Freyr - 01.04.2007, Síða 13
BÚNAÐARÞING
Almennar umræður
Búnaðarþingsfulltrúa
Guðmundur Davíðsson, Jón Benediktsson og Birna Þorsteinsdóttir.
1Þ0RSTEINN KRISTJÁNSSON, hóf
umræður. Hann ræddi það verkefni
sem forystan hafi staðið í varðandi mat-
arverðsumræðuna. Hann kvað það sitt mat
að vel hefði verið unnið og lýsti sérstakri
ánægju með niðurstöðu framkominnar
viðhorfskönnunar. Hann taldi afskaplega vel
hafa tekist til með þá lausn sem valin hefði
verið þ.e. að fá kynningarfyrirtækið KOM
til samstarfs og taldi niðurstöðu skoðana-
könnunar sýna það. Mikið verk væri samt
óunnið gagnvart afmörkuðum hópum.
Hann taldi m.a. merkilegt í niðurstöðunum
að hátekjufólk virtist sýna neikvæðari
afstöðu en þeir sem hafa lægri tekjur.
Af málum sem liggja fyrir búnaðarþingi
taldi hann mál sem snúa að rétti landeig-
enda mikilvæg, nefndi hann þar til þjóð-
lendumái. Fleiri mál eru fyrir þinginu, s.s.
forkaupsréttarákvæði í jarðalögum, sbr.
mál nr. 05-1. Einnig mál nr. 06-1 og 08-
1. Öll þessi mál einkennast af því að vera
sameiginleg hagsmunamál flestra bænda
og allra landeigenda. Hann gerði sfðan
nýgerðan sauðfjársamning að umtalsefni
sem hann taldi fallinn til að koma á meiri
einingu meðal sauðfjárbænda. Hann taldi
hins vegar óvissu um hvernig niðurfell-
ing útflutningsskyldu kæmi niður á bænd-
um. Hann hvatti búnaðarþing til að gefa
afurðastöðvum skilaboð og hvatningu til
að standa í stykkinu varðandi samstarf við
útflutning á landbúnaðarvörum.
Hann lýsti því síðan yfir að hann gæfi
kost á sér til setu í stjórn Bændasamtaka
(slands. Þó að hann hafi einkum starfað á
vettvangi sauðfjárbænda hefur hann einn-
ig starfað á vettvangi búnaðarsambands
Austurlands og setið á búnaðarþingi og því
vonaðist hann til að geta unnið að hags-
munum allra búgreina.
2SÆDÍS GUÐLAUGSDÓTTIR gróðr-
arstöðinni Gleym-mér-ei, kynnti sig
en hún er nýr fulltrúi Sambands garðyrkju-
bænda. Hún kvaðst hlakka til að starfa á
búnaðarþingi sem væri greinilega öflugur
vettvangur sem garðyrkjubændur geta nýtt
betur. Hún ræddi síðan þá málsmeðferð
sem garðyrkjubændur fá meðal ráðamann
og hún sagði hún mikið vanta á hana.
Búnaðarþing taldi hún geta styrkt stöðu
garðyrkjunnar í baráttu hennar. Hún gerði
einnig upprunamerkingar að umtalsefni
og taldi þörf á átaki ( þeim efnum til að
gera neytendum betur grein fyrir gæðum
íslenskrar vöru. Hún hvatti síðan til að í
stjórn BÍ sætu fulltrúar sem flestra búgreina
og einnig konur.
3ÁRNI KRISTJÁNSSON óskaði bænd-
um til hamingju með forystuna og
hvernig hún hafði tekið á málum í mat-
vælaverðsumræðunni í haust.
4SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR kynnti
skýrslu Lifandi landbúnaðar. Hún
sagði frá Evrópsku samstarfsverk-
efni sem hreyfingin er þátttakandi í
ásamt Bændasamtökum íslands og
Landbúnaðarháskóli íslands leiðir. Námskeið
eru I gangi um heimasölu afurða og land-
búnaðartengda ferðaþjónustu. Hún vís-
aði einnig til framlagðrar skýrslu um starf
Lifandi landbúnaðar.
5GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR þakkaði
mjög góðar setningarræður og hátíða-
höldin í gær. Einnig þakkaði hún fyrir skoð-
anakönnuna sem væri mjög gott að hafa
sem vegarnesti í umræðunni. Niðurstöður
hennar sýndu að það væri peningafólk
með greiðan aðgang að fjölmiðlum sem
væri neikvæðara en aðrir I garð landbún-
aðar. Landbúnaðarráðherra ætti einnig hlut
að máli í jákvæðri niðurstöðu könnunarinn-
ar. Hún ræddi síðan að ráðherraábyrgð á
útflutningsskyldu á kindakjöti fellur niður I
nýjum sauðfjársamningi. Bændur óttuðust
afleiðingar þessa mjög, síðasta vonin væri
að alþingi gripi hér inn í. Þó WTO samn-
ingar myndu á endanum knýja þetta í gegn
taldi hún óþarft að vera hér kaþólskari en
páfinn og skoraði á alþingi að koma hér til
móts við bændur.
Hún ræddi síðan kolefniskvóta og lýsti
ótta við að tún yrðu í stórum stíl sett undir
trjárækt. Spár bentu til að matvælaskort-
ur gæti orðið í heiminum innan nokk-
urra áratuga. Stefna eigi að því að planta
skógi I annað land en það sem hentar til
að taka undir matvælaframleiðslu. Hún
lagði áherslu á að auknir peningar fengjust
til verkefnisins „Bændur græða landið".
Annað búnaðarþingsmál, stimpilgjöld og
lántökugjöld nr. 25-1 gerði hún því næst
að umtalsefni. Þótt vel hafi verið boðið
þegar Lánasjóður landbúnaðarins var lagð-
ur niður þá gerðu stimpilgjöld það ókleift
að skipta um banka kysu menn það síðar.
Þjóðlendumálin hefðu aldrei átt að fara af
stað að hennar mati og væru þar að auki
úr takt við þá stefnu að færa verkefni frá
ríki til sveitarfélaganna. Hún lýsti því síðan
yfir að hún vildi sjá fjölgun kvenna í stjórn
BÍ og vísaði til jafnréttisáætlunar sem sam-
þykkt var einróma fyrir tveimur árum.
6AÐALSTEINN JÓNSSON byrjaði á
að þakka setningarathöfnina og þær
ræður sem þar voru fluttar, einnig skoðana-
könnunina og ímyndarstarf sem forystan
hefur unnið að. Hann ræddi vald fjölmiðla
og stöðuga glímu við þá þar sem gott starf
gæti tapast á einni nóttu. Sem dæmi nefndi
hann að borgarstjórn og Alþingi hefðu
stjórnast af fjölmiðlum í klámráðstefnumál-
inu, en eftir ákvörðun BÍ hefði umræðan
snúist við á einni nóttu.
Hann vék síðan að málefnum Fjarskipta-
sjóðs og benti á að nokkur sveitarfélög hafa
gert samninga við fjarkskiptafyrirtæki en
virðast ekki eiga aðgang að endurgreiðslu
FREYR 2007
13