Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
✝ Hrafn Bach-mann fæddist
16. janúar 1943 í
Reykjavík. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð 23. maí 2017.
Foreldrar
Hrafns voru Gunn-
ar Bachmann sím-
ritari, f. 1901, d.
1957, og Hrefna
Karlsdóttir hús-
móðir, f. 1909, d. 1983. Systkini
Hrafns: Guðjón, f. 1933, Guðrún
Kristín, f. 1935, d. 1972, og
Benedikt Karl, f. 1945, d. 2012.
Eftirlifandi eiginkona Hrafns er
Steinunn Þórðardóttir skrif-
stofudama, f. 12.4. 1943. For-
eldrar hennar eru Þórður Jón
Pálsson íþróttakennari, f. 1921,
d. 2008, og Guðný Eiríksdóttir
húsmóðir, f. 1916, d. 1997. Börn
Hrafns og Steinunnar eru: 1)
Gunnar Bachmann, f. 1964,
maki Margrét Kristín Sigurðar-
dóttir, f. 1964. Börn Gunnars:
Íris, f. 1987; Gísli, f. 1989; Lea
lauk gagnfræðaprófi frá Gagna-
fræðaskóla Austurbæjar 1961.
Hrafn vann við matvöruverslun
allan sinn starfsaldur. Hann var
verslunarmaður hjá Matvöru-
miðstöðinni á Laugalæk 1961-
1963. Hrafn var kaupmaður í
Kjötversluninni Laugavegi 32
1963-1968 og Kjötmiðstöðinni
Laugalæk frá 1967-1988. Hrafn
rak einnig kjötvinnslu á Vita-
stíg í Reykjavík og Bónus-
borgarann í Ármúla ásamt því
að koma að rekstri fleiri fyr-
irtækja í matvælavinnslu og
-verslun. Hrafn missti starfs-
orku vegna veikinda árið 1992.
Hann vann síðustu starfsárin
hjá Sælgætisgerðinni Kólus.
Hrafn dvaldi á Dvalarheimilinu
Sunnuhlíð frá árinu 2012 til
dauðadags.
Á yngri árum var Hrafn virk-
ur þátttakandi í starfi KFUM,
m.a. hjá sr. Friðriki í Vatna-
skógi. Hann lék knattspyrnu
með Val til ársins 1964 og tók
virkan þátt í starfi félagsins alla
tíð.
Útför Hrafns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 6. júní
2017, og hefst athöfnin klukkan
15.
Karítas, f. 1991;
Victor Jakob, f.
1993; og Baldur
Snær, f. 2001. 2)
Þórður Bachmann,
f. 1965, maki
Claudia Margrét
Luckas, f. 1966.
Synir þeirra: Stein-
ar Þór, f. 1988,
maki Kristín Hans-
dóttir, f. 1988, dótt-
ir þeirra Oddný
Björk, f. 2016; Atli Karl, f. 1991,
maki Stefanía Rut Hansdóttir, f.
1988, börn þeirra Alexander
Breki, f. 2008, Embla Rán, f.
2011, og Lena Margrét, f. 2017,
og Hilmir Hrafn Bachmann, f.
2001. 3) Guðný Bachmann, f.
1974, maki Ástgeir Krist-
jánsson, f. 1972. Synir þeirra:
Kristján Hrafn, f. 2013, og Unn-
steinn Ingi, f. 2015. 4) Guðrún
Bachmann, f. 1977, maki István
Dániel Seres, f. 1977. Dætur
þeirra: Annalísa, f. 2011, og
Fríða, f. 2013.
Hrafn ólst upp í Reykjavík og
Pabbi, hetjan mín, er látinn.
Hann rak Kjötmiðstöðina á
Laugalæk í meira en 30 ár. Þar
lærði ég að vinna. Pabbi treysti
manni endalaust. Mig dreymdi
um að geta tekið tvö nautslæri á
hvora öxl og borið upp úr kjall-
aranum í Kjötmiðstöðinni eins og
hann gerði svo oft. En þegar ég
reyndi sjálfur við eitt læri sagði
hann að þetta væri allt of þungt.
Ég vann öll mín unglingsár hjá
honum. Hann mat mikils ef mað-
ur var árrisull og mætti snemma.
Ég bað hann að pikka í mig þegar
hann færi af stað um helgar svo
ég gæti setið með. Þá voru oft
sóttir aðrir starfsmenn og farið á
Múlakaffi til að fá sér kaffi og
með því. Mér fannst alltaf mjög
flott að vera hluti af þessum hópi.
Pabbi var frábær fyrirmynd.
Heiðarleiki, vinnusemi, frum-
kvæði, áræðni, bindindi á vín og
tóbak, traust á náunganum,
væntumþykja til starfsmanna og
gleði í lífi og starfi var nokkuð
sem honum fannst algjörlega
sjálfsagt.
Öll keppni var honum að skapi.
Það var sama hvort það var hann
sjálfur sem keppti eða hans félag
Valur, enda er hjartað rautt eins
og hann sagði sjálfur. Honum
þótti alltaf mjög vænt um allt sem
tengdist Val og þar voru meira og
minna hans félagar. Spilafélag-
arnir sem hittust reglulega á vet-
urna, skákfélagarnir og fleiri.
Pabbi hafði gaman af lífinu og
það var alltaf líf og fjör í kringum
hann. Hann var alltaf til í að segja
brandara eða hlusta á einn. Ég
held að margir hafi gert sér ferð í
Kjötmiðstöðina bara til að vera í
kringum hamaganginn, grínið og
glensið sem var í gangi. Eitt sem
honum þótti skemmtilegra en
annað var að taka áhættu. Það
var ekki endilega vegna peninga
heldur leit hann á það sem hreina
skemmtun. Ég man eftir að hafa
horft upp á þegar menn áttu að
grípa 5.000 krónaseðil en máttu
bara nota tvo putta til þess, eða
þegar hann veðjaði við starfs-
mann sem var mikill að vexti
hvort hann gæti klárað tveggja
lítra mjólkurfernu á tveimur mín-
útum. Allir vildu fylgjast með
þessum skemmtilegu veðmálum.
Síðan var hlegið dátt hvort sem
veðmálið gekk eða ekki.
Pabbi vildi öllum vel. Hann
hikaði ekki við að ráða til starfa
fólk sem stóð höllum fæti í sam-
félaginu. Honum fannst sjálfsagt
að allir fengju verkefni sem hent-
aði þeirra færni og getu hverju
sinni. Stundum var Kjötmiðstöð-
in eins og lítið ættarmót. Það
fengu allir ættingjar vinnu sem
vildu og lærðu að vinna. Hann tók
alltaf starfsfólk sem hafði hætt
hjá honum aftur. Einnig man ég
eftir því að hann leyfði mönnum
sem áttu erfitt með vín að vinna
hjá sér svo lengi sem þeir héldu
sér þurrum. Ef þeir féllu tók
hann við þeim strax og þeir voru
aftur orðnir í lagi.
Kannski mótaðist hann af því
að faðir hans dó þegar hann var
aðeins 14 ára og hann skildi
hversu mikilvægt það var að aðrir
réttu hjálparhönd.
Pabbi fékk heilablóðfall allt of
ungur, eða 48 ára. Við það lam-
aðist hann vinstra megin en gat
samt gengið í einhvern tíma á eft-
ir. Þó að síðustu árin hafi verið
honum erfið var bjartsýnin alltaf
til staðar og hann ætlaði sér að fá
fullan mátt aftur. Síðustu þrjú ár-
in dvaldi hann á Sunnuhlíð við
góða umönnun.
Gunnar.
Elsku afi.
Þrjóskan og þrautseigjan kom
þér í gegnum lífið og alla leið
hingað, lengra en nokkur þorði að
vona. Við þökkum þér fyrir alla
vitleysuna, allt fjörið og allar
stundirnar sem við áttum saman,
góðar og slæmar, fallegar og
fyndnar. Þú kenndir okkur að
tefla og þú kenndir okkur að
njóta til hins allra ýtrasta með
þau spil sem okkur voru rétt. Þú
sagðir það sjálfur, öðruvísi töffari
með sterkan seinni hálfleik. Nú
er sá seinni hálfleikurinn liðinn
og mér sýnist þú hafa sigrast á
öllu nema dauðanum sjálfum. Við
kveðjum þig með hlýjum hug og
minnumst þín um aldur og ævi.
Takk fyrir okkur.
Steinar Þór, Atli Karl
og Hilmir Hrafn.
Við kveðjustund er auðvelt að
láta hugann reika til baka til þess
tíma sem Hrafn Bachmann var
kaupmaður í blóma lífsins, ham-
hleypa til verka, óhemju virkur
og vildi allt fyrir alla gera. Það
var auðvelt að dást að kraftinum
og stemningunni sem skapaðist í
kringum hann í hinu annasama
starfi sem fylgdi því að stjórna
mjög svo vinsælli verslun eins og
Krummi rak. Kjötmiðstöðin við
Laugalæk var eins og ævintýri og
þangað var gaman að detta inn og
passa að trufla ekki of lengi.
Hrafn hafði endalaust gaman af
að gantast við gesti og gangandi
og stundum réði lukkan hvort
birgir sem kom með vörur fór
tómhentur til baka eða með tvö-
falt hærri upphæð en reikningur-
inn hljóðaði upp á eftir að krónan
hafði snúist nokkra hringi í loft-
inu og fyrir lá hvort kórónan eða
krónan kom upp. Hrafn var mikill
Valsari alla tíð og það var æði oft
sem hann lagði félaginu til fjár-
hagslegan stuðning. Þegar fyrsta
herrakvöld félagsins var haldið í
nóvemberbyrjun 1982 mætti
Hrafn að sjálfsögðu og verslaði
grimmt á barnum. Ekki til að
drekka sjálfur því það gerði hann
ekki, nei, Hrafn var að styrkja
málefnið og skenkti mönnum á
báða bóga. Einhverju sinni var
fram undan bikarúrslitaleikur í
körfubolta milli Vals og KR. Við
Baldvin Jóns mættum fyrir Vals
hönd og þeir Einar Bollason og
Helgi Ágústsson fyrir KR til að
undirbúa kynninguna og þá
ákváðum við m.a. að hafa hittni-
keppnina sem við Valsmenn vor-
um með fyrir útvalda áhorfendur
til að spreyta sig í hálfleik. Þegar
þetta bar á góma mundi ég að
skrokkurinn frá síðasta leik okk-
ar Valsmanna hafði ekki gengið
út og gleymst í skottinu á bílnum,
en lambaskrokknum var ávallt
rennt inn á gólf með merki Kjöt-
miðstöðvarinnar. Þegar fundi
lauk ók ég sem hraðast niður á
Laugalæk og hljóp niður hring-
stigann haldandi á skrokknum og
afsakaði að ég hefði gleymt
skrokknum frá síðasta leik; ekk-
ert mál, ég set hann bara í hakkið
sagði Krummi glettinn, þetta var
jú um hávetur. Til margra ára
hittumst við nokkrir Valsmenn
og tefldum í skákklúbbnum Peð-
inu og þegar Krummi, Benedikt
bróðir hans, gjarnan kallaður
Bósi, og Hemmi voru í stuði var
fátt heilagt og mjög gaman.
Hrafn var virkur í leik og starfi
innan Vals og lék upp í gegnum
flokkana og var fjörmikill fram-
herji og geislandi jákvæður. Því
miður gaf heilsan sig langt fyrir
aldur fram og Hrafn hafði ekki
lengur þennan mikla slagkraft en
hugurinn var mikill og það var
auðvelt að dást að þessum merki-
lega manni. Fjölskyldu og vinum
sendum við samúðarkveðjur og
þökkum mikinn stuðning til langs
tíma.
F.h. Knattspyrnufélagsins
Vals,
Halldór Einarsson.
Nú er minn kæri vinur, Hrafn,
farinn til feðra sinna eftir lang-
varandi veikindi. Ég hef þekkt
Hrafn í yfir 60 ár og hitti hann
síðast, ekki alls fyrir löngu, þar
sem hann dvaldi á Sunnuhlíð í
Kópavogi. Við kynntumst í fjós-
inu á Hlíðarenda þegar við vorum
ungir drengir í Val í fjórða flokki í
anda séra Friðriks. Valur var
númer eitt hjá okkur, allt snerist
um Val, við lékum marga leiki
saman og fórum einnig í knatt-
spyrnuferðalag með 2. flokki til
vinafélags okkar í Lyngby í Dan-
mörku árið 1962. Þessi ferð var
stórkostleg og lék Hrafn á als
oddi eins og hans var von og vísa.
Hann var alltaf svo jákvæður og
góður að maður gat ekki annað en
verið í góðu skapi sjálfur. Orð
séra Friðriks eiga vel við um
Hrafn: „Látið aldrei kappið bera
fegurðina ofurliði.“ Saman tókum
við vinirnir einnig þátt í drengja-
hlaupi Ármanns fyrsta sunnudag
í sumri um nokkurt árabil, og
unnum tvisvar til bikars.
Hrafn fór ungur að árum að
versla og gerðist kjötkaupmaður.
Það átti vel við að hann rak til
nokkurra ára kjötverslun að
Laugavegi 32 þar sem Nóbel-
skáldið okkar, Halldór Kiljan
Laxness, var fæddur. Þarna
höfðu tveir kraftmiklir menn,
hvor á sínu sviði, deilt áhugaefn-
um sínum, annar stórkostlegur
rithöfundur og þekktur um allan
heim, og hinn frábær kjötkaup-
maður sem þjónaði fjölskyldum
um alla borg með gæðavörum
sínum, góðu viðmóti og ljúfmann-
legri þjónustu. Og þegar hann
var með Kjötmiðstöðina á Lauga-
læk var hann þekktur fyrir það
hvað hann seldi kjötskrokkana
ódýrt. Komu þessi kostakjör sér
vel fyrir fólk sem hafði ekki úr of
miklu að spila. Sjálfur hlífði hann
sér ekki og stóð oft á tíðum við
kjötsögina og sagaði kjöt-
skrokka.
Hrafn hafði marga góða eigin-
leika sem aðrir gætu tekið sér til
fyrirmyndar. Hann var til dæmis
gjarnan með fólk í vinnu sem átti
við fötlun að stríða, en borgaði því
samt full laun eins og öðrum
starfsmönnum. Mér skilst að það
hafi ekki verið gert af öllum.
Ég á Hrafni mikið að þakka
fyrir það hvernig hann reyndist
mér þegar eitthvað bjátaði á. Eitt
árið var ég fráskilinn er jólin fóru
í hönd. Þá hringdi hann í mig á
aðfangadag og sagði ákveðinn,
eins og honum einum var lagið:
„Þú kemur, Baldvin, og verður
hjá okkur í kvöld.“ Ég var mjög
hrærður yfir þessu boði hans,
þetta kvöld þar sem venjan er að
fólk sé aðeins með sínum nán-
ustu. En það þýddi ekkert fyrir
mig að malda í móinn. Þetta kvöld
naut ég því samvista við fjöl-
skyldu hans, konu og börn. Þau
hjónin höfðu auk þess keypt gjöf
handa mér, og það yljaði mér um
hjartarætur hve hlýleg og gjaf-
mild þau voru. Þetta aðfanga-
dagskvöld fer mér aldrei úr
minni.
Ég gæti sagt svo margt fleira
gott um Hrafn, og myndi það
duga í heila bók. En ég læt staðar
numið hér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við hjónin vottum eiginkonu
Hrafns og fjölskyldu dýpstu sam-
úð okkar. Hvíl í friði, kæri vinur.
Baldvin E. Aalen
Albertsson,
Elna Þórarinsdóttir.
Góður vinur hefur kvatt þetta
jarðlíf.
Minningabrot skjóta upp koll-
inum og af mörgu er að taka. Við
Hrafn tengdumst vináttuböndum
á unglingsárum í fótboltanum í
Val. Hann þurfti ekki að fara
langt á æfingar, en stutt var af
Miklubrautinni á Hlíðarenda.
Hrafn var vel liðtækur í fótbolt-
anum, kraftmikill og ósérhlífinn,
en þessir eiginleikar fylgdu hon-
um þegar hann á unga aldri gerð-
ist kaupmaður í Kjötmiðstöðinni.
Það má segja að honum hafi tek-
ist að gera þessa litlu verslun í
Laugarnesinu að „umferðarmið-
stöð“ þar sem fólk dreif víða að til
að versla við hressan og þjón-
ustulundaðan kaupmanninn.
Margir muna þegar hann seldi
þorramat sem ekki var með neinu
súrmeti og brosti bara þegar
kvartað var – „þetta vill unga
fólkið“. Þegar Þórður tilkynnti
mér lát pabba síns sagði hann í
anda Hrafns: „Nú er seinni hálf-
leik lokið.“ Þegar Hrafn hætti
með Kjötmiðstöðina sagði hann
að nú væri seinni hálfleikur að
hefjast. Hann átti sína drauma
um framhaldið og viljann hafði
hann en fljótt setti heilsuleysi
mark sitt á hann og kom í veg fyr-
ir að draumar rættust. Úr fót-
boltanum er margs að minnast.
Árið 1973 fórum við Hrafn með 3.
flokk Vals á afmælismót í Glad-
saxe. Allt gekk það vel og það var
ekki síst Hrafni að þakka með
sinn skemmtilega húmor. Honum
var mikið skemmt þegar við
mættum í veislu og í ljós kom að
Danirnir gátu með engu móti
sagt Hrafn. Þetta sumar áttum
við leik við Keflavík en ég lagðist í
rúmið svo það kom í hlut Hrafns
að sjá um leikinn, sem var á Vals-
vellinum. Hugulseminni í garð
sjúklingsins er best lýst með því
að þegar Valur gerði mark sendi
hann strák inn í hús til að hringja
og segja mér að komið væri
mark. Þetta endurtók hann svo
aftur, en auðvitað voru engir far-
símar í þá daga. Hrafn var mikið
snyrtimenni og áttu þau Steina
sérstaklega fallegt heimili. Hann
gerði sér líka far um að vara
ávallt vel klæddur. Einu sinni
kom ég í heimsókn í Sunnuhlíð
þar sem Hrafn dvaldi síðustu ár-
in, og var ég sparibúinn. Hrafn
horfði vandlega á mig og sagði
síðan að svarta bindið gengi ekki,
„þú átt að vera með gult bindi“.
Þetta lýsir Hrafni vel, en hann
var fagurkeri fram í fingurgóma.
Fyrir 50 árum stofnuðum við
félagarnir spilaklúbb. Upphaf-
lega voru í klúbbnum, auk mín,
þeir Hrafn, Palli Ögmunds og
Gylfi Hjálmars, en fljótlega bætt-
ust Lárus Lofts og Hanni Guð-
munds í hópinn. Það fara ekki
margar sögur af snilli okkar við
spilaborðið enda meira hlegið og
skrafað en spilað og kom það ekki
ósjaldan fyrir að spurt var „hver
á að gefa?“. Þó reis frægð okkar
hæst þegar grein kom í Gestgjaf-
anum um eldamennskuna í
klúbbnum, en þar fóru fremstir
Lárus og Hrafn í matreiðslunni.
Við spilafélagarnir og fjöl-
skyldur okkar sendum Steinu og
börnum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Róbert Jónsson.
Hrafn Bachmann
✝ Ingibjörg Arn-grímsdóttir
fæddist 20. mars
1921. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 24. maí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Arngrímur
Jóhannesson, f. 11.
mars 1886, d. 20.
mars 1982, og Jór-
unn Antonsdóttir, f.
26. desember 1890,
d. 3. maí 1960. Börn þeirra
hjóna voru Árni, Ingibjörg og
Þóra, sem öll eru látin.
Eiginmaður Ingibjargar er
Gunnar Reynir Kristinsson, f. 9.
maí 1928. Börn þeirra eru: 1)
Gígja, f. 7. júní 1953. Hennar
maður er Ólafur Halldórsson, f.
30. ágúst 1954. Dóttir þeirra er
Þóra Sif, f. 14. maí 1977, maki
Lárus Arnór Guð-
mundsson, f. 26.
september 1976,
þau eiga tvö börn.
2) Úlfar, f. 29. mars
1956. Kona hans er
Vilborg Jóhanns-
dóttir, f. 10. maí
1959. Börn þeirra
eru: a) Sóley, f. 18.
apríl 1993, og b)
Gunnar, f. 6. janúar
1996. Fyrir átti Úlf-
ar Guðrúnu Írisi, f. 23. júlí 1981,
maki Sigurður Sveinsson, f. 7.
október 1979, þau eiga tvö börn.
Ingibjörg er fædd á Dalvík og
bjó þar allt þar til þau hjón
fluttu til Akureyrar 2001.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Höfðakapellu í dag, 6. júní
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Svo margar ánægjulegar
minningar koma upp í huga mér
nú þegar tengdamóðir mín, Ingi-
björg Arngrímsdóttir, hefur
kvatt eftir langa og farsæla ævi.
Ingibjörg var ákveðin, létt og
skemmtileg. Hún hafði einstak-
lega fallegt handbragð, prjónaði
og saumaði mikið út. Þá hafði hún
gaman af að fylgjast með straum-
um og stefnu í tískunni.
Ingibjörg hafði gaman af að
syngja, hún fylgdist vel með ís-
lensku tónlistarfólki. Þá var garð-
urinn á Smáravegi einstaklega
fallegur, en þær systur Ingibjörg
og Þóra voru með græna fingur
og ræktuðu ótal falleg sumar-
blóm sem við nutum líka góðs af.
Alltaf var gott að koma í heim-
sókn til Ingibjargar og Gunnars á
Smáraveginn og síðar Holtateig-
inn, og vel var tekið á móti öllum.
Gaman var að sjá hve samrýnd
Ingibjörg og Gunnar, tengdafor-
eldrar mínir, voru. Þá var sam-
band Ingibjargar og Þóru systur
hennar einstakt.
Fjölskyldan var Ingibjörgu
svo kær og alltaf efst í huga.
Þegar börnin okkar voru yngri
komu amma, afi og Þóra frænka
flesta laugardaga keyrandi frá
Dalvík að passa meðan við vorum
að vinna í búðunum. Þegar við
komum heim að afloknum vinnu-
degi var búið að gera eitthvað
skemmtilegt með börnunum,
þrífa heimilið, þvo þvotta og setja
steik í ofninn. Þá komu þau oft í
nokkra daga í senn að gæta bús
og barna meðan við vorum er-
lendis.
Flest jól og áramót höfum við
verði saman og eigum margar
góðar minningar frá þeim stund-
um.
Við ferðuðumst innanlands
saman og fórum um tíma árlega í
sumarferð til Reykjavíkur. Leigð
var stór íbúð í Ásholtinu og vor-
um við þar saman í nokkra daga.
Fórum meðal annars í göngu-
ferðir, bíltúra og helstu verslan-
irnar í bænum, en Ingibjörg var
mikill fagurkeri og hafði mjög
gaman af að fara í búðir.
Það er nú alveg ótrúlegt að
hafa fengið að njóta svo vel og
lengi okkar elskulegu Ingibjarg-
ar.
Hún var vel á sig komin og
heilsuhraust til æviloka.
Ég kveð Ingibjörgu mína með
virðingu og þakklæti.
Vilborg Jóhannsdóttir.
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinirnir gömlu heima.
Þó leið þín sem áður þar liggi hjá,
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin sem kærst þig kvaddi þá,
hún kveður þig ekki í sumar.
Og andlitin, sem þér áður fannst
að ekkert þokaði úr skorðum,
hin sömu jafn langt og lengst þú manst
ei ljóma nú við þér sem forðum.
Og undrið stóra, þín æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún í litlum reit
af leiðum sem gróa og týnast.
(Þ. Vald.)
Um leið og við viljum þakka
Diddu frænku okkar fyrir nota-
legar og gefandi stundir gengin
ár færum við Gunnari og fjöl-
skyldunni hugheilar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Ingibjargar Arngrímsdóttur.
Anna Bára Hjaltadóttir,
María Steingrímsdóttir.
Ingibjörg
Arngrímsdóttir