Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er peningaþörf út af ein- hverju öðru og þeir ætla að nýta sér það, ég tel að staðan sé ekki svona slæm,“ segir Rúnar Geirmundsson, formaður Félags íslenskra útfarar- stjóra, um ákall það sem Kirkju- garðar Reykjavíkurprófastsdæma sendu frá sér síðastliðinn föstudag. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þór- steinn Ragnarsson, forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma, að garðarnir hafi verið fjársveltir frá hruni og nú sé svo komið að þeir geti ekki sinnt lögbundnu skyldum sín- um lengur. Hann lagði til að tekin yrði upp gjaldtaka í líkhúsum og hún heim- iluð með lögum, gróflega reiknað væri hægt að fá inn tekjur sem myndu nema rúmlega 40 milljónum króna árlega. Tvívegis reynt líkhúsgjald Rúnar segir að það yrði einungis til þess að útfararþjónustur kæmu sér upp eigin líkhúsum. „Við hjá Út- fararþjónustunni höfum rekið okkar eigið líkhús síðan 2006 og ég veit um þrjár aðrar stofur sem gera það líka auk ýmissa sjúkrahúsa. Þetta er bara hluti af þjónustugjaldinu hjá okkur. Maður hefur heyrt að þeir ætli sér að taka 30 þúsund króna rukkun á hvert lík, ef svo er mun það bara þýða að fleiri útfararstofur koma sér upp líkhúsi. Hjá okkur er þetta frítt og ég tel að útfararstofurnar muni bara leysa þetta mál, ég mun í það minnsta aldrei koma þarna inn,“ segir Rúnar og bætir við að Kirkju- garðarnir hafi tvívegis áður reynt að setja á líkhúsgjald. „Þeir reyndu að setja á líkhús- gjald árið 2006 en það var ekki heim- ilt enda eru Kirkjugarðar á fjárlög- um og komst umboðsmaður að því að þetta væri ólöglegt. Í síðara skiptið, árið 2012, settu þeir á svo- kallað kirkjugjald og eyrnamerktu það hinum látna og aðstandendum. Þeir skipuðu síðan okkur útfarar- stjórum að rukka þetta og skila þessu mánaðarlega. Við neituðum því og þá hótuðu þeir að draga okkur fyrir dómstóla, sem þeir gerðu við mig. Þeir töpuðu því í héraðsdómi og Hæstarétti, enda engin heimild fyrir því að láta þriðja aðila rukka þetta.“ Hræðsluáróður fyrir peninga Rúnar segir Kirkjugarðana beita hótunum um lokun líkhússins í Fossvogskirkju til þess að fá sínu framgengt. Á hverju ári fara fram um 800 brennslur í Fossvogskirkju, sem hver um sig kostar 60 þúsund krónur og greidd er af ríkinu. Hann segir að ef Kirkjugarðarnir láti verða af hótunum sínum muni það þýða að ekki verði tekið á móti neinum kistum sem eigi að fara í brennslu. „Ef þeir loka líkhúsinu er bálstof- unni lokað um leið og þá verður ekki tekið á móti neinum kistum sem eiga að fara í brennslu. Maður hefur reynt að spyrja hvað verði gert við kisturnar enda fá þeir greitt fyrir að brenna þær og verða að taka á móti þeim. Þetta er svo illa unnið og upp- lýsingarnar rangar sem er verið að senda, allt til þess að hræða fólk. Þeir eru bara að nota talíbana-að- ferðina, ef þið komið ekki með pen- ingana sprengjum við allt í loft upp,“ segir Rúnar, sem telur að sú upp- hæð sem Þórsteinn miðar við að fari í líkhúsin standist engan veginn. „Eini kostnaðurinn við líkhús er rafmagnskostnaður og kostnaður- inn við að reisa húsið. Það er ekki verið að rukka þetta til að standa undir rekstri á líkhúsinu. Þeir nota bara svona mál til þess að hrista upp í öllu og hræða fólk til þess að fá pen- inga.“ Kirkjugarðar Rúnar telur að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis hóti því að loka líkhúsinu í Fossvogskirkju til þess að fá aukið fjármagn. Óþarft að auka framlög  Formaður Félags íslenskra útfararstjóra sakar Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma um að beita hótunum til þess að fá aukið fjármagn til rekstrarins 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 MALLORCA 8. júní í 11 nætur Bókaðu sól á Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð irá sk ilja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 69.995 Netverð á mann frá kr. 69.955 m.v. 2 fullorðna í gistingu.Stökktu „Við, sem viljum vernda Víkur- garð, krefjumst þess að hætt verði að ganga á land hans,“ segir sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi Dómkirkjuprestur, í grein í nýj- asta Bautasteini, riti Kirkjugarða- sambands Íslands. Fljótlega eftir að Hólavallagarð- ur var vígður 1838 var hætt að jarða í Víkurgarði í Reykjavík. Þórir segir í greininni að land- námskynslóðin kunni að hafa verið flutt í Víkurgarð og yfirstandandi fornleifarannsókn undir viðbygg- ingu Landssímahússins við Kirkjustræti geti stutt kenningar sínar. Þórir segir meðal annars í greininni að Víkurgarður sé „í raun „nafli Reykjavíkur,“ sögu- staður tvennra trúarbragða og geymir moldir sumra merkustu einstaklinga Íslandssögunnar. Þess vegna þarf að endurskoða bæði skipulag hans og notkun. Fá- ir staðir henta betur til að rekja upphaf Íslandssögunnar bæði fyrir íslensku skólafólki og erlendum ferðamönnum“. Hætt verði að ganga á land Víkur- garðs Í gær hófst hin svokallaða Vika rauða nefsins, en um er að ræða skemmti- og góð- gerðarviku sem haldin er í fyrsta skipti hér á landi á vegum fyrir- tækja. Í tilefni þess hafa fjöl- mörg fyrirtæki sett upp hið svokallaða rauða nef og styðja þannig við baráttu UNI- CEF fyrir réttindum barna um heim allan. Vikan mun svo ná há- marki 9. júní í beinni útsendingu RÚV þar sem fjölmargir skemmti- kraftar og listamenn munu taka höndum saman og skora á áhorf- endur að gerast heimsforeldrar. Einnig verður hægt að fylgjast með á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #rauttnef og #heimsforeldri. Vika rauða nefsins hafin um land allt Átak Vika rauða nefsins er hafin. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Á síðustu árum hafa hjólreiðar aukist mjög á hér á landi. Fylgifiskur aukinna hjólreiða er hins vegar aukin tíðni hjólreiðaslysa. 60% þeirra sem keppa í hjólreiðum töldu rútur og vörubíla skapa mesta hættu á meðan á keppni stæði. Þegar spurt var um slys kom í ljós að aðeins um 6% hjólreiðakeppenda höfðu lent í slysi á meðan keppni stóð. Þegar horft var til hjólreiða í dreifbýli almennt svöruðu 88% hjólreiðamanna því til að rútur og vörubíl- ar sköpuðu mesta hættu. Þá höfðu um 26% svarenda lent oftar en einu sinni í slysi við hjólreiðar í dreifbýli. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið Verkís vann og er ætlað að varpa ljósi á öryggi hjól- areiðamanna á þjóðvegum landsins, sem og í hjólreiða- keppnum. Sendur var spurningalisti til hjólreiðamanna og svöruðu 465 einstaklingar. Niðurstöðurnar sýna að viðhald vega er mikilvægt þegar kemur að því að fækka slysum hjá hjólareiða- mönnum. Þetta er einnig sagt staðfesta að hjólreiða- slys séu stórlega vanmetin í árekstragögnum, en ætla má að aðeins séu um 10% þeirra til staðar í slysagögn- um. Rútur og vörubílar eru ógn við hjólreiðafólk  Hjólreiðaslys stórlega vanmetin í árekstragögnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólreiðar Að mörgu er að huga þegar haldið er af stað. Rúnar telur að skoða þurfi í hvað fjármagnið sem Kirkju- görðunum er veitt sé notað, þar þurfi t.d. að skoða greiðslur til presta. „Út af fyrir sig er mjög sérstakt að Kirkju- garðarnir greiði laun presta í útförum. Fyrir árið 1993 rukk- uðum við alltaf þetta gjald fyrir prestana frá fólki en síðan breyttist þetta og það kom ríkisniðurgreiðsla. Þetta var sett inn fyrir mörgum árum og er gamaldags og hallærislegt. Að mínu mati er þetta hluti af starfi þeirra og því langeðlileg- ast að þetta sé inni í laununum þeirra. Svo er það líka bara sá möguleiki að fólk borgi sjálft fyrir prestinn.“ Ríkisniðurgreiðsla gamaldags RÚNAR SEGIR AÐ SKOÐA ÞURFI GREIÐSLUR TIL PRESTA Þórsteinn Ragnarsson Rúnar Geirmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.