Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 28
GARÐYRKJA
lítil orka til að mynda ný blöð og topp. Það
leiðir til þess að setning bregst og fram-
tíðaruppskera verður minni.
RAKASTIG
Rakastigið er einn af mikilvægari loftslags-
þáttunum og er ráðandi í vatnsupptöku,
upptöku næringarefna, kælingu blaða,
sjúkdómahættu og aldingæðum. Nauðsyn-
legt er að halda rakastiginu niðri til að auka
útgufun og koma í veg fyrir sjúkdóma. Ef
efstu blöðin eru stutt er ráðlagt að halda
rakastiginu uppi að morgni og síðdegis
komum við í veg fyrir óþarfa stress með því
að varðveita rakann. Rakinn í gróðurhúsinu
kemur að langmestu leyti frá útgufun
plantnanna. Rakinn lækkar með loftun og
við þéttingu á rúðum og veggjum; því kald-
ara úti, því meiri þétting. Rakastig f nærum-
hverfi plantnanna getur verið mun hærra
en t.d. í kringum rakaskynjara stýribúnaðar.
Því er mikilvægt að tryggja góða lofthreyf-
ingu um plönturnar til að jafna rakastigið
með gólfrörum og hringrásarviftum. Þegar
loftað er stígur heitt og rakt loft út en kalt
og þurrara loft streymir inn. Ef mismunur á
inni- og útihitastigi er mikill og einnig ef
einhver vindur er, þarf lítið að opna til að
lækka rakastigið. Gæta þarf þess að toppar
plantnanna kólni ekki og hitasveiflur verði
ekki of miklar. Lækkun á rakastigi eflir frjó-
semi en hækkun eflir grænvöxt.
KYNDING
Hitarörin hita bæði loft og þá hluta plantn-
anna sem næstir þeim eru. Þetta kemur af
stað lofthreyfingu og þurrkar plönturnar.
Plöntur með mikinn blaðmassa þurfa meiri
hita (hærri rörhita) til að ná góðri lofthring-
rás. Lágmarkshitaþörf á gólfrörum 40°C (4
rör, 38 mm) er nauðsynleg fyrir tómata,
jafnvel þó ekki sé þörf á hita. Þetta er til að
ná góðri lofthreyfingu, þurrum plöntum og
betri flutningi efna um plöntuna. Ef aldinin
eru lítil, lækkum við gólfrörahitann að nóttu
til að seinka þroska aldina. Jafnframt má
beita s.k. fornæturlækkun en þá er hitastig-
ið lækkað hratt niður í 13-16°C í lok dags
og því haldið þannig í 2-4 klst. eftir því
hvernig toppur plantnanna Iftur út (þunnur
toppur, styttri tfma og ekki eins mikla lækk-
un). Hátt hitastig á gólfrörum eflir frjósemi
(min. 45-60°C) en lágt hitastig ( min. 35°C)
eflir grænvöxt. Þó ber að gæta þess að ef
plönturnar eru mjög hlaðnar, flýtir hár gólf-
rörahiti þroska aldina sem aftur dregur úr
samkeppni aldina við toppinn. Sami árang-
ur næst með því að slaka plöntunum neðar,
nær gólfrörunum. Staðsetning gróðurröra
hefur einnig áhrif á eftirspurn eftir sykrum,
gróðurrör við 4. klasa eflir frjósemi en gróð-
urrör við neðsta klasa eflir grænvöxt. Ráð-
lagt hitastig gróðurröra er frá 0-60°C.
Þegar slökkt er á lömpunum lækkar
hitinn í toppunum, ef kalt er og heiðskírt
getur kólnunin verið skaðleg fyrir nývöxt
toppana. Æskilegt er að loftrörin komi inn
áður en slökkt er til að minnka kólnunina.
Best er að loftrör séu yfir hverju beði í um
50 sm hæð frá vírum. Þau eiga ekki að vera
á samtímis Ijósunum. Aukinn hiti miðað við
blaðhita í rótarbeð eflir grænvöxt en ef
hitinn í rótarbeðnum er lágur miðað við
blaðhita eykur það frjósemi plantnanna.
KOLDÍOXÍÐ
Við Ijóstillífun hvarfast C02 og vatn í sykrur
og súrefni fyrir tilstuðlan Ijóss. Því meira Ijós
og C02 , því meira magn myndast af
sykrum. Ef C02 -magn er aukið úr 200 í 300
eykst framleiðsla sykr um 35-40% en ef
aukningin er úr 900 ppm í 1.000 ppm er
aukningin aðeins 2%. Ráðlegt er að halda
C02 -magni í 800-900 ppm eftir að plantan
hefur blómgast á 4. klasa eða 3 kg á klst. í
1.000m2. Við opna glugga er ráðlagt að
halda 400 ppm. Aukið C02 -magn eflir frjó-
semi en lækkað C02 -magn eflir grænvöxt.
VÖKVUN OG ÁBURÐARGJÖF
Há leiðni í vökvunarvatni eflir frjósemi (að
4mS) en lág leiðni (að 2mS) eflir grænvöxt.
Sama á við um leiðni í rótarbeði en þar er
bilið 3-6 mS. Vatnsmagn í rótarbeð hefur
áhrif, minna vatnsmagn eflir frjósemi en
meira eflir grænvöxt en einnig auka sveiflur
í rakastigi (vatnsmagni) milli dags og nætur
frjósemi. Því er stjórnað með stærð og
fjölda vökvana en fáar og stórar (75-300
ml) gera rótarbeðin þurrari en einnig má
breyta ttmanum hvenær vökvun hefst (0-3
klst. eftir sólarupprás eða eftir að Ijós
kvikna) og hvenær vökvun endar (0-5 klst
fyrir sólsetur eða eftir að Ijós slokkna). Mikið
vatnsmagn í rótarbeði eykur rótarþrýsting-
inn. Ef vökvað er snemma morguns (eða
seint að kvöldi) eykst rótarþrýstingurinn og
ef rakastig í gróðurhúsinu er hátt geta af-
leiðingarnar orðið lengri og brothættari
klasastilkar, lengri blöð og stílrot í aldinum.
NÆRINGAREFNI
Almennt má segja að aukið kalí auki frjó-
semi en aukið köfnunarefni efli grænvöxt.
Algeng viðmiðun varðandi hlutfall N:K er
1:1,3 og allt upp í 1:1,65 þegar eftirspurn-
in er mest (frá blómgun 4.-5. klasa að 10.
klasa.
AÐRAR AÐGERÐIR
Aukin afblöðun eflir frjósemi og er það sér-
staklega þýðingarmikil aðgerð í ræktun að
vori í ólýstri ræktun. Gróskumikil afbrigði er
rétt að temja með því að taka blað við
hvern klasa, sérstaklega að vori og hausti.
Við það eykst loftstreymið um plöntuna og
birta og hiti ná beturtil aldina. Ef plantan er
mjög frjósöm má grisja klasa en ef hún er í
miklum grænvexti er ráðlagt að setja klasa-
klemmur á klasana til að auka eftirspurn
þeirra. Við klasabrot minnkar eftirspurn ald-
ina, þau verða minni og plantan stefnir í
grænvöxt. Þess vegna er mikilvægt að
styðja við fyrstu klasana á vorin og síðustu
klasana á haustin.
Að lokum: Að stýra vexti plantnanna er
svipað og að stýra bíl, snöggar og miklar
breytingar geta leitt til slyss.
28
FREYR 11 2005