Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 29
GARÐYRKJA Býflugurnar og blómin - ráð til að ná betri frævun á tómötum að vetri Góð frævun að vetri er nauðsyn- leg til að uppskera vel af tómöt- um. Býflugurnar gegna þar lykil- hlutverki. Mikilvægt er að fylgjast vel með hvort flugurnar séu að heimsækja blómin og aðstoða þær eftir þörfum og mætti. Tvær ástæður eru einkum fyrir lélegri frævun að vetri í lýstri tóm- atræktun: Annars vegar það að lýsingin frá lömpunum er orðin margfalt meiri en dagsbirtan en það leiðir til þess að flugurnar eiga erfiðara með að staðsetja sig í gróðurhúsunum, sem torveldar þeim vinnuna. Hins vegar það að flugurnar nota útfjólublátt Ijós til að staðsetja sig en af því er mjög lítið í Ijósi háþrýstra natríum- lampa. Einnig geta léleg blóm leitt til lélegri frjóvgunar. STÆRRI BÚ Síðastliðið ár hefur fyrirtækið Koppert í Hollandi, í samvinnu við þarlenda lýsing- arbændur, kannað hvernig má bæta frævun hunangsflugna að vetri. Ein að- ferð er að nota stærri bú með 120 vinnu- dýrum í stað 50. Það vegur upp á móti þeim afföllum og erfiðleikum sem steðja að dýrunum í lýstri ræktun. Dreifa á búunum með aðalgangi húss- ins en það lágmarkar vegalengdirnar sem þær þurfa að fljúga við léleg birtuskilyrði. Ekki ætti að raða búunum saman á einn stað. Staðsetja á búin þannig að þau séu vel sýnileg af ganginum en það auðveld- ar flugunum að finna búin. Búin skulu vera í tveggja metra hæð frá jörðu og opin í austur ef hægt er. Ef beðin eru löng getur það hjálpað í skammdeginu að setja búin á milli miðgangs og gafls húss- ins. Búin sjást einnig betur ef þau eru sett fyrir ofan ræktunina. Eftir að búin eru komin í hús skal opna þau á milli kl. 9:00 og 10:00 eða þegar birtuskilyrði til flugs eru orðin eins góð og hægt er miðað við árstíma. Þé aukast lík- urnar á að flugurnar nái góðum árangri í sínu fyrsta flugi. Mjög er til bóta að nota sjálfvirkan lokunarbúnað á búin þannig að flugurnar séu aðeins á flugi við bestu skilyrði. Þann búnað má tengja við klukku eða stýritölvu. Betra er að flugurnar fljúgi í stuttan tíma við sæmileg skilyrði en langan tíma við léleg skilyrði. Flug við lé- leg skilyrði eykur afföll vinnudýranna. Flugurnar eru mjög öflugar til frævunar og geta gert mikið á stuttum tíma. BREYTILEGUR LÝSINGARTÍMI Næst á eftir flugskilyrðum til frævunar skulum við líta á blómin. Blómin opnast tveimur tímum eftir að Ijósin koma á (líka um miðja nótt) en það er líka staðreynd að þau lokast eftir ákveðinn tíma aftur og þá næst ekki frævun. Hve langan tíma þau standa opin fer eftir ásigkomulagi plantnanna og loftslagi. Með því að breyta lýsingartímanum eru höfð áhrif á mögulegar vinnustundir flugnanna. f Hol- landi er ekki ráðlagt að kveikja Ijósin fyrir klukkan tvö að nóttu en stundum geta hagrænar ástæður þvingað menn til ann- ars. Plantan sjálf getur gripið inn í ef hleðslan (mörg aldin í vexti) eykst ört en þá geta gæði blómanna minnkað. Flug- urnar geta greint litbrigði á þeim blómum sem við getum ekki greint og heimsækja þau ekki. Hollenskir ráðunautar leggja til að hafa býflugnabúin opin milli kl. 10:00 og 14:00 í desember og janúar en milli kl. 9:00 og 15:00 í febrúar. Það byggist á því að lágmarks náttúruleg inngeislun þarf að vera 55 Wh. til að flugurnar eigi auð- velt með að vinna. Þrátt fyrir að farið sé eftir ýtrustu leið- beiningum um meðferð flugnanna getur það gerst að þær nái ekki að merkja öll blómin. Af þeim sökum er ráðlagt að handfræva þrisvar sinnum í viku. /MÁ Dreifa á búunum meðfram aðalinngangi hússins en það lágmarkar vegalengdirnar sem flugurnar þurfa að fljúga við léleg birtuskilyrði. FREYR 11 2005 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.