Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 26

Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 26
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM J ÓLAVÖRU M SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN Á NÆSTA PÓSTHÚS Gefðu íslenska hönnun um jólin SMÁRATORGI |GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS Tré lífsins 140x200 14.990 kr 9.443 kr Hrafnaþing 140x200 13.490 kr. 9.443 kr. Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jól- unum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfir- veguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut. Korter í jól og ekkert tilbúið Ráðleggingar til þeirra sem þurfa að bjarga jólunum á ofurhraða svona rétt áður en hátíðin gengur í garð. Ekki deyja úr stressi fyrir jólin því að þau koma hvort sem þú ert búin að gera allt og græja jólasteik, pakka og tré. Jólin eru alveg að koma, og ekkert er klárt. Hvernig er hægt að redda jólunum á korteri þegar verslanir eru um það bil að loka? Fréttablaðið/Ernir Gefðu gjafabréf í: l leikhús – já, og þú ferð með! l Flugferð – er ekki HM á næsta ári? l Hótelgistingu – rómantísk helgi með elskunni klikkar ekki. l Málsverð – upplifðu fjölmarga nýja veitinga- staði í Reykjavík. l Dekur – gefðu elskunni nýtt og brakandi ferskt útlit. Gjöf sem gefur: l loforð um snjómokstur – þakklát gjöf sem óvíst er að þurfi að efna vegna tíðra veður- breytinga. l Vinnuframlag í bílskúrstiltekt og loforð um einn ískaldan að því loknu. l Samverustund með gamla settinu – bjóddu ömmu þinni á deit. l tilboð um gönguferð að vori – hvernig væri að klífa Helgafell í góðum félagsskap? l Garðsláttartilboð – ef þú ert ekki með grasofnæmi þá er tilvalið að gefa garðslátt í heilt sumar. l Jólalagið – hvernig væri að syngja fallegt, jafnvel frumsamið, jólalag fyrir fjölskylduna á aðfangadag? l ljóðið – fátt er skemmtilegra en góð vísa, sérstaklega ef hún fjallar um þína eigin fjöl- skyldu. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir astahrafnhildur@frettabladid.is 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð helgin 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -9 B 2 4 1 E 9 8 -9 9 E 8 1 E 9 8 -9 8 A C 1 E 9 8 -9 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.