Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Tómas AquinasRizzo, eða TómasValgeirsson, á 30 ára afmæli í dag. Hann skrifar kvik- myndagagnrýni fyrir Fréttablaðið og rekur vefsíðuna Bíóvefurinn.is. „Tómas Valgeirsson er mitt prófessjónal nafn, en stjúpfaðir minn heitir Valgeir Ingi Ólafsson,“ segir Tómas þegar hann er spurður út í nafnið, en hann heitir í höfuðið á skólaspekingnum fræga, Tómasi frá Akvínó. „Þetta er rammkaþólskt nafn eftir guðfræðingn- um, en pabbi minn heit- inn, sem reyndar lést 6.6. 2007, var ítalsk-amerískur og hét þessu sama nafni og ákvað að skíra mig því líka. Í bandarísku þjóðskránni er ég því Tómas Aquinas Rizzo jr. Rizzo er sem sagt ættarnafnið og sem betur fer er ég hættur að fá símtöl núna þar sem fólk heldur því fram að ég sé eigandi pitsustað- arins.“ Móðir Tómasar er Kristín Anný Jónsdóttir. Á Bíóvefurinn.is eru upplýsingar um kvikmyndir í bíóhúsunum, kvikmyndadómar, fréttir af fólki í bransanum og greinar um kvik- myndir almennt. „Það eru fleiri pennar á síðunni og markmiðið er að vera með alhliða umfjöllun um kvikmyndir og tímalaust efni á henni, ásamt því að halda bíósýningar öðru hverju. Mér finnst þó ekkert skemmtilegra en að horfa á kvikmyndir í góðra vina hópi og ræða um myndina síðan og svo almennt að stúdera kvikmyndasöguna. Þessi kvikmyndaáhugi er föður mínum að þakka, en hann byrjaði snemma að sýna mér flottar myndir.“ Auk skrifa um kvikmyndir hefur Tómas starfað sem blaðamaður bæði hjá Séð og heyrt og Birtíngi og hann vinnur öðru hverju á skrif- stofu Póstdreifingar. Sambýliskona Tómasar er Hildur María Friðriksdóttir og vinnur hún á Veðurstofu Íslands. Dóttir Tómasar er Emma Lilja og er hún fimm ára gömul. Þegar blaðamaður ræddi við Tómas fyrir helgi var hann ekki búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera í tilefni dagsins. „Þetta er ágætur tími til að horfa inn á við og líta yfir farinn veg og setja sér ný mark- mið. Svo ætla ég að vera með mínum nánustu, en ég er ekki búinn að ákveða nákvæmlega hvað við ætlum að gera.“ Skötuhjúin Hildur María og Tómas. Fékk snemma áhuga á kvikmyndum Tómas Aquinas Rizzo er þrítugur í dag V igfús Gunnar Gíslason fæddist á Flögu í Skaft- ártungu 6.6. 1957 og ólst þar upp við hefð- bundin sveitastörf. Hann var í Barnaskóla Skaftár- tunguhrepps og síðan í unglinga- skóla í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæj- arklaustri, lauk námi í verkefna- stjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og hefur sótt fjölmörg námskeið í ýms- um greinum tengdum atvinnu. Vigfús hóf störf hjá Málningar- verksmiðjunni Hörpu 1982, var sölu- maður þar og sölustjóri, seinna hjá Hörpu Sjöfn og starfaði síðan hjá Flügger eftir kaup Flügger á fyrir- tækinu árið 2004. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Flügger ehf. frá 2008. Vigfús starfaði með Skaftfellinga- félaginu í Reykjavík og gegndi for- mennsku þar í þrjú ár. Hann hefur verið félagi í Ferðafélagi Íslands í áratugi og hefur skipulagt og verið fararstjóri í gönguferðum um Ísland fyrir FÍ og fleiri félög og hópa í mörg ár. Þá er hann félagsmaður í Ferðamálafélagi Ölfuss og hefur ferðast með því vítt og breitt um landið í meira en 20 ár, en fjöl- skyldan bjó í Þorlákshöfn í 23 ár. Fjölskyldan hefur átt sumarhús og sælureit á Flögu í Skaftártungu frá 1987: „Við höfum einnig átt lítið nýbýli í landi Svínhaga á Rangár- völlum frá 2005 en það nefnist Hrauntún. Þar höfum við stundað skógrækt og aðrar landbætur. Með því fæst góð útrás fyrir meðfæddan áhuga á landi, fjölbreyttu gróðurfari og framvindu gróðurs.“ Vigfús hefur skrifað greinar og vakið athygli fólks á gildi og undrum íslenskrar náttúru: „Ég hef nú einna helst verið að vara við stórkarlalegri umgengni við nýtingu náttúrunnar. Þar má ekki fórna náttúruperlum fyrir skammtímahagsmuni. Auk þess hef ég lengi verið lestrarhestur, hef ætíð tekið bækur fram yfir sjónvarp og les helst eina bók á mánuði, einkum íslenskar Vigfús Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger - 60 ára Eindreginn málsvari íslenskrar náttúru Barnabörnin Frá vinstri: Arnór Daði, Viktoría Elín, Ísar Máni og Elmar Kári. María Högnadóttir, Thelma Rós Tómasdóttir og Lovísa Huld Gunnarsdóttir söfnuðu dóti í Setbergi í Hafnarfirði og héldu tombólu. Þau gáfu afraksturinn, 6.625 kr., til Rauða kross Íslands. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is                                   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.