Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 gista hjá henni í fyrsta skipti, en hún bjó heima hjá mömmu og pabba á þessum tíma. Ég svaf í öllum fötunum ofan á sænginni með krosslagðar hendur af ótta við Lauga löggu, en þau voru ekki heima þessa nótt. Allt fór þetta vel og engin lögga kom heim um nóttina. Þegar ég svo hitti Lauga í fyrsta sinn fann ég fyrir mikilli velvild og hlýju og fannst mér við vera um margt líkir á vissan hátt og vissi ég strax að við yrðum góðir vinir. Laugi hafði þétt og gott handtak og góða nærveru, eins hef ég ekki hitt jákvæðari og heiðarlegri mann sem hugsaði eingöngu í lausnum. Ég hafði eignast frá- bæran vin og tengdapabba, hann Lauga löggu! Ekki vorum við nú alltaf sammála um alla hluti en einhvern veginn gekk allt upp hjá okkur á endanum, við unnum nefnilega alveg ágætlega saman. Ég gæti skrifað endalaust af góðum sögum af Lauga og hef ég fengið að heyra þær margar eftir að hann kvaddi þennan heim. Það sem allir eru sammála um er að Laugi hafi verið hress, úrræða- góður, harðduglegur, og mest af öllu, hann er hetja, hetja sem -hefur bjargað mannslífum og fólki úr háska. Lauga á ég margt að þakka fyrir utan skemmtilegu tímana, ég fékk að giftast dóttur hans með hans samþykki og eig- um við tvö börn sem hann sá ekki sólina fyrir, enda var hann frá- bær afi og eru þau heppin að hafa kynnst honum, hjá afa má allt heyrði maður oft sagt. Laugi var til staðar þegar fað- ir minn lést og er ég honum æv- inlega þakklátur fyrir hans inn- grip á þeirri stundu. Laugi tók Ísabellu minni eins og einu af sín- um barnabörnum, enda gerði Laugi ekki mannamun. Laugi kenndi mér hinar ýmsu iðngrein- ar eins og að smíða, flísaleggja, pípa og fikta í rafmagni og hef ég sparað mér marga þúsundkall- ana þar. Takk fyrir það! Laugi vissi allt manna best og var betri en ég í öllum þessum iðngreinum, að hans sögn. Á endanum vorum við orðnir bara mjög svipaðir, nema að ég var aðeins vandvirk- ari, að hans sögn. Laugi var orð- inn lélegur í höndunum síðustu árin og var verkunum skipt þannig; Laugi hugsar, Tryggvi framkvæmir, enda kallinn með frábærar lausnir og ég vand- virkni, að hans sögn. Mér koma svo margar skemmtilegar minn- ingar í hug núna að ég brosi á meðan ég skrifa. Sumarbústaða- ferðir, utanlandsferðir, tjaldútil- ega svo eitthvað sé nefnt. En ég ætla að segja þetta bara fínt. Hetja er fallin frá! Elsku vinur og tengdapabbi, ég veit að þú ert á góðum stað núna, þín er sárt saknað hér, en kallið kom og þjónustu þinnar var óskað ann- ars staðar. Komdu kveðju til skila frá mér til látinna ástvina. Minning þín lifir í hjarta mínu og mun ég vera duglegur að segja sögur af vini mínum Lauga löggu. Þinn vinur Tryggvi Hofland. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allar þær stundir sem þú hefur gefið okk- ur. Þú kenndir okkur mikið og ætla ég að kenna mömmu, pabba og Emilíu að smíða kofann þinn. Þú varst besti vinur okkar. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Hátt á himni seint um kvöld, blikar fallegt ljósafjöld. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Sólin sést við sjónarrönd, skín nú yfir fjarlæg lönd. Bíður þín er dagur nýr, birtist með sín ævintýr. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Tunglið bjart á himni skín, sendir geisla inn til þín. Fallegt ljós í alla nótt, svo þú megir sofa rótt. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. (Höf. ók.) Tryggvi Hrafn og Emilía Guðbjörg. Elsku afi Laugi. Mig langar til að kveðja þig og þakka þér með nokkrum orðum. Það er erfitt að kveðja þig eftir að hafa átt þig alla tíð. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf kviðið deginum sem þú myndir falla frá. En minning þín mun lifa áfram. Ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það var alltaf jafn skemmtilegt að koma til þín og ömmu í Grafarvoginn í heimsókn eða að gista, ég vildi helst alltaf gista hjá þér þegar jólasveinninn kom því þegar ég var hjá ykkur þá fékk ég alltaf miklu flottara í skóinn. Mér þykir ákaflega vænt um þig og ég mun sakna þín mjög mikið, það er erfitt að ímynda sér lífið án þín. Þú varst alltaf svo stoltur af mér þegar ég var í fim- leikunum og mættir á öll fim- leikamót hjá mér með myndavél- ina á lofti. Þú horfðir varla á mótið því þú varst of upptekinn við að taka það upp til að ég gæti horft á það seinna. Ég get ekki ímyndað mér betri afa og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa. Takk fyrir allt, ég hlakka til að hitta þig síðar, elsku afi minn. Hvíldu í friði. Þín Birna Rós. Elsku besti afi Laugi. Ég gleymi aldrei minningunum sem við áttum saman, fyrsta daginn sem þú sóttir mig í leikskólann þá fannst mér ég eiga besta afa í heimi. Þú varst alltaf tilbúinn að gera allt sem ég bað þig um. Við gerðum svo mikið saman, bara við tveir, allar sundferðirnar, fjöruferðirnar, hjólaferðirnar og strætóferðirnar, allar þessar ferðir voru miklu skemmtilegri því þú varst með. Ég vildi að ég gæti hitt þig bara einu sinni enn. Ég mun sakna þín, afi minn, hvíldu í friði. Þinn Bjarni Þór. Elsku afi Laugi, það voru for- réttindi að fá að þekkja þig í öll 18 árin sem ég hef nú lifað, hvað þá fá að vera barnabarnið þitt. Þú varst alltaf svo góður við allt og alla og alltaf var gaman að vera í kringum þig. Ég hef að geyma endalausar góðar minn- ingar um þig en ekki eina einustu slæma minningu. Það segir svo- lítið um hvernig maður þú varst. Þegar ég var yngri vildi ég alltaf fá að gista hjá afa og ömmu á Bakkastöðum. Þegar ég var hjá ykkur lékum við okkur eins og við værum jafnaldrar, þrátt fyrir 54 ára aldursmun. Við fórum út á línuskauta, fórum í golf, tókum langa hjólatúra um höfuðborgar- svæðið eða fórum í sund. Stund- um allt á sama degi. Það er þó bara brotabrot af öllu því sem þú gerðir með manni. Á kvöldin horfðum við annað hvort á ein- hverja hasarmynd í sjónvarpinu meðan amma svaf í sófanum eða við spiluðum frammi í sólstofu, annað hvort Kasínu eða tókum eina skák. Mér er líka sérstaklega minn- isstætt þegar ég var 11 eða 12 ára og ég fór með þér og ömmu til Spánar að heimsækja Hörpu. Þar sátum við á svölunum hennar og hámuðum í okkur hvert bagu- ette-brauðið á fætur öðru með laxi og hvítlaukssmjöri. Við skelltum okkur svo í ískalda laugina og frískuðum okkur. Ég gæti sennilega skrifað 100 blað- síður í viðbót af minningum en það er víst ekki í boði. Þú varst besti afi sem hægt var að ímynda sér og besta fyrirmynd sem ung- ur strákur getur haft. Það var aðdáunarvert hversu auðvelt þú áttir með að njóta lífsins og mun ég svo sannarlega taka þig til fyr- irmyndar og reyna að líkjast þér, þó flestir telja okkur vera ansi líka nú þegar. Ég mun sakna þín endalaust og aldrei gleyma þér. Það er gott að hugsa til þess að þú sért kom- inn á betri stað núna. Hvíldu í friði, elsku afi minn, vonandi sé ég þig aftur seinna. Þinn Guðlaugur Orri. Elsku Laugi minn! Uppáhalds minn eins og ég hef nú verið vön að kalla þig! Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Frá deginum sem ég hitti þig fyrst og þú tókst í hönd mína með þinni hrjúfu en hlýju hendi hef- urðu átt svo stóran hlut í hjarta mínu, hjarta mínu sem nú er í molum og ég veit ekki hvernig ég á nokkurn tímann eftir að geta tjaslað því saman aftur. Mikið var ég heppin þegar ég fékk það í minn hlut að vera sett á gömlu Grafarvogsstöðina í starfsnáminu. Við höfðum það svo gott þarna í neðan- jarðarbyrginu, þú og ég, Inga og Steini, og Einar og Árni. Það var svo mikil hamingja og vinátta sem réð ríkjum þarna hjá okkur. Í heila átta mánuði samfleytt varst þú makkerinn minn og ég var makkerinn þinn. Við þurftum ekki einu sinni að tala saman þegar við fórum í útköll því hægri höndin vissi nákvæmlega hvað sú vinstri myndi gera og öfugt. Þú kallaðir mig alltaf starfsmann á plani og kynntir mig þannig hvar sem við fórum og bar ég þann tit- il með stolti því ég fann að það var gert af væntumþykju. Eftir að starfsnáminu lauk þá minnkuðu samskiptin, en þó aldr- ei þannig að við heyrðumst ekki alltaf annað slagið. Best fannst mér alltaf að nánast undantekn- ingarlaust þegar ég hringdi í þig þá varstu annað hvort á línu- skautum í Vesturbænum eða hjólandi í Hafnarfirði og oftar en ekki með einhver af barnabörn- unum í eftirdragi. Þú varst svo góður afi, alltaf að gera eitthvað með þeim eða fyrir þau. Mér er svo minnisstætt þegar þú fékkst Iphone og hringdir alltaf í mig á Facetime eftir það, það var svo fyndið því þú varst svo mikið svona kall sem er inni í allri þessari „nýmóðins“ tækni, en samt með andlitið svo klesst upp við skjáinn þegar maður svaraði, að það var nánast hægt að telja í þér nefhárin. Alltaf hef ég hringt í þig eða komið að hitta þig þegar það verða einhverjar breytingar í lífi mínu, ný vinna, nýtt barn, barna- barn – og nýlega fékk ég nýja stöðu og var búin að hugsa til þín daglega í rúmar tvær vikur því ég ætlaði að hringja í þig og segja þér fréttirnar, en því miður náði ég ekki að gera það og ég mun alla tíð syrgja það að hafa ekki hringt og fengið að heyra rödd þína einu sinni enn áður en það var um seinan, elsku vinur minn. Þó þú segðir mér frá því að þú værir orðinn veikur og þó ég heyrði á þér og þú segðir mér hvað meðferðin væri erfið þá varstu í mínum augum svo fullur af lífi og sál að ég gat með engu móti séð hvernig þú myndir ekki alltaf vera hér því fyrir mér varstu svo mikill unglingur, alltaf á sífelldu iði og ég var svo viss um að þú myndir sigrast á þessu og að ég myndi aftur geta kíkt á þig í kaffibolla í Ikea og hlegið með þér yfir gömlum sögum og endurteknum bröndurum. En í staðinn sit ég hér og skrifa til þín hinstu kveðjuna. Elsku Laugi minn, vinátta þín var mér allt! Mikið gæfi ég nú til að fá að leggja hönd mína á þína bara einu sinni enn. Ég elska þig! Þín vinkona Karlotta Ósk Jónsdóttir. Dáinn er fyrir aldur fram Guð- laugur Wium sem var skipsfélagi minn á árum fyrr og ég tel mér sóma að því að hafa talist til vina hans. Laugi, eins og hann gjarna var nefndur af samferðamönn- um, gleymist ekki þeim sem hon- um kynntust. Slíka persónu bar hann. Hann var glaðsinna alvöru- maður, prýddur einstöku skop- skyni sem gerði samfélagið við hann ánægjuríkt hvort heldur var í leik eða starfi. Þannig gerði Laugi lífið að veizlu fyrir okkur sem gengum með honum lengri eða skemmri spöl á vegi ævinnar. Fyrir það vil ég þakka með nokkrum orðum. Kynni okkar Lauga tókust þegar ég var um tvítugt og var til sjós í Ólafsvík á sama fiskibáti og hann. Hann gegndi þar starfi vélstjóra og átti þá að baki all- mörg ár við sjómennsku. Ég minnist þess hve honum var lag- ið að koma þeim í gott skap sem í kringum hann voru án þess að það virtist endilega vera ásetn- ingur hans. Hann var dugmikill og verklaginn. Okkur sem vor- um til sjós með Lauga þótti merkilegt hve heitfengur hann var. Þegar aðrir í kuldatíð dúðuðu sig þykkum peysum undir sjóstakknum var hann þar undir á skyrtunni einni og tók svo til hendinni við að greiða úr netunum að af honum rauk. Uppvöxt sinn hlaut Laugi í Reykjavík og sagði gjarna hnyttnar sögur frá atvikum æsku sinnar. Margar þeirra voru eins og kvikar myndir af mannlífinu í borginni á þeim tímum. Á þeim árum sem ég umgekkst Lauga kom ég oft á heimili hans og Hjördísar í Ólafsvík og átti þar margar ánægjustundir. Nú vantar ekki mörg ár upp á að fjórir áratugir séu liðnir síðan þetta var. Tíminn hefur flogið og svo fór að við Laugi sáumst sjald- an eftir að búsetu minni í Ólafs- vík lauk. Svona líður tíminn. Laugi gerðist lögreglumaður og lauk prófi frá Lögregluskólanum. Hann og Hjördís fluttu einnig til Reykjavíkur ásamt dætrum sín- um og bjuggu þar nú í allmörg ár en það síðasta í Hveragerði. Eftir að suður kom fékkst Laugi við eitt og annað meðfram störfum sínum hjá Lögreglunni. Hann var þeirrar gerðar að hann gerði allt vel. Sem lögregluþjónn var hann samviskusamur í beztu merkingu þess orðs, sinnti störf- um sínum af trúmennsku, alúð og manngæsku. Laugi reyndist án efa náungi þeim sem hann mætti í þeirri þjónustu. Ég minnist samtals við hann sem minnti mig á hve störf lögreglumanna geta gengið nærri þeim og færa þeim undantekningalítið sanninn um þrautir mannlífsins. Lauga verður sárt saknað og ég votta Hjördísi, dætrum þeirra, afkomendum, fjölskyld- unni allri og vinum öllum innilega hluttekningu mína. Góður Guð blessi minningu Guðlaugs Wium og varðveiti sál hans til góðrar vonunar. Þórir Jökull Þorsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Guðlaug Wíum bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, GUÐJÓNS S. ÞORVALDSSONAR bifvélavirkjameistara, Hraunbæ 170, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11G á Landspítala. Hulda Þorvaldsdóttir Ragnar V. Þorvaldsson Jóhann H. Þorvaldsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR, Litluströnd, Mývatnssveit, lést á dvalarheimilinu Hlíð 15. maí. Útför hennar fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 27. maí klukkan 14. Birgir Steingrímsson Finnur Steingrímsson Erla Sigurgeirsdóttir Kristján Steingrímsson Harpa Sigurðardóttir Unnur Hreiðarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn ✝ ArnfríðurHansdóttir Wí- um fæddist 3. jan- úar 1951 í Mjóa- firði í Suður-Múlasýslu. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 12. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Anna Ingi- gerður Jónsdóttir, f. 1908, d. 1977, og Hans Guðmundsson Wíum, f. 1894, d. 1982. Voru þau bændur á Reykjum í Mjóafirði og var Arnfríður yngst af ellefu börn- um þeirra hjóna. Systkini Arnfríðar: Þórunn, f. 1928, d. 1991, Jóna, f. 1930, Inga, f. 1933, d. 1996, Þórarna, f. 1936, Guðmundur, f. 1938, Jón, f. 1938, d. 1997, Gísli, f. 1941, d. 1997, Ólafur, f. 1943, Nanna, f. 1945, og Sigríður, f. 1948. Arnfríður giftist 20. janúar 1979 Stefáni Rúnari Jónssyni vélstjóra, f. 1948. Bjuggu hjónin öll sín hjú- skaparár í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Jóna Bára, f. 1978, mastersnemi við Háskóla Íslands. Maki Antonio Fulignoli, f. 1971, doktor í stjórnmálafræði. 2) Ingi Hrafn, f. 1983, listamaður. Útför Arnfríðar fer fram frá Áskirkju í dag, 23. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Ég get ekki annað en minnst systur minnar sem við kveðjum í dag. Ég var 6 ára þegar mamma og Sigga ljósmóðir komu með þig á bát yfir fjörðinn, tveir menn héldu á þér í litlum bala, þú varst svo fallegt barn. Svo liðu árin, við lékum okkur mikið saman, við þrjár yngstu syst- urnar. Það var ýmislegt brallað, við vorum allar mikið fyrir kind- urnar og hjálpuðum pabba og mömmu við þær. Við unnum í síld í Mjóafirði saman, þar var ekkert gefið eftir og vakað heilu sólarhringana við það. Þegar þú varst nýfermd varst þú alltaf svo dugleg á vinnuvélunum heima, gafst strákunum ekkert eftir. Árið 1964 fórstu með mér til Reykjavíkur í fyrsta skipti, það var góð ferð, við fórum á ball með Hljómum en þú varst of ung til að fara inn á ballið en fékkst lánað nafnskírteinið hjá Siggu systur okkar ef það þyrfti á því að halda, en það var aldrei spurt um það. Það er margs að minnast, kæra systir, ekki síst tímans sem við áttum heima á Reykjum 1974/75 þegar snjófljóðin komu á Norðfjörð. Ég, Adda mín og þú vorum heima hjá pabba og mömmu. Það snjóaði allan þenn- an vetur og við vorum alltaf að moka snjó, það kom aldrei hláka, við vorum að moka ofan af húsþökum og ofan af fjárhús- unum. En þetta var góður tími og við hjálpuðumst að með Öddu dóttur mína, sem þá var þriggja ára, ásamt foreldrum okkar. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst natin og góð við Jónu systur sem hefur verið í sambúð með þér og þinni fjölskyldu, þú hugsaðir alltaf um hana í þínum veikindum og gleymdir oft sjálfri þér. Þú barðist hetjulega við sjúkdóminn þar til yfir lauk. Ég er þakklát að hafa geta verið svona nálægt þér þinn síðasta spöl. Ég votta Stebba, Jónu Báru, Inga Hrafni og Antonio mínar dýpstu samúð. Farðu í friði, kæra systir. Nanna. Arnfríður Hansdóttir Wíum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.