eins og al- kunna er. Hans verður sárt saknað af fjölskyldu, ættingjum, vinum og fyrrverandi samstarfsfólki. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Laugi, hvíldu í friði. Við munum hittast síðar. Stefán Þór Sveinbjörnsson. Vinur minn Laugi! Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að lýsa sam- bandi okkar Lauga. Auðveldast er fyrir mig að byrja bara á byrj- uninni. Fyrsta minning mín um Lauga er mjög sérstök, blönduð forvitni og ótta. Ég hafði nýlega kynnst Hörpu minni og var ég að Guðlaugur Wíum Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN FRIÐRIKSDÓTTIR hússtjórnarkennari á Laugum, Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, lést á Sunnuhlíð í Kópavogi 15. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 24. maí klukkan 15. Ágúst Óskarsson Helga Sigurðardóttir Hermann Óskarsson Karín M. Sveinbjörnsdóttir Knútur Óskarsson Guðný Jónsdóttir Una María Óskarsdóttir Helgi Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ERNA GUÐLAUGSDÓTTIR húsmóðir, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold að morgni laugardagsins 20. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Kristmanns Ingi Kristmanns Hrefna Þórarinsdóttir María Kristmanns Guðlaugur Kristmanns Eva Garðarsdóttir Sigríður Kristmanns barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR D. SIGURÐSSON skipstjóri, Dverghamri 9, Vestmannaeyjum, sem lést 19. maí, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 27. maí klukkan 11. Blóm og kransar afþakkast vinsamlega. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að styrkja Slysavarnafélagið Eykyndil eða Parkinsonsamtökin á Íslandi. Guðlaug Ólafsdóttir Sigurður Ó. Steingrímsson Helgi Þór Steingrímsson Úlla Schjörring Sædís Steingrímsdóttir Sigurður Ó. Ólafsson Sigurrós Steingrímsdóttir Bogi Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA ÁRNADÓTTIR, Skipasundi 64, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 13. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 24. maí klukkan 11. Ingiríður Oddsdóttir Óli Pétur Friðþjófsson Þórunn Oddsdóttir Örn Ottesen Hauksson Davíð Atli Oddsson Ingigerður Friðriksdóttir Hjörtur Oddsson Guðrún Þórisdóttir Eygló Íris Oddsdóttir Hannes Sampsted Dagný Oddsdóttir Jónas Hjartarson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, PÁLMAR ÞORGEIRSSON á Flúðum, lést á heimili sínu laugardaginn 20. maí. Útför hans fer fram í Skálholtskirkju laugardaginn 27. maí klukkan 15. Ragnhildur Þórarinsdóttir Lára Bryndís Pálmarsdóttir Bragi Þór Gíslason Rúnar Pálmarsson Tinna Rúnarsdóttir Svavar Geir Pálmarsson barnabörn Svava Pálsdóttir og systkini hins látna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.