Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.12.2017, Qupperneq 2
Veður Snýst í norðaustan 13-18 með snjókomu eða éljum um landið norðanvert, fyrst á Vestfjörðum. Úrkomuminna og heldur hægari vindur sunnan til á landinu en víða snjókoma sunnan- og suðaustan- lands seint í kvöld. sjá síðu 58 Hæstiréttur fær gögn Guðmundar- og Geirfinnsmáls Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, afhenti Hæstarétti málsgögn fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls í gær. Hann segir gögnin vera upp undir 20 þúsund síður. Saksóknara og verjendum hefur verið veittur frestur fram í janúar til að skila greinargerðum í málinu. Ekki liggur enn fyrir hvort saksóknari gerir kröfu um sýknu eða sakfellingu en sú ákvörðun getur haft mikil áhrif á framvindu málsins. Fréttablaðið/Eyþór stjórnmál „Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaður- inn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmund- ar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðana- bræður að öllu leyti fannst mér Sig- mundur eiga það skilið að fá að eign- ast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“ Samkvæmt stofngögnum var Mið- flokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpín- ingu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoð- að hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við uppruna- legu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekk- ert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003. Miðflokkurinn lá í dvala til 3. októ- ber sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Fram- sókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn. „Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Fram- sóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formann- inum alls hins besta. mikael@frettabladid.is Stofnaði Miðflokkinn og gaf Sigmundi Davíð Í maí 2009 stofnaði Tryggvi Agnarsson Miðflokkinn. Átta árum síðar veitti hann Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni leyfi til að eignast félagið. Tryggvi lét flokkinn af hendi með glöðu geði í þeirri von að hann yrði notaður til góðra verka.  Sigmundur Davíð fékk nafn og kennitölu Miðflokksins frá tryggva í haust. Fréttablaðið/Ernir tryggvi agnars- son stofnaði Miðflokkinn árið 2009. Gleðileg jól! Njótum gæðastunda um hátíðarnar jól Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægi- lega vel eldaður, og viðheldur raka- stigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennsk- una. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Lækn- irinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetis- ætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“  - la Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Eldunartíminn Hangikjöt: 3-4 klst. (rúlla) 6 klst. (á beini), 60-64 gráður. Svínahamborgarhryggur: 3-4 klst., 60-65 gráður. Skata: 1 klst., 55-60 gráður. aspas: 15 mínútur, 80 gráður. Crème brûlée: 30 mín., 82,5 gráður. stjórnmál Ríkisstjórnin ákvað í gær að skipa nefnd um endur- skoðun laga um fjármál stjórnmála- samtaka og frambjóðenda og upp- lýsingaskyldu þeirra. Ákvörðunin kemur aðeins nokkr- um dögum eftir að fulltrúar sex stjórnmálaflokka gerðu kröfu um í fjárlaganefnd að framlög ríkisins til stjórnmálaflokka verði hækkuð um 362 milljónir króna á fjárlögum næsta árs. Í tilkynningu stjórnar- ráðsins segir að markmið nefndar- innar verði meðal annars að leita leiða til að tryggja fjármögnun, sjálf- stæði og lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi í starfsemi allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, óháð þingstyrk. Í nefndinni verða fulltrúar allra stjórnmálasamtaka á þingi, auk fulltrúa forsætisráðuneytisins sem stýra mun nefndinni og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og Ríkis- endurskoðunar. – smj Endurskoða lög um fjármál sín ragnar Freyr ingvarsson læknir. Fréttablaðið/VilHElM 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l A u G A r d A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -5 A F 4 1 E 9 8 -5 9 B 8 1 E 9 8 -5 8 7 C 1 E 9 8 -5 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.