Freyr - 01.04.2007, Page 23
BÚNAÐARÞING
Búnaðarþing 2007 samþykkir fjár-
hagsáætlun Bændasamtaka íslands og
Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri eins og þær
liggja fyrir.
Útgjöld BÍ
Álitsgerð
Fjárhagsnefnd hefur borist til afgreiðslu
erindi búnaðarþingsfulltrúa á Suðurlandi
þar sem þess er óskað að nefndin dragi
sem kostur er úr útgjöldum Bændasamtaka
íslands.
Á liðnum árum hefur nefndin orðið að
velja og hafna, því beiðnir um fjárheimildir
hafa alltaf verið mun meiri en tekjur sam-
takanna hafa leyft.
Það er því skoðun nefndarinnar að hún
hafi á liðnum árum unnið í samræmi við
þetta erindi. Reynist það hins vegar vilji
búnaðarþings að draga meira saman í
útgjöldum verður þingið að álykta um í
hvaða verkefnum skuli skorið niður.
FRAMLEIÐSLU-, KJARA- OG
MARKAÐSNEFND
Útflutningur íslenskra
landbúnaðarvara
Búnaðarþing 2007 skorar á sláturleyfishafa
og afurðastöðvar í mjólkuriðnaði að vinna
markvisst að útflutningsmálum íslenskra
landbúnaðarvara og skoða sérstaklega þau
tækifæri sem felast í samstarfi útflytjenda
íslenskra matvæla.
Reglubundin birting upplýsinga
um innflutning búvara
Búnaðarþing 2007 felur Bændasamtökum
(slands að birta upplýsingar um innflutning
búvara með reglubundnum hætti.
Jafnræði í heilbrigðiskröfum
Búnaðarþing 2007 beinir því til stjórnvalda
að heilbrigðiskröfur til innfluttra landbún-
aðarvara séu eigi lakari en þær kröfur sem
gerðar eru til innlendrar framleiðslu og
reglubundin sýnataka tryggi að kröfurnar
séu uppfylltar.
Greinargerð
Það skekkir samkeppnisstöðu innlendra
framleiðenda ef gerðar eru ríkari heilbrigð-
iskröfur til þeirra framleiðslu en innflutn-
ings. Verði samt gerðar ríkari kröfur, verður
að tryggja að kostnaður verði greiddur með
opinberu fé en falii ekki á búgreinarnar eða
einstaka framleiðendur.
Einnig verður að koma á virkum regluleg-
um sýnatökum á innfluttum landbúnaðar-
vörum, m.a. til að fyrirbyggja krossmeng-
un. Kostnaður af þessu verði borinn af heil-
brigðiseftirlitinu því ekkert er mikilvægara
en heilbrigði íslensku þjóðarinnar.
Framkvæmd landbótaáætlana
Búnaðarþing 2007 skorar á landbúnaðar-
ráðherra að tryggja f nýrri reglugerð um
gæðastýringu í sauðfjárrækt rétt þeirra
bænda sem vinna eftir gerðum samningum
um landbótaáætlanir.
Búnaðarþing 2007 telur einnig brýnt að
landbúnaðarráðherra taki á þeirri óvissu
sem í stöku tilfellum ríkir um nýtingarrétt
og eignarhald á landi sem er í umsjá
Landgræðslu ríkisins.
KJARANEFND
Fjarskipti og raforkukostnaður
Búnaðarþing 2007 samþykkir að vfsa þessu
máli til stjórnar Bændasamtaka íslands.
Lántökukostnaður og stimpilgjöld
Búnaðarþing 2007 skorar á Alþingi að
afnema hið fyrsta stimpilgjöld sem lögð eru
á veðskuldabréf við þinglýsingu. Umrædd
stimpilgjöld eru tvímælalaust til þess fallin
að torvelda lántakendum að færa viðskipti
sín milli lánastofnana og draga þannig úr
möguleikum þeirra til að njóta hagstæðustu
lánskjara á hverjum tíma.
Endurgreiðsla olíugjalds
Búnaðarþing 2007 gerir afdráttarlausa
kröfu til þess að landbúnaðurinn njóti þess
fjármagns sem áður var endurgreiddur
þungaskattur. Þingið felur stjórn BÍ að leita
eftir samningum við ríkisvaldið um nýtingu
þessara fjármuna.
Verðhækkanir á rekstrarvörum
og þjónustu
1. Búnaðarþing 2007 vekur athygli á mikl-
um verðhækkunum á rekstrarvörum
s.s. áburði og kjarnfóðri. Þingið felur
stjórn BÍ að láta gera samanburð á verði
helstu rekstrarvara hér og í nágranna-
löndunum. Niðurstöðurnar verði birtar
neytendum og notaðar í baráttunni við
að ná verðhækkunum til baka.
2. Búnaðarþing 2007 felur stjórn BÍ að
taka upp viðræður við stjórnvöld um
eftirlitsgjöld í landbúnaði með það að
markmiði að koma í veg fyrir tvíverknað
og auknar álögur af þessum gjöldum.
3. Þingið hvetur BÍ og aðildarfélög þess til
að leita allra leiða til að ná hagkvæmum
innkaupum með sameiginlegum útboð-
um.
Matvælaverðsumræðan
1. Síðustu mánuði hefur verið mikil og
oft ósanngjörn umræða um þátt inn-
Skorað er á sláturleyfishafa og afurðastöðvar í mjólkuriðnaði að vinna markvisst að útflutningsmálum íslenskra landbúnaðarvara og skoða
sérstaklega þau tækifæri sem felast í samstarfi útflytjenda íslenskra matvæla.
Freyr 2007
23