Freyr - 01.04.2007, Side 4
Yfirlit um starfsemi
Bændasamtaka
(slands 2006
Bændasamtök íslands voru stofnuð í ársbyrjun 1995 með sameiningu
Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Grunneiningar sam-
takanna eru annars vegar 13 búnaðarsambönd, sem eru þverfagleg lands-
hlutasamtök bænda, og hins vegar 12 samtök einstakra búgreina.
HLUTVERK
Bændasamtökin gegna fjölþættu hlutverki
sem fagleg hagsmunasamtök allra bænda í
landinu. Meðal helstu verkefna þeirra eru:
• Að vera málsvari bændastéttarinnar og
beita sér fyrir bættum kjörum hennar.
• Að taka þátt í að móta stefnu í málefn-
um bænda og landbúnaðarins í heild.
• Að veita leiðbeiningaþjónustu forystu
á sem flestum sviðum landbúnaðar og
standa fyrir margvíslegri útgáfustarfsemi,
fræðslu og faglegri þróun.
• Að vinna að hvers konar framförum
í landbúnaði er varða ræktun, tækni,
rekstur og gæðamál.
• Að vera stjórnvöldum til ráðuneytis.
• Að hafa með höndum framkvæmd mála
er Alþingi eða ríkisstjórn felur þeim.
STJÓRN OG STARFSFÓLK
Æðsta vald samtakanna er í höndum
Búnaðarþings sem kemur saman einu sinni
á ári. Það er nú skipað 49 fulltrúum sem
kosnir eru til þriggja ára í senn. Frá bún-
aðarsamböndum eru 29 en 20 frá búgreina-
samböndunum.
Kjörtímabil núverandi stjórnar er frá
Búnaðarþingi 2007 til Búnaðarþings 2009.
Stjórnin er þannig skipuð: Aðalstjórn:
Haraldur Benediktsson bóndi,
Vestri-Reyni, formaður
Sveinn Ingvarsson bóndi,
Reykjahltð, 1. varaformaður
Karl Kristjánsson bóndi,
Kambi, 2. varaformaður
Jóhannes Sigfússon bóndi,
Gunnarsstöðum 1
Sigurbjartur Pálsson bóndi, Skarði
Svana Halldórsdóttir bóndi, Melum
Þorsteinn Kristjánsson bóndi, Jökulsá
Framkvæmdastjóri er
Sigurgeir Þorgeirsson.
[ árslok 2006 var alls skipað [ 48,6 stöður
hjá Bf, auk starfa [ matstofu og við ræst-
ingar, og skiptast þær þannig:
Yfirstjórn og skrifstofa 8,0
Félagssvið 5,0
Ráðgjafarsvið 13,1
- Byggingaþjónusta BÍ 1,0
- Nautastöð BÍ 4,0
Útgáfu- og kynningarsvið 5,5
Tölvudeild 12
Samtals 48,6
STARFSEMI BÆNDASAMTAKANNA
Bændasamtökin skiptast upp í fimm starfs-
svið, tvö meginverkefnasvið; félagssvið og
ráðgjafarsvið og þrjár stoðdeildir; útgáfu-
og kynningarsvið, tölvudeild og fjármál og
skrifstofa.
Bændasamtökin eiga aðild að ýmsum
stjórnum og nefndum á sviði landbúnaðar-
mála og taka þátt í margháttuðu erlendu
samstarfi.
FÉLAGSSVIÐ
Hlutverk félagssviðs er í meginatriðum fjór-
þætt:
Stjórnsýsluverkefni
Félagssvið sér m.a. um framkvæmd ýmissa
laga og reglugerða sem Bændasamtökunum
eru falin. Fyrst og fremst er um að ræða
framkvæmd á mjólkursamningi, sauð-
fjársamningi og samningi um starfsskil-
yrði garðyrkjunnar og að halda utan um
greiðslumarksskrár og réttindi lögbýla til
þessara greiðslna. Einnig fer félagssvið með
framkvæmd laga um búfjárhald og fleira
sem fellur undir B(.
Kjaramál
Annað meginhlutverk félagssviðs eru verk-
efni á sviði hagfræðilegra verkefna. Sem
dæmi má nefna undirbúning við gerð
búvörusamninga og eftirlit með þróun verð-
lags og afkomu bænda. Hjá félagssviði eru
gerðir útreikningar á ýmsum möguleikum
og forystumenn aðstoðaðir við að leggja
mat á þá.
Alþjóðamál
Hluti af starfi félagssviðs eru alþjóðasam-
skipti og öflun upplýsinga um landbún-
aðarmál á erlendri grund. ísland á aðild
að miðstjórn Norrænu Bændasamtakanna
(NBC) og hefur notið góðs af því samstarfi
á ýmsa lund.
Félagsleg málefni
Fjórði þátturinn er ýmis félagsleg mál, svo
sem tryggingamál, réttindamál gagnvart
ri'kinu, útdeiling á peningum vegna akst-
urskostnaðar dýralækna og fleira. Einnig
starfar á sviðinu lögfræðingur sem sinnir
ráðgjöf til stjórnar, bænda og starfsmanna
þegar upp koma álitaefni við framkvæmd
stjórnsýsluverkefna.
Þann 1. janúar 2006 tóku gildi
lög um Landbúnaðarstofnun, nr.
80/2005. Með þeim fluttust ýmis verk-
efni frá Bændasamtökum íslands til
Landbúnaðarstofnunar. Með samn-
ingi dagsettum 19. apríl 2006 fól
LandbúnaðarstofnunBÍ að annast
áfram framkvæmd flestra þessara verk-
FREYR 2007