Freyr - 01.04.2007, Page 14
BÚNAÐARÞING
úr Fjarskiptasjóði. Hann taldi nauðsynlegt
að Bf héldi vöku sinni að tryggja dreif-
býlisbúum jafna stöðu á þessu sviði. Hann
taldi síðan blikur á lofti á kjötmarkaði,
framleiðsluaukning væri í svína- og alifugla-
kjöti og útflutningsskylda dilkakjöts hefði
verið of lágt áætluð sl. haust. Innflutningur
væri einnig vaxandi. Því stefnir í meira
framboð kjöts en eftirspurn og afleiðingin
verði verðlækkun til framleiðenda. Það er
því krefjandi verkefni að halda hér á málum
þannig að hagur bænda verði tryggður og
frekari sameiningu afurðastöðva taldi hann
hluta af lausninni. Til viðbótar kemur svo
afnám útflutningsskyldu á dilkakjöti 2009,
sem reynir enn á afurðastöðvar í útflutn-
ingi og að lokum sagði hann engan veginn
ásættanlegt hvernig svokölluð Baugsmál
gengju til f fjölmiðlum en þau ætti að
reka fyrir dómsstólum og taldi það skipta
sköpum fyrir siðferði til framtfðar hvernig
því máli lyktar. Hann taldi síðan að bænd-
ur hefðu verið blekktir þegar frumvarp til
þjóðlendulaga kom til umfjöllunar á bún-
aðarþingi. Vitnaði hann þar til eignarrétt-
arákvæða í stjórnarskrá. Hann sagði það
hljóta að vera kröfu okkar að þessu linni og
skilað verði því landi sem er með þinglýst
athugasemdalaus landamerki. Málið hefur
þegar kostað hundruðir milljóna króna
og líklega myndi kostnaðurinn á end-
anum nema milljörðum króna. Sem dæmi
nefndi hann afstöðu Skotvís til verðlagn-
ingar veiðleyfa en þar taldi hann misnotuð
tengsl félagsmanna við umhverfisráðuneyt-
ið. Hann ræddi síðan olíugjaldið sem hann
taldi hreinan og beinan landsbyggðarskatt.
7KARL KRISTJÁNSSON þakkaði ágæta
setningarathöfn og óskaði verðlauna-
höfum til hamingju. Hann þakkaði stjórn
BÍ hvernig matvælaverðsumræðunni hefur
verið mætt. Niðurstöður skoðanakönnunar
sýndu að þar hefði vel að verki verið stað-
ið. Hann ræddi sfðan flutningskostnað að
sláturhúsum, sbr. mál 21-1, og sagði það
eiga vera stefnu BÍ að honum væri jafnað
á bændur. Verkefnið ætti því að bjóða út.
Hann taldi því hæpið að álykta í þá veru
sem tillagan gerir ráð fyrir. Hann þakkaði
síðan Baldvin Jónssyni sín störf sem skilaði
sér í mjög jákvæðri fmyndarsköpun, líka hér
heima. Hann rifjaði upp ályktun um útflutn-
ingsskrifstofu landbúnaðaris og taldi nauð-
synlegt að hrinda því máli í framkvæmd
þar sem safnað væri þekkingu á markaðs-
málum erlendis og leitað möguleika til að
hafa áhrif á sláturleyfishafa. Hann taldi
matvælaverðsumræðuna einhæfa og taldi
stofnun markaðsskrifstofu getað hjálpað til
við að breikka þessa umræðu. Hann sagð-
ist tilbúinn til að setjast í stjórn B( verði það
vilji búnaðarþings.
8GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR Þakkaði
góðar skýrslur og þá bjartsýni sem
Jón Magnús Jónsson.
ríkir í þeim. Hún kvaðst sakna þess að hafa
ekki fengið ársreikning B( sendan heim
með fundargögnum. ( 5. grein þingskapa
búnaðarþings segir að dreifa eigi honum
í þingbyrjun, en hún beindi því til stjórnar
finna leiðir til að bæta úr þessu.
9GUÐNI EINARSSON, hóf mál sitt á að
ræða kjötmarkaðinn. Hann þakkaði
einnig glæsilega þingsetningu og formanni
góða ræðu við setningu. Hann ræddi nið-
urstöður skoðanakönnunar og gerði síðan
mál nr. 9, reglur orlofssjóðs að umtalsefni.
Taldi hann rétt að greitt verði úr sjóðnum
ef menn fara í sannanlegt orlof en ekki
bara ef gist er á hótelum eða í dýrri gisti-
nu. Hann tók undir með Sædisi í umræðu
um garðyrkjuna. Framleiðendur þurfa að
sitja undir því ef heildsalar eru ekki sáttir
við verð framleiðenda, að innflutningur er
frjáls og innfluttri vöru er blandað saman
við þá íslensku í hillum verslana. Innflutta
varan er hins vegar oft ekki mjög ásjáleg
og meðhöndluð með ýmsu öðru móti.
Hann hvatti síðan til þess að farið yrði með
tryggingar bænda í útboð og sagði reynslu
Sunnlendinga af því góða. Hann sagði ekki
eiga að gefa olíugjaldið eftir en vel kæmi
til greina að reyna að nota það sem skipti-
mynt í viðræðum við ríkið um mótframlag
í lífeyrissjóð. Hann ræddi síðan Iffrænan
landbúnað og vitnaði þar til setningarræðu
formanns. Lengst væri þessi þróun komin í
græna geiranum. Hann sagði nauðsynlegt
að breyta texta í búnaðarlagasamningi
varðandi framlög til endurræktunar í aðlög-
un að lífrænum búskap. Hann tók undir
mikilvægi þess að hafa sterka ímynd og
það yrði til að styrkja hana að vinna stefnu-
mörkun í lífrænum búskap. Hann skoraði á
nýja stjórn að mynda hóp til að gera áætl-
un um að auka lífrænan búskap. Reynsla
sín væri að tslenska sauðkindin smellpassaði
inn í þessa ræktun þó að viðbótar kostn-
aður fylgdi aðlögun. Hann sagðist vera í
kjöri til stjórnar líkt og allir fulltrúar þó að
hann hefði ekki lýst sérstaklega yfir fram-
boði.
4t /\ EGILL SIGURÐSSON þakkaði stjórn
ágæt viðbrögð í matvælaverðs-
umræðunni og fyrir að hafa haldið vel
á málum miðað við aðstæður. Hann taldi
mikilvægt að heildarsamtök bænda kæmu
fram í þessari umræðu. Hann tók undir
með framkvæmdastjóra B( varðandi hug-
myndir um að semja um mótframlög til
llfeyrissjóðs bænda í skiptum fyrir endur-
greiðslu olíugjalds.
Hann spurði stjórn hvort skoðað hefði
verið hvort dómur í máli einstaklings
gegn olíufélögunum gæti átt við bændur
ef Hæstaréttardómur fellur á þann veg.
Hann ræddi stöðu á kjötmarkaði eftir tvö
ár og spurði hvort samstarf um aftöppun
af kjötmarkaði félli undir að vera ólöglegt
samráð nema til kæmi sérstakt ákvæði í
búvörulögum sem heimilaði slíkt. Síðan
ræddi hann reglur um markmiðstengdar
búrekstraráætlanir og taldi að fagráð í hag-
fræði sem að þessu starfaði væri óskilvirkt
og krafðist þess að formaður og fram-
kvæmdastjóri kæmu þessu til betri vegar
svo að fjármunir, sem til ráðstöfunar eru,
nýttust. Hann hvatti til að kjarnfóðurgjöld
verði endanlega afnumin, slíkt væri eðlilegt
í Ijósi matvælaverðsumræðu þar sem allra
leiða yrði að leita til að lækka rekstrarkostn-
að. Hann nefndi ýmsar kerfisbreytingar svo
sem í raforkumálum, sem orðið hafa til að
hækka kostnað, einbeittan vilja þyrfti hjá BÍ
til að lækka kostnað við búvöruframleiðslu
og hafna öllum kerfisbreytingum sem leiða
til aukins kostnaðar.
ÖRN BERGSSON ræddi starfsemi
Lífeyrissjóðs bænda en meginverk-
efnið þar er að tryggja mótframlag, þ.e.
þetta eina prósent, af 8% mótframlagi,
sem á vantar. Náist það ekki verða bændur
að greiða það sjálfir. Afkoma sjóðsins á sfð-
asta ári var góð þó að sjóðurinn sé alltaf
með aðeins lægri ávöxtun en stórir sjóðir
þar sem hann tekur minni áhættu en stærri
sjóðir, þar sem stutt er í skuldbindingar
vegna hás meðalaldurs sjóðfélaga. Staða
sjóðsins er sú að hann á 9-10% umfram
heildarskuldbindingar. Um leið og komið er
yfir 10% er hægt að hækka réttindi sjóð-
félaga og skammt í að það náist. Hann vís-
aði að öðru leyti til ársfundar sjóðsins sem
haldinn verðurá miðvikudag.
Hann þakkaði síðan stjórn B( fyrir
framlag sem hún hefur veitt til að und-
irbúa kæru Austur-Skaftfellinga til
Mannréttindadómstóls Evrópu í þjóðlend-
umálum. Fjögur mál úr A-Skaftafellssýslu
fara fyrir dóminn. Þetta mál mun verða
mjög dýrt en vilyrði hefur fengist fyrir fjár-
stuðningi víðar og því muni takast að fjár-
magna þetta fyrsta stig, þ.e. að fá skorið úr
FREYR 2007