Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlan 7 | 103 Reykjavík | Sími 580 4000 Aukaársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinnmiðvikudaginn 21. júní kl. 9:00 áGrandHótel Reykjavík DAGSKRÁ FUNDARINS » Samþykktabreytingar Reykjavík 18. maí 2017 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Aukaársfundur live.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. báru fyrstu ærnar 14. maí og þar lýkur burði í kringum mánaða- mótin. Markið sem bænum fylgir er sneitt að framan á báðum eyrum og tvíbitað að aftan í vinstra eyra. Ekkert fer á milli mála og um 100 lömb eru mörkuð á hverjum degi. „Það er mikið að gerast þessa Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sauðburðurinn er talsverð törn, en þetta er líka skemmtilegt. Þetta krefst stöðugrar viðveru og að mörgu er að hyggja þegar koma kannski hundrað lömb á dag,“ segir Þóra Sverrisdóttir á Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu. Þóra og Sigurður Erlendsson, eiginmaður hennar, eru með eitt af stærri sauðfjárbúum landsins og ærnar sem bera í vor eru 740 tals- ins. Veturgamlar gimbrar voru ekki látnar bera að þessu sinni. Lömbin eftir sauðburð vorsins á bænum ættu því að verða á bilinu 1.300 til 1.400, en í gær var talan hins vegar komin í rúmlega 500. Veðráttan hjálpar Sauðburður í sveitum landsins er langt kominn, þótt slíkt sé misjafnt frá bæ til bæjar. Á Stóru-Giljá daga vorsins og einhver er á vakt í fjárhúsinu allan sólarhringinn. Yf- irleitt eru lömbin í stíu hjá ánum í um sólarhring, en fara þá út í hag- ann. Það hefur hjálpað mikið hve veðrið hefur verið gott að undan- förnu; hlýtt og haginn farinn að grænka og er fallegur yfir að líta,“ segir Þóra á Stóru-Giljá. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitafólk Bændurnir á Stóru-Giljá, Sigurður Erlendsson og Þóra Sverr- isdóttir, og Sverrir Helgi, sonur þeirra, með nýfædd lömb. 1.400 lamba er vænst í vor  Mikið er nú að gera í sauðburði á Stóru-Giljá Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, gagnrýndi á Alþingi þær breytingar sem orðið hafa á áfengis- frumvarpinu í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar þingsins. Sagði hann ótrúlegt að mál breyttist þannig að úr yrði eitthvað algjörlega nýtt. „Ég geri mér grein fyrir því að hlutverk nefndanna er að fjalla um frumvörp og gera á þeim breyting- ar,“ sagði Logi og bætti við að heppi- legra væri að leggja frumvarpið fram að nýju næsta haust. „Þetta er svona svipað og ef þingflokksfor- maður sendi mig út í bókabúð til að kaupa heftara og ég kæmi með steypuhrærivél til baka.“ Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðbrögð Loga vera heldur sterk og koma á óvart. „Það sem mér virðist hins vegar hafa gerst og vekja þessi sterku við- brögð er það að meiri hluti nefndar- innar hefur tekið tillit til helstu at- hugasemda sem fram komu við þetta frumvarp. Frumvarpið var gagnrýnt vikum saman í þinginu fyrir það að það væri algjör ósvinna að setja áfengissölu í almennar verslanir. Breytingartillögurnar sem hér eru á borðinu gera ráð fyrir að svo verði ekki heldur að áfengi verði selt í sérverslunum. Með öðrum orðum er það mikla hneyksli sem hér er tal- að um fólgið í því að flutningsmenn og meiri hluti allsherjar- og mennta- málanefndar hafa tekið tillit til helstu athugasemda sem fram hafa komið við frumvarpið,“ sagði Birgir enn fremur. Steypuhrærivél í stað heftara  Deilt um áfengisfrumvarpið á Alþingi Morgunblaðið/Heiddi Áfengi Deilt hefur verið um breyt- ingar á áfengisfrumvarpinu á þingi. Tvö alvarleg umferðarslys urðu í gær og var tilkynnt um fyrra slysið um klukkan 14. Fannst þá hjólreiða- maður meðvitundarlaus á Nesja- vallavegi og var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala í Fossvogi. Vegfarendur komu að manninum þar sem hann lá meðvitundarlaus á jörðinni við reiðhjól sitt. Tildrög þessa voru í gær ókunn, en sam- kvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var gripið til þess að loka fjölförnum gatnamótum í Reykjavík til að flýta för sjúkra- bílsins. Engin vitni urðu að slysinu og ekki voru í gær veittar upplýs- ingar um líðan mannsins. Seinna slysið átti sér stað rétt fyr- ir klukkan 16 og varð það á Eyja- fjarðarbraut vestari, skammt sunn- an við Hrafnagil. Einn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahúsið á Akureyri í hæsta forgangi. Ekki fengust í gær upplýsingar um líðan viðkomandi. Tvö alvar- leg um- ferðarslys Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Bensínverðið hjá Costco er talsvert lægra en stjórnendur N1 bjuggust við. Í samtali við Morgunblaðið segir forstjóri N1 ótímabært að spá fyrir um hver áhrif Costco á eldsneytis- markað verði, en segir það víst að ekki sé hægt að reka bensínstöð á Costco-verði. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri N1, telur áhrifin af komu Costco óveruleg þó að erfitt sé að segja nákvæmlega eins og stendur hversu mikil þau verði. Tekur hann sem dæmi að rúmlega 300 milljónir lítra af eldsneyti séu seldar á bifreið- ar ár hvert og selur stærsta einstaka bensínstöðin um það bil tíu milljónir lítra árlega, en að meðaltali selur hver stöð milljón lítra árlega. „Ef Costco verður stærst, þá selur hún tíu milljónir lítra af 300. Það breytir ekki miklu varðandi mark- aðshlutdeild,“ segir Eggert Þór. Verslun Costco verður opnuð í dag en skrúfað var frá eldsneytisdælum fyrirtækisins á sunnudag. Bensín- lítrinn kostar 169,90 krónur hjá Costco en tæpar 200 krónur hjá stóru olíufélögunum. Á eftir Costco bjóða X-stöðvar Orkunnar lægst verð, lítrann á tæpar 186 krónur. „Maður vissi ekki hvert verðið yrði, en þetta er talsvert hressilegra niður en ég átti von á,“ segir Eggert, spurður út í verðlagningu Costco. Hann segir miklu muna á þjónustu- stigi N1 og Costco, bæði í fjölda út- sölustöðva, staðsetningu, afgreiðslu- tíma og þjónustu á hverri stöð. „Auðvitað er ljóst að ef það er fram- tíðin að selja eldsneyti með lítilli eða engri, eða nánast engri, álagningu, þá verð ég ekki með 6-800 manns í vinnu við að selja eldsneyti og reka stöðvarnar,“ segir Eggert. Spurður út í gerbreytt landslag í eldsneytissölu, þar sem Hagar hafa fest kaup á Olís og Skeljungur á Basko, sem á m.a. 10-11, Iceland og Dunkin’ Donuts, segir Eggert að hugsanlega muni íslenski eldsneyt- ismarkaðurinn færast nær því sem gerist t.a.m. í Bretlandi þar sem bensínstöðvarnar eru oft útibú versl- unarkeðja. „Okkar vöxtur hefur ver- ið í ferðamanninum á landsbyggð- inni. Það þótti hallærislegt fyrir hrun, en reyndist vera hárrétt ákvörðun hjá forverum mínum,“ seg- ir Eggert um stöðu N1 í dag og bendir á að félagið hafi einbeitt sér aftur að kjarnastarfseminni á und- anförnum árum. Verðið á eldsneyti Costco kom N1 á óvart  Segir ekki hægt að reka bensínstöðvar á Costco-verði Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Alþingi mun ekki styðja óbreytta þingsályktunartillögu Benedikts Jó- hannessonar fjármálaráðherra um fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Þar ræður mestu gagnrýni þing- flokksins og meirihluta fjárlaga- nefndar á áform fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskattstig ferðaþjónustunnar með þeim hætti sem tillagan gerir ráð fyrir, úr 11% í 22,5%, þegar á næsta ári. Morg- unblaðið hefur þetta eftir áreiðan- legum heimildum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, eru þær skoðanir ráð- andi innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, að ríkisstjórnin, einkum Viðreisn, þar sem fjármálaráðherra er formaður, hyggist einfaldlega fara of bratt í virðisaukaskatt- shækkanir á ferðaþjónustuna. Vissulega séu góð rök fyrir því að skatturinn hækki og verði í sama skattþrepi og í öðrum atvinnugrein- um í landinu, en greinin þurfi, vegna ytri aðstæðna og samninga við erlend ferðaþjónustufyrirtæki, að fá lengri aðlögunartíma, a.m.k. til ársins 2019. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig fjármálaráðherra mun bregðast við þessari hörðu afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en búist er við því að Benedikt Jóhannesson muni á næstu stigum málsins gefa eitt- hvað eftir í afstöðu sinni á Alþingi. Sjálfstæðismenn munu ekki samþykkja áætlun ráðherra  Sjálfstæðisþingmenn og Viðreisn ekki á einu máli um fjárhagsáætlunina Morgunblaðið/RAX Fastur fyrir Benedikt Jóhannesson hefur ekki breytt afstöðu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.