Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 34
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ástæðan fyrir því að viðflytjum messuna aðþessu sinni er kannskifyrst og fremst krafa frá kórfélögunum, sem hafa þurft að sitja undir sífelldum spurningum um hvenær við myndum flytja H- moll messuna aftur. Þegar 35 ára afmæli kórsins var við sjóndeild- arhringinn nefndi ég við þau hvort væri ekki kominn tími á þetta verk, og var þá mikið júbblað,“ segir Hörður Áskelsson, stjórnandi Mót- ettukórs Hallgrímskirkju. Næstu helgi, 10. og 11. júni, mun kórinn í þriðja sinn flytja Messu í h-moll eftir Johann Sebastian Bach. Um leið er því fagnað að kórinn hefur starfað í 35 ár, og sömuleiðis liðin 35 ár bæði frá stofnun Listvinafélags Hallgríms- kirkju og frá því að Hörður hóf störf sem organisti kirkjunnar. „Það var nákvæmlega á þessum kirkjuársdegi fyrir 35 árum, fyrsta sunnudaginn eftir hvítasunnu árið 1982, að ég kom til starfa hjá kirkj- unni,“ segir Hörður, en stofnun kórsins og Listvinafélagsins voru með fyrstu verkum hans. Hann segir að Listvinafélaginu hafi m.a. verið ætlað að bæta ímynd Hallgrímskirkju. „Á þessum tíma var kirkjan mjög umdeild og ekki fullkláruð. Margir höfðu horn í síðu þessarar byggingar, þótti hús- ið ljótt og engin þörf fyrir svona mannvirki. Var listvinafélagið gagngert stofnað til þess að efla listalífið í þessum þjóðarhelgidómi, og virðist ég hafa verið svolítið klókur ungur maður á þessum tíma að gera mér grein fyrir því að við myndum þurfa á breiðum stuðningi að halda,“ útskýrir Hörður og bæt- ir við að í stjórn félagsins hafi m.a. valist Sigurbjörn Einarsson biskup, Knut Ödegaard skáld og Matthías Johannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins. „Ég fékk gríðarlegan stuðning í gegnum listvinafélagið, og rétt að muna að á þessum tíma voru sáralitlir peningar aflögu til að fjármagna listviðburði – allt fór í að klára sjálfa bygginguna. Með því að safna áskrifendum, og með þetta góða fólk innanborðs, tókst að hleypa starfinu vel af stað.“ Vildi verða að gagni á Íslandi Hörður hafði nýlokið námi í orgelleik og kórstjórn í Düsseldorf þegar hann tók við organistastarf- inu í Hallgrímskirkju. Hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörð- un að koma aftur til Íslands, til að taka við hálfkláraðri kirkju. „Ég fór út að mennta mig með því hugarfari að geta snúið aftur til Ís- lands og orðið þar að einhverju gagni. Sjálfsagt hafa mér staðið all- ar dyr opnar eftir námið, og eftir að hafa leyst af einn þekktasta org- anista Þýskalands á meðan hann tók sér ársleyfi frá aðalkirkju mót- mælenda í miðborg Düsseldorf. Hvarflaði samt aldrei annað að mér en að flytja aftur til Íslands.“ Hörður hefur heldur ekki verið einn að verki og hefur kona hans, Inga Rós Ingólfsdóttir, verið helsti samverkamaður hans við kirkjuna. Í síðustu viku lét Inga Rós af störf- um hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hún hefur verið sellóleikari í 35 ár, en undanfarin 20 ár hefur „Trekk í trekk stend ég mig að því að fá gæsahúð af hrifningu“  Hörður segir erfiðara að halda utan um starfsemi kórs í dag, á tímum snjallsíma og internets, en árið 1982 þegar Mótettukórinn var stofnaður, enda margt sem keppir um athygli kórfélaga  Kórinn fagnar 35 ára afmæli í ár og flytur mergjaða H-moll messu Bachs um næstu helgi Morgunblaðið/Golli Metnaður Hörður Áskelsson fór strax af stað með miklum látum, nýtekinn við stöðu organista og kórstjóra fyrir 35 árum. „Ég heyrði það út undan mér að sumum kollegum mínum þætti þetta helst til hrokafullt uppátæki hjá mér, og áttu von á að þessi ungi gikkur myndi fljótt renna á rassinn.“ Hörður kampakátur með meðlimum Mótettukórsins á æfingu fyrr í mánuðinum. 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Poulsen ehf. | Skeifan 2 | IS-108 Reykjavík | 530 5900 | poulsen.is BREMSUHLUTIR MINTEX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.