Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. J Ú N Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  136. tölublað  105. árgangur  Nafnið breytist en áfangastaðirnir hafa enn sama aðdráttarafl. Ævinlega velkomin um borð. airicelandconnect.is VALDÍS FYRST ÍSLENDINGA Á RISAMÓT? TIL ÍRLANDS EFTIR 50 ÁR KÓRSTJÓRI MEÐ GÆSAHÚÐ AF HRIFNINGU GAGNFRÆÐINGAR ÚR FLENSBORG 12-13 HÖRÐUR ÁSKELSSON 34ÍÞRÓTTIR 1 Þeir 3.500 farþegar sem voru með MSC Pre- ziosa, stærsta skemmtiferðaskipinu sem kemur til Reykjavíkur í ár og var í Sundahöfn um helgina, voru stálheppnir þegar þeir fóru í lysti- reisur út úr borginni. Það var sól um alla jörð, og þess nutu ferðamenn sem aðrir. Vel viðraði til útiveru og mestur hiti á landinu í gær mæld- ist á þremur mælingastöðvum sem allar eru í Reykjavík, það er 15 stig í Geldinganesi, við Korpu og við Veðurstofuna við Bústaðaveg. „Það er fremur fátítt á sumrin að hæstur hiti á landinu mælist í Reykjavík, hvað þá á þremur stöðum í borginni. Að hlýjast sé á landinu í borginni gerist frekar á haustin,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Áfram verður gott veður um landið sunnan- vert, sólskin þótt aðeins kólni. Um landið norð- an- og austanvert má þó gera ráð fyrir kuldatíð, með snjókomu til fjalla – svo sem á Möðrudals- öræfum, Fjarðarheiði, Oddsskarði og víðar. Morgunblaðið/Golli Hjólað í hlýrri höfuðborginni Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir borgarfull- trúa hafa talið lítinn áhuga fyrir rekstri hjólaleigu í borginni og að WOW air hafi eitt sýnt slíkum rekstri áhuga. Hann segir að í ljósi framkominna upplýsinga um meiri áhuga sé borginni ekki stætt á að framlengja samninginn þegar hann rennur út árið 2018 án þess að hann verði boðinn út. Eins og fram kom í ítarlegri um- fjöllun um þetta máli í Sunnudags- mogganum sl. helgi samdi Reykja- víkurborg við WOW air um afnot borgarlands undir hjólastöðvar án þess að útboð hefði komið fram. Fulltrúar einnar stærstu hjólaleigu heims með starfsemi í yfir 70 borg- um, JCDecaux, voru meðal fjögurra aðila sem lýstu sig áhugasama um að koma að slíkum rekstri, en drógu sig úr forvali vegna þess að borgin hafði óljósar hugmyndir um hvernig skyldi staðið að hjóla- leigunni. Fyrirtækið lýsti þó yfir áhuga á að taka þátt í útboði, sem var aldrei haldið. Halldór Auðar segir í samtali við Morgunblaðið að þegar málið hafi verið tekið fyrir í borgarráði hafi hann auk annarra borgarfulltrúa talið að aðeins einn aðili hefði haft áhuga á rekstri hjólaleigunnar, þ.e. WOW air, og því hefðu allir greitt samningnum atkvæði sitt. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir borginni líklega ekki skylt að halda útboð vegna hjólaleigunnar, þar sem um afnot á borgarlandi sé að ræða. Hins vegar sé útboð skynsamleg leið til þess að ráðstafa auðlindum eða auðæfum, enda stuðli slík leið að gagnsæi og jafnræði. Hann þekkir ekki til málavaxta þessa samnings, en að- spurður segir hann það óvenjulang- an tíma að forval standi yfir í fleiri mánuði, sem var raunin þegar for- val hjólaleigunnar stóð frá vori fram á haust. Ekki framlengt án útboðs  Borgarfulltrúi Pírata segir borginni ekki stætt á að framlengja án útboðs MTöldu bara einn áhugasaman »6  Einn hryðjuverkamannanna þriggja sem óku á óbreytta borgara við Lundúnabrúna á laugardags- kvöld með þeim afleiðingum að sjö létu lífið og hátt í 50 slösuðust kom fyrir sjónir í heimildarmyndinni „The Jihadis Next Door“ sem var sýnd á Channel 4 í fyrra. Myndin fjallar um breska öfgamenn. Bætist hann í hóp hryðjuverkamanna sem hafa verið á lista bresku lögregl- unnar en náð að láta til skarar skríða. Mark Rowley, yfirmaður hryðju- verkalögreglu Bretlands, segir að á hverjum tíma séu 500 virkar rann- sóknir í gangi vegna hryðjuverka- ógnar þar sem um þrjú þúsund manns eru til rannsóknar. Breska lögreglan hefur komið í veg fyrir 18 árásir síðan 2013, þar af fimm frá árásinni á Westminster-brúnni fyrir tveimur mánuðum. Á undan- förnum árum hafa alls verið í kringum 20 þúsund manns til rann- sóknar hjá lögreglu. »19 AFP Hryðjuverk Sjö létu lífið í árásinni. Yfir 20 þúsund í sigti lögreglunnar  Rúnar Geir- mundsson, for- maður Félags ís- lenskra útfarar- stjóra, sakar Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma um að beita hót- unum til þess að fá aukið fjár- magn til rekstr- arins. „Þeir eru bara að nota talíbana- aðferðina, ef þið komið ekki með peningana sprengjum við allt í loft upp,“ segir Rúnar, sem telur ákall sem Kirkjugarðarnir sendu frá sér síðastliðinn föstudag ekki trúverð- ugt. „Þetta er peningaþörf út af ein- hverju öðru og þeir ætla að nýta sér það, ég tel að staðan sé ekki svona slæm.“ »4 Segir Kirkjugarða beita hótunum Rúnar Geirmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.