Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 20
NAUTGRIPIR
að fylgjast með þróun á kynbótamati þeirra
næsta árið. Kostir þeirra í heild fara samt að
verða vel reyndir.
TOPPARNIR FYRIR
EINSTAKA EIGINLEIKA
(lokin skal aðeins litið á topplista nautanna.
Nú er það Kaðall 94017 sem skipar sér á
toppinn í kynbótaeinkunn með 119, en
hinn stóri hópur ungra dætra hans hefur
enn lyft honum þangað. Stígur 97010 veit-
ir honum harða keppni með 118 og Punkt-
ur 94032 fylgir fast á eftir með 117. Þessi
þrjú öflugu kynbótanaut eru í talsverðum
sérflokki vegna þess að næst þeim koma
nokkur naut með 113 í kynbótaeinkunn,
þ.e. Þráður 86013, Völsungur 94006, Hers-
ir 97033 og Fontur 98027.
Fyrir mjólkurmagn er sérstaða Randvers
97029 veruleg sem fyrr en á nýjum viðmið-
unargrunni er einkunn hans fyrir þann eig-
inleika 133. Næstu naut eru með 126 fyrir
þennan eiginleika og eru það Krossi 91032,
Sokki 94003 og Mímir 99007, sem að fram-
an er fjallað um. Þá kemur Stígur 97010
með 124 fyrir þennan eiginleika.
Fyrir próteinhlutfall eru það þeir feðgar,
Bassi 96021 og Soldán 95010, sem verma
toppsætin með 131 og 130 í einkunn og
Núpur 86013 er einnig með 130 í einkunn
fyrir þennan eiginleika. Hið mikla mjólkur-
magn hjá dætrum Randvers 97029 skipar
honum í efsta sætið fyrir próteinmagn þó að
próteinhlutfall sé nokkuð undir meðaltali hjá
dætrum hans. Einkunn hans fyrir prótein-
magn er 132. Þá koma þeir Stígur 97010 og
Mímir 99007 næstir í röðinni, báðir með
130 í einkunn. Afurðamatið er samsett úr
þessum tveimur þáttum, próteinmagni og -
hlutfalli. Hér eru það þessi þrjú naut sem
skipa toppinn en skipta röð. Stígur 97010
kemur þar efstur með 127, Mímir 99007
með 126 og Randver 97029 með 125.
Fyrir frjósemi er það allt annar hópur sem
birtist á toppnum. Þar má sjá tvö naut úr
1994 árganginum sem eru Klaki 94005
með 132 fyrir þennan eiginleika og Völ-
sungur 94006 með 128. Á hinum endanum
er, líkt og undanfarin mörg ár, Suðri 84023
og Andvari 87014, en frá þeim báðum gæt-
ir enn mikilla áhrifa i ræktunarstofninum og
því sérstök ástæða til að huga að þessum
eiginleika þegar afkomendur þeirra standa
til boða sem kynbótagripir.
Þó að gæðaröð sé ekki eiginleiki sem tel-
ur í ræktunarmarkmiðinu er samt veruleg
ástæða til að horfa á þann eiginleika. Þar
er sérstaða Stígs 97010 óumdeilanleg með
144 í mati um þennan þátt. Teinn 97001
kemur honum næstur með 129, þá eru
þeir Andvari 87014, Kaðall 94017 og Þoll-
ur 99008; allir með 126 fyrir þennan eigin-
leika. Skrokkbygging kúnna vegur ekki
heldur neitt í ræktunarmarkmiði enda
margt misvísandi að sjá um gildi sumra
þeirra þátta úr rannsóknum síðari ára.
Hæsta mat fyrir þennan eiginleika hefur
Forseti 90016 eða 131, en þá kemur Bisk-
up 95009 með 126 og Hólmur 81018 með
125. Rétt er að benda á að á hinum end-
anum fyrir þennan eiginleika (lægsta mat-
ið) er að finna naut eins og Tein 97001 og
Punkt 94032.
Líkt og áður er sérstaða Sorta 90007 á
toppnum í einkunn fyrir júgur mikil en mat
hans er 147 fyrir þennan eiginleika. Skjöld-
ur 91022 kemur þar næstur með 130 og
sonur hans, Duggari 99022, fylgir þar fast
á eftir með 129. Yfirburðir Sorta 90007
eru samt jafnvel ennþá meiri þegar kemur
að mati á spenum en þar er einkunn hans
157, þá kemur Forseti 90016 með 131 í
einkunn, Kaðall 94017 er með 128 og
Glanni 98026 með 127.
Fyrir mjaltir skipar Úi 96016 líkt og áður
efsta sætið, mat hans núna er 134 fyrir
þennan eiginleika, Faðir hans, Holti
88017, kemur næstur með 130 fyrir þenn-
an eiginleika. Sömu einkunn fær Gangandi
99035, sem er náskyldur Úa í móðurætt,
en fyrir hann eru komnar með í kynbóta-
matið upplýsingar bæði úr mjaltaathugun
og skoðun dætra. Þar með er komið
nokkuð öruggt mat á Ganganda þó að
enn vanti upplýsingarnar um afkastagetu
dætra hjá honum. Völsungur 94006,
Krummi 95034 og Prakkari 96007 eru
síðan allir með mat uppá 125 fyrir mjaltir.
Pinkill 94013 stendur afgerandi á topp-
inum líkt og áður í mati um skap, með
einkunn upp á 141. Krummi 95034 kemur
næstur með 133 og Beri 92021 með 132
en síðan má benda á firnasterka dóma hjá
bæði Kaðli 94017 og Völsungi 94006 fyrir
þennan eiginleika.
Fyrir endingu er Þráður 86013 líkt og
áður með hæsta matið eða 127, Rauður
82025 kemur honum næstur með 125 en
bæði þessi naut eru löngu landsþekkt fyrir
frábæra endingu dætra sinna. Fyrir þenn-
an eiginleika fær Stígur 97010 123 í
einkunn, en samanburður hans við aðra
nautsfeður úr þeim árgangi er honum
hagstæður fyrir þennan eiginleika. Að síð-
ustu skal vakin athygli á að Kaðall 94017
styrkir stöðu sína í mati á þessum eigin-
leika og verður fróðlegt að fylgjast með
hvort hann nær þar að feta í slóð föður
síns, en dætur þessara skyldu nauta eru
um margt talsvert ólíkar.
20
FREYR 11 2005