Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Sameinuðu þjóðirnar hvöttu í gær Norður-Kóreu til að hætta til- raunum með langdræg flugskeyti. Norður-Kóreustjórn hélt slíkum til- raunum áfram um helgina. „Þessar aðgerðir ógna svæð- isbundnu og alþjóðlegu öryggi,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður SÞ, í gær. Öryggisráð SÞ mun halda lok- aðan fund í dag um málið að ósk Bandaríkjanna, Japans og Suður- Kóreu. Norður-Kórea hætti kjarnorkutilraunum Eldflaugaskot Ódagsett mynd af flug- skeytatilraun í Norður-Kóreu. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump sýndi samhug sinn og stuðning við Ísraelsríki í gær þegar hann varð fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Grátmúrinn í Jerúsalem. Lagði hann hönd sína á vegginn, sem talinn er einn helgasti staður í gyðingdómi. Heimsóknin var liður í fyrstu utan- landsferð Trumps sem forseti, en hann kom til Ísraels frá Sádi-Arabíu. Vestanhafs er litið á ferðina sem tækifæri fyrir Trump til þess að fjar- lægja sig frá vandamálunum sem um- lukið hafa forsetatíð hans á síðustu vikum, sem snúast flest um meint tengsl bandamanna hans við yfirvöld í Rússlandi. Gagnrýndi Írani hart Trump nýtti einnig tækifærið til þess að hvetja alþjóðasamfélagið til samstöðu gegn Íran og tilraunum yfirvalda þar til þess að verða sér úti um kjarnorkuvopn. „Bandaríkin og Ísrael geta sagt með einni röddu að það megi aldrei leyfa Íran að eignast kjarnorkuvopn,“ sagði Trump í ræðu sinni og bætti við að ríkið yrði að hætta stuðningi sínum við hryðju- verkamenn og vígahópa annars stað- ar í Mið-Austurlöndum. Trump fundaði síðar um daginn með Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels. Hélt hann þar uppi gagnrýni sinni á Írani, sem Trump sagði vanþakkláta. Lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni að Íranir hefðu átt að segja „takk fyrir“ við Bandaríkin fyrir kjarnorkusamkomulagið frá árinu 2015, þar sem samið var um að refsiaðgerðum yrði aflétt á Íran gegn því að ríkið frestaði tilraunum sínum til þess að eignast kjarnorkuvopn. Í staðinn hefðu Íranir gerst djarfari í að ýta undir óróa í Mið-Austurlönd- um. Vill fá „besta samninginn“ Trump nýtti heimsókn sína einnig til þess að ýta á eftir framgangi friðarviðræðna milli Ísraela og Pal- estínumanna, en Trump, sem gert hefur ýmsa samninga á viðskiptaferli sínum, hefur kallað það „besta samn- inginn“ sem hann myndi ná á ferli sínum, sér í lagi þar sem margir fyr- irrennarar hans í embætti hafa ekki náð árangri þar. Fréttaskýrendur meta hins vegar möguleika hans litla, þar sem Trump sé enn óreyndur í embætti og enn standi of mörg flókin deilumál út af borðinu til þess að samkomulag geti verið í sjónmáli. „Við stöndum frammi fyrir sjald- gæfu tækifæri til þess að færa þess- um heimshluta og fólkinu þar öryggi, stöðugleika og frið, og búa til framtíð þar sem samhljómur, hagsæld og friður ríkja,“ sagði Trump við komu sína til Ísraels. Trump mun í dag funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, í Bethlehem á Vesturbakk- anum og heimsækja minnismerki um helförina í síðari heimsstyrjöld. Lagði hönd á Grátmúrinn  Trump fyrstur Bandaríkjaforseta til þess að heimsækja múrinn í embætti  Gagnrýndi Írani fyrir stuðning þeirra við hryðjuverkamenn og vígahópa AFP Virðingarvottur Donald Trump leggur hægri hönd sína á Grátmúrinn, einn helgasta stað gyðinga. Björgunarmenn á Everest-fjalli í Nepal fundu í gær lík indversks fjall- göngumanns, Ravi Kumar, sem sakn- að hafði verið síðan á laugardag. Ravi náði toppi fjallsins á laugardag en missti samband við grunnbúðir stuttu síðar. Nepölskum leiðsögumanni hans hafði tekist að komast í skjól í fjórðu búðum, rétt neðan 8.000 metra hæðarlínunnar, en svæðið þar fyrir ofan er oft nefnt dauðasvæðið. Þetta er fjórða skráða dauðsfall helgarinnar á fjallinu en áður höfðu bandarískur læknir, Slóvaki og Ástr- ali látið lífið á fjallinu og eru öll dauðsföllin rakin til svokallaðrar háfjallaveiki. Hún orsakast af minni loftþrýstingi og takmörkuðu súrefn- isinnihaldi andrúmslofts. Síðustu vikur hafa einkennst af sterkum vindum og óvenju köldu loftslagi en um helgina lægði og opn- aðist glufa fyrir fjallgöngumenn að ná toppnum. Talið er að allt að 150 manns séu á fjallinu nú og bíði færis áður en monsúnregntímabilið skellur á í júní. Fjölmargir náðu tindi Ever- est um helgina, þeirra á meðal Vil- borg Arna Gissurardóttir sem náði toppnum fyrst íslenskra kvenna á há- degi á laugardag. Hún er nú komin niður í aðrar búðir á fjallinu en þær eru í um 6.400 metra hæð. agunnar@mbl.is Reuters Mannmergð Það getur verið margt um manninn í hlíðum Everest. Fjórir létu lífið á Everest í vikunni Dagblaðið The Guardian hefur birt skjöl sem sögð eru afhjúpa hvernig sam- skiptamiðillinn Facebook rit- skoðar það sem notendur hans birta. Þar er far- ið yfir þær við- miðanir sem not- ast er við til þess að skera úr um hvort það efni sem er birt á miðl- inum telst á einhvern hátt óæski- legt. Að sögn starfsmanna Facebo- ok eru þessar viðmiðunarreglur hins vegar í miklu ósamræmi og afar ruglingslegar. Open Rights Group, hópur sem beitir sér fyrir stafrænum réttindum fólks, segir að skjölin sýni hversu mikil áhrif Facebook getur haft á notendur sína, sem eru um tveir milljarðar. Miðillinn notast einnig við algrím með gervigreind, sem fer yfir myndir og annað efni áður en það er birt, en í byrjun maí tilkynnti Facebook að fyrirtækið hefði ráðið rúmlega 3.000 nýja starfsmenn til þess að fara yfir birt efni. Ritskoðun Facebook hin mesta áskorun Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Grátmúrinn, sem einnig er þekktur sem Vesturmúrinn, var reistur um árið 19 fyrir Krist, þegar Heródes mikli lét stækka musteri gyðinga í Jerúsalem, en múrinn girti af það svæði sem helgað hafði verið musterinu. Múrinn hefur verið einn af helg- ustu stöðum gyðinga í margar ald- ir, en þeir ferðast gjarnan að veggnum og minnast þar must- erisins og eyðileggingar þess. Fékk hann viðurnefnið „Grátmúrinn“ vegna þess, en gyðingar nota það heiti ekki sjálfir. Veggurinn hefur löngum verið bitbein gyðinga og múslima, sem ríktu lengi vel yfir Jerúsalem og takmörkuðu aðgang gyðinga að borginni og veggnum. Á milli ár- anna 1948 og 1967 var austurhluti Jerúsalem og múrinn á valdi Jórd- aníumanna. Bönnuðu þeir gyð- ingum alfarið að heimsækja hina fornu hluta borgarinnar, og ráku þá sem þegar bjuggu þar frá heim- ilum sínum. Því tímabili lauk eftir Sex daga stríðið 1967, þegar Ísr- aelar náðu yfirráðum yfir allri Jerúsalem. Reistur af Heródesi mikla GRÁTMÚRINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.