Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 58

Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 58
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Bergþóra Njálsdóttir, Dúfa Einarsdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir sjálf- boðaliðar að störfum. Þær eru í hópi 20 sjálfboðaliða Hjálparstarfsins í viku hverri við að flokka fatnað og aðstoða fólk sem eftir honum kemur. Hlutverk Hjálparstarfs kirkjunnar er að veita fólki í erfiðum aðstæðum neyð- araðstoð til skamms tíma. Um efnislega aðstoð er að ræða sem er fyrst og fremst veitt með inneignar- kortum í matvöruverslunum og við lyfjakaup,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. „Við viljum tryggja velferð barna og hlúum því sér- staklega að barnafjölskyldum. Til þess að koma í veg fyrir félagslega einangrun veitum við efnislega aðstoð vegna skólagöngu barna og ungmenna sem og vegna íþrótta- og tómstundastarfs þeirra.“ Þegar félagsráðgjafar Hjálpar- starfsins taka á móti fólki í viðtal skrá þeir niður félagslega stöðu þess en gæta að sjálfsögðu fulls trúnaðar, segir Bjarni. „Við greiningu gagna sem þannig verða til kemur í ljós að sá hópur fólks sem leitar mest og í lengstan tíma til Hjálparstarfsins er oft fastur í vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar.“ Reynslan hefur kennt ráð- gjöfunum að neyðaraðstoðin sé nauðsynleg en að um leið dugi hún skammt ein og sér. „Þeir segja að til þess að fólk geti rofið vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar sé valdefling það sem virki, hún sé raunveruleg hjálp til sjálfshjálpar.“ Bjarni segir allt starf Hjálpar- starfs kirkjunnar taka mið af þeirri sýn, að þegar fólk finni hvers það er megnugt líði því betur andlega og félagslega og geti tekið frekari þátt í samfélaginu á eigin forsendum. „Félagsráðgjafarnir okkar hafa í síauknum mæli lagt áherslu á verk- efni sem eru undirbúin í samráði við fólkið sem tekur þátt í þeim. Með því að sníða verkefnin að þörfum og óskum þátttakendanna er mun líklegra að þau leiði til raunverulegs árangurs og breytinga í lífi fólks.“ Í verkefnum hjálparstarfsins innan lands og utan er starfað í gras- rótinni og nálgunin sú sama, að sögn Bjarna. „Neyðaraðstoð til skemmri tíma og valdefling til sjálfbærrar tilveru þeirra sem unnið er með. Við þökkum öllum kærlega fyrir að taka þátt í starfinu með okkur, framlög ykkar gera það mögulegt.“ Valdefling virkar Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki í erfiðum aðstæðum neyðaraðstoð til skamms tíma. Um efnislega aðstoð er að ræða sem er fyrst og fremst veitt með inneignarkort- um í matvöruverslunum og við lyfjakaup. jól og áramót í hallgrímskirkju ALLIR VELKOMNIR hallgrímskirkja www.hallgrimskirkja.is 24. desember. Aðfangadagur jóla Aftansöngur kl. 18.00 Dr. Sigurður Árni Þórðarson og Inga Harðardóttir. Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Schola cantorum syngur. Forsöngur: Guðmundur Vignir Karlsson. Einsöngur: Hildigunnur Einarsdóttir. Organisti: Hörður Áskelsson. 25. desember. Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuþjónar. Mótettukór Hallgrímskirkju. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. 26. desember. Annar í jólum Vonarlestrar og jólasöngvar kl. 14.00 Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar. Mótettukór Hallgrímskirkju. Organisti: Hörður Áskelsson. 27. desember Morgunmessa – altarisganga kl. 8.00 Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar. 30. desember Hátíðarhljómar við áramót kl. 16.30 31. desember. Gamlársdagur Ensk messa kl. 14.00 Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Hátíðarhljómar við áramót kl. 16.30 Aftansöngur kl. 18.00 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar. Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Einsöngvari: Elmar Gilbertsson. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. 1. janúar. Nýársdagur Hátíðarmessa kl. 14.00 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar. Mótettukór Hallgrímskirkju. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Prestar safnaðarins sjá um helgihald á Droplaugarstöðum og Vitatorgi. Aðfangadagur jóla Beðið eftir jólunum Barnastund kl. 15.00 Umsjón hefur: Þóra Björg Sigurðardóttir Jólasögur og jólasöngvar Aftansöngur kl. 18.00 Prestur: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir Kór Grafarvoskirkju og Barnakór Grafarvogskirkju syngja Einsöngur: Egill Ólafsson Fiðla: Auður Hafsteinsdóttir Harpa: Sophie Marie Schoonjans Organisti: Hákon Leifsson Stjórnandi barnakórs: Sigríður Soffía Hafliðadóttir Aftansöngnum verður sjónvarpað beint á Stöð2 og visir.is Kirkjuselið í Spöng – Aftansöngur kl. 18.00 Prestur: séra Guðrún Karls Helgudóttir Vox Populi leiðir söng Einsöngur: Margrét Eir Organisti: Hilmar Örn Agnarsson Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30 Prestur: séra Sigurður Grétar Helgason Kammerkór Grafarvogskirkju syngur Organisti: Hákon Leifsson Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 14.00 og á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30 Prestur: séra Grétar Halldór Gunnarsson Kór Grafarvogskirkju leiðir söng Einsöngur: Dísella Lárusdóttir Organisti: Hákon Leifsson Annar í jólum Jólastund við jötuna kl. 11.00 Prestur: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir Vox Populi og Barnakór Grafarvogskirkju leiða söng Stjórnandi: Sigríður Soffía Hafliðadóttir Organisti: Hilmar Örn Agnarsson Útvarpað verður frá guðsþjónustunni á Rás 1 Gamlársdagur Aftansöngur kl. 18.00 Prestur: séra Guðrún Karls Helgudóttir Kór Grafarvogskirkju leiðir söng Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) Organisti: Hákon Leifsson Nýársdagur 2018 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 Prestur: séra Grétar Halldór Gunnarsson Kór Grafarvogskirkju leiðir söng Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir Organisti: Hilmar Örn Agnarsson GUÐSÞJÓNUSTUR Í GRAFARVOGSKIRKJU Á AÐVENTU, JÓLUM OG UM ÁRAMÓT 2017 – 2018 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . D E s E m B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RHátíÐAR- oG GuÐÞjóNustuR 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 8 -A 9 F 4 1 E 9 8 -A 8 B 8 1 E 9 8 -A 7 7 C 1 E 9 8 -A 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.