Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2005, Side 25

Freyr - 01.11.2005, Side 25
FÓÐRUN Hjá Landbúnaðarháskóla íslands á Keldnaholti fara fram efnagreiningar á heyi. Hér er unnið við mölun á heysýnum sem koma frá bændum. Mynd 2. Áhrif gerjunar á hlutfallslegt AAT-gildi í votheyi. áhrif á AAT-gildi fóðursins. Auðmeltanlegu kolvetnin i grösunum, sem við votheysgerj- un umbreytast í lífrænar fitusýrur, eru góð- ur orkugjafi fyrir vambarörverurnar. Gerjun- arafurðir I votheyi nýtast að litlum hluta sem orkugjafi fyrir örverur til myndunar á ör- verupróteini. Ef mikið er af gerjunarafurð- um I fóðri lækkar AAT-gildið. Mynd 2 sýnir hvernig innihald gerjunarafurða (fitusýra), hefur áhrif á hlutfallslegt AAT-gildi í votheyi. Aukning úr 50 g upp í 120 g í kg þurrefnis lækkar AAT-gildið um 10%. Þetta veldur því að við 10 kg votheysát svarar AAT-mun- urinn til AAT-þarfa til framleiðslu á 1 kg mjólkur. SAMANTEKT Nýja NorFor-kerfið metur gróffóðurgæðin betur með þvl að meta hvernig ólíkir NDF- hlutar umbreytast við vambargerjunina. Þetta hefur hagnýtt gildi bæði fyrir næring- argildi gróffóðursins og einnig fyrir gróf- fóðurátið. Einn af grundvallarþáttum I notk- un nýja fóðurmatskerfisins er að greina má á fljótvirkan og ódýran hátt NDF-eiginleika fóðursins. Sama efnagreiningartækni (NIR- greining) sem notuð er f dag til efnagrein- ingar á gróffóðri hefur gefið mjög ásættan- legar niðurstöður. Þegar kerfið verður tekið í notkun verður hægt að greina bæði efna- innihald í gróffóðri og einnig mikilvægustu niðurbrotsþætti næringarefnanna. Höfundar frumtexta eru Harald Volden, fóðurfræðingur við Institutt for husdyr- og akvakulturvitenskap við Norska landbúnað- arháskólann og ráðgjafi TINE í Noregi, Mog- ens Larsen, fóðursérfræðingur hjá Dansk kvæg, og Maria Mehlqvist, sérfræðingur hjá Svensk mjolk og starfsmaður NorFor verk- efnisins. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum íslands, þýddi og staðfærði. K V i i l. J 3jx> S- NIR- efnagreiningartæki sem notað er við greiningar á efnainnihaldi gróffóðurs. FREYR 11 2005 25

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.