Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 10

Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 10
Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken søndag den 24. december kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Alle velkomne. Danmarks Ambassade Spánn Mariano Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigde- mont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosn- ingum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráð- herrann. Boðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosn- ingasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þing- manna meirihluta. Blokkin saman- stendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþing- inu verður þó hinn sambands- sinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sam- bandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálf- stæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrim- adas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meiri- hluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þing- meirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosning- unum. Katalónska blaðið El Periód- ico sagði í gær frá því að niðurstöð- urnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokk- inni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráð- herrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna. thorgnyr@frettabladid.is Vill bara skynsamlegar viðræður við Katalóna Forsætisráðherra Spánar hafnar boði fyrrverandi leiðtoga Katalóna. Aðskilnaðar­ sinnar fá meirihluta á héraðsþingi. Spænskir og katalónskir fjölmiðlar ósammála. El Periódico segir þjóðina klofna en El Nacional segir Rajoy niðurlægðan. norður-Kórea Stjórnvöld í Norð- ur-Kóreu fordæmdu í gær „glæp- samlega“ hegðun Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undir- okun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið KCNA. Tr u m p k y n n t i hina nýja stefnu á mánudag þar s e m h a n n g a g n r ý n d i Norður-Kóreu fyrir kjarnorku- vopnatilraunir sínar sem fram færu þrátt fyrir fordæmingu B a n d a r í k j a n n a o g S a m e i n u ð u þjóðanna. Í stefn- unni er meðal annars kveðið á um að mögulega þurfi að beita „yfir- þyrmandi afli“ gegn einræðisríkinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði við KCNA í gær að stefnan sýndi fram á árásar- girni Bandaríkjanna. „Þau reyna nú að hamla vexti ríkis okkar og vilja breyta Kóreuskaga öllum í bækistöð sína í von um að styrkja stöðu sína á heimsvísu,“ sagði tals- maðurinn. – þea Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Kim Jong-un, ein- ræðisherra Norður- Kóreu. Nordicphotos/AFp paleStína Ekki kemur til greina af hálfu Palestínumanna að sam- þykkja nokkra áætlun Bandaríkja- manna um frið á milli Palestínu- manna og Ísraela. Þetta sagði Mahmoud Abbas Palestínuforseti í gær og sagði ástæðuna vera viður- kenningu Bandaríkjanna á Jerúsal- em sem höfuðborg Ísraelsríkis. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkja- forseta í málefnum Mið-Austur- landa, þróar nú nýja rammaáætlun um frið í heimshlutanum. Þeirri áætlun hefur Abbas nú hafnað fyrir- fram. Að hans mati er óásættanlegt að Bandaríkin hafi milligöngu um að koma á friði. „Bandaríkin hafa sjálf sýnt fram á að þau séu óheiðarlegur milliliður í friðarferlinu og við getum ekki lengur sætt okkur við neinar áætl- anir þeirra,“ sagði Abbas á blaða- mannafundi í Palestínu. Síðast höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um friðarviðræður þjóðanna tveggja í apríl 2014. Ekk- ert kom þó út úr þeim viðræðum. Ákvörðun Trumps um viðurkenn- inguna og flutning sendiráðs Banda- ríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem hefur vakið mikla reiði, einkum í múslimaríkjum. Harðlega hefur verið mótmælt í Palestínu. Greint var frá því í gær að 24 ára Palestínu- maður hefði látist í átökum við ísraelska hermenn á Gasasvæðinu. Þá hafa mótmæli leitt til ofbeldis á Vesturbakkanum, meðal annars í Betlehem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafnaði á fimmtudag áformum Trumps. Samþykkti það ályktun sem Jemenar og Tyrkir lögðu fyrir þingið um að allar ákvarðanir er varða stöðu Jerúsalem skyldu ógiltar og ómerktar. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. – þea Áætlanir Bandaríkjanna sagðar marklausar Mótmælendur á vegum hezbollah-samtakanna í Líbanon brenndu ísraelskan fána í mótmælaskyni í gær. Nordicphotos/AFp Áramótahreingerning Hofmeyjar og prestar í Kushida-musteri sjintótrúarfólks í Fukuoka-héraði Japans tóku til hendinni í gær. Ráðist var í árlega áramótahreingerningu og var ryk þurrkað af lofti og veggskreytingum með bambuslaufi. Um er að ræða sið sem kallast susuharai sem er hluti af sjintó-trú, þjóðtrú Japana. Nordicphotos/AFp Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðar- innar. Carles Puigde- mont, leiðtogi JxCat Bandaríkin hafa sýnt sjálf fram á að þau séu óheiðarlegur milli- liður í friðarferlinu og við getum ekki lengur sætt okkur við neinar áætlanir þeirra. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu 2 3 . d e S e m b e r 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -9 1 4 4 1 E 9 8 -9 0 0 8 1 E 9 8 -8 E C C 1 E 9 8 -8 D 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.