Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Í Árbæjarsafni Gamli og nýi tíminn mætast í safninu. Þessar ungu stúlkur virtu fyrir sér stásslegar og skrautlegu hænur sem vöppuðu um og leituðu að einhverju í gogginn.
Golli
Það fer varla fram
hjá neinum að heims-
byggðin er á hættu-
legu spori. Viðurkenn-
ing flestra ríkja heims
á loftslagsbreytingum
af mannavöldum með
Parísaryfirlýsingunni í
árslok 2015 hafði áhrif
á almenningsálitið, en
jafnframt lá fyrir að
algjör óvissa ríki um
hvort yfirlýstum mark-
miðum um að ná tökum á þeim alls-
herjarvanda yrði náð. Síðan hefur
komist til valda í Bandaríkjunum
forseti sem hótar að skerast úr leik.
Baksvið veðrabrigðanna er efna-
hagskerfi á alröngu spori, knúið
áfram af hagvexti sem byggir á
jarðefnaeldsneyti og efnahags-
starfsemi sem ber feigðina í sér.
Þessi svikamylla birtist nú um
stundir í hraðfara tilfærslu á auð-
æfum frá millistéttum til moldríkra,
samfara um fjórðungs atvinnuleysi
meðal ungs fólks í mörgum Evrópu-
löndum. Ísland sker sig úr með
næga atvinnu nú um stundir, en það
ástand byggist á einhverju lakasta
vistspori sem um getur og dælu
ferðamanna inn í landið með flug-
flota sem lýtur engum reglum um
losun gróðurhúsalofts.
Gagnrýnum
röddum fjölgar
Um áratugi hefur
verið á það bent að
hefðbundin leiðsögn
klassískrar hagfræði
með um 3% árlegan
efnahagsvöxt sem
helstu viðmiðun svari á
engan hátt aðsteðjandi
vanda vegna umhverf-
isröskunar, heldur
kyndi undir óvissuþátt-
um. Rit Rómarklúbbs-
ins, Endimörk vaxt-
arins (1970), markaði tímamót og
hreyfði við mörgum. Fljótlega eftir
útkomu Brundtland-skýrslu Sam-
einuðu þjóðanna 1987 komu fram
raddir sem gagnrýndu framsetn-
ingu hennar um hagvöxt og settu
fram kröfu um aðra mælikvarða
sem tækju inn fórnarkostnað vegna
rýrnunar umhverfisgæða. Tilmæli
um slíka græna þjóðhagsvísa skil-
uðu litlu lengi vel, en þó má rekja til
þeirra nýmæli eins og mat á um-
hverfisáhrifum framkvæmda, að
ógleymdum Ríó-sáttmálunum 1992
um loftslagsbreytingar og verndun
líffjölbreytni. Efnahagskreppan
mikla 2008 og sú nagandi óvissa
sem síðan hangir yfir heimsbyggð-
inni hefur ýtt undir leit að nýjum
áttavitum. Í Þýskalandi hafa ýmsir
háskólamenn dustað rykið af grein-
ingu Karls Marx á gangverki kapít-
alisma 19. aldar (sjá Die Zeit, 26.
janúar 2017) og deilur hafa jafn-
framt harðnað milli klassískra og
gagnrýninna hagfræðinga. Í Frakk-
landi skoraði Thomas Piketty hátt
með bók sinni Capital in the
Twenty-First Century (Harward
University Press 2014) og sér fyrir
áframhaldandi umræðu (The Econ-
omist, 20-26 maí 2017, s. 66). Blaðið
Information kaus hann nýverið einn
helsta hugsuð Frakka.
Kleinuhringurinn – áttaviti
fyrir 21. öldina
Nýjust af þessum meiði nýmæla í
efnahagsumræðunni er svo bók
Kate Raworth, Doughnot Econo-
mics (Penguin Random House
2017). Sem höfundur segist hún
hafa trú á myndmáli til að koma
þekkingu og boðskap á framfæri,
rétt eins og þegar Kópernikus dró
upp nýja heimsmynd. Þetta eigi við
um hagfræðina þar sem menn þurfi
að búa til alveg nýtt módel, burt frá
veldisvexti sem grefur undan lífs-
skilyrðum mannkynsins. Það sér
hún í formi tveggja sammiðja
hringa í líkingu kleinuhrings, þar
sem ytri hringurinn táknar þau
hnattrænu mörk sem virða beri og
svæðið að þeim innri – sjálfur
kleinuhringurinn – afmarki svig-
rúmið fyrir sjálfbæra efnahags-
þróun sem rúmi skilyrði fyrir mann-
sæmandi líf. Til að ná fram breyt-
ingum þurfi alveg nýja sýn sem
leyst geti af hólmi núverandi skipan.
Kenningin um framboð og eftir-
spurn sem leiti jafnvægis sé í upp-
námi þar eð hún taki ekki tillit til
truflandi áhrifa fjármálamarkaðar-
ins og margra annarra þátta sem
grípa inn í efnahagsstarfsemina.
Ekki þýði að bíða þess að efnahags-
vöxtur dragi úr ójöfnuði, þar eð
hann virki í þveröfuga átt, eins og
Thomas Piketty hefur dregið ræki-
lega fram. Þess í stað þurfi að skapa
aðstæður sem miði að jöfnuði. Rit
Raworth hefur fengið afar góðar
viðtökur í Bretlandi og víðar. Í the
Guardian segir Georg Monbiot m.a.
í umsögn (7. apríl sl.); „Ég lít á hana
sem John Maynard Keynes 21. ald-
arinnar. Með því að draga upp nýja
mynd af hagfræðinni leyfir hún okk-
ur að breyta um skoðun á því hver
við erum, hvar við erum stödd, og
hvert hugur okkar stefnir. – Eins og
er um bestu hugmyndir virðist
kleinuhringslíking hennar svo ein-
föld og sjálfsögð að maður er hissa á
að hafa ekki látið sér detta hún í
hug.“
Hver er Kate Roworth?
Kate Roworth er rannsóknapró-
fessor á umhverfissviði Oxford-
háskóla og meðlimur sjálfbærni-
deildar Cambridge og fjölda ann-
arra stofnana. Ferill hennar er
óvenjulegur. Hún fékk sem tán-
ingur á 8. áratugnum áhuga á um-
hverfismálum. Þá hélt hún að hag-
fræðinám yrði góður undirbúningur
til starfa á því sviði. Um 1990 innrit-
aðist hún því í hagfræði í Oxford,
hélt það út í fjögur ár, en þótti nám-
ið gamaldags og lítið áhugavert og
lauk því ekki. Við tók litríkur starfs-
ferill á Zansibar, þá hjá SÞ í New
York og loks í röskan áratug hjá
umhverfissamtökunum Oxfam.
Reynslunni ríkari sneri hún sér á ný
að hagfræðinni og tók að nálgast
efnið frá alveg nýju sjónarhorni, þ.e.
langsæjum markmiðum fyrir mann-
kynið. Þannig varð í fyllingu tímans
til myndlíkingin af kleinuhringnum.
Fyrir þá sem vilja fá ferska sýn til
umhverfismála og leggja lið til
lausnar aðsteðjandi vanda okkar
allra er bók hennar kjörin lesning.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » „Með því að draga
upp nýja mynd af
hagfræðinni leyfir hún
okkur að breyta um
skoðun á því hver við er-
um, hvar við erum stödd
og hvert hugur stefnir.“
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Hefðbundið hagvaxtarlíkan eða
kleinuhringur Kate Raworth