Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 18
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Garðsláttur
Láttu okkur sjá um
sláttinn í sumar
6. júní 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.78 99.26 99.02
Sterlingspund 126.82 127.44 127.13
Kanadadalur 73.15 73.57 73.36
Dönsk króna 14.897 14.985 14.941
Norsk króna 11.681 11.749 11.715
Sænsk króna 11.322 11.388 11.355
Svissn. franki 101.85 102.41 102.13
Japanskt jen 0.8883 0.8935 0.8909
SDR 136.58 137.4 136.99
Evra 110.84 111.46 111.15
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 137.9085
Hrávöruverð
Gull 1280.7 ($/únsa)
Ál 1916.0 ($/tonn) LME
Hráolía 50.23 ($/fatið) Brent
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á mánudag ákváðu fjölmörg músl-
imaríki að slíta öllum formlegum
tengslum við smáríkið Katar við
Persaflóa. Sádi-Arabía, Egypta-
land, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin og Barein riðu á vaðið og
bæði slitu diplómatískum
tengslum við Katar og lokuðu öll-
um beinum samgöngum til lands-
ins. Hið sama gerðu Maldíveyjar,
Jemen og stjórnvöld í austurhluta
Líbíu síðar á mánudeginum.
Er stjórnvöldum Katar gefið að
sök að bæði styðja starfsemi
hryðjuverkamanna og vera hlið-
holl Íran.
Katar er eitt af ríkustu löndum
heims og mælist iðulega það land
þar sem landsframleiðsla á mann
er hæst. Katar er fimmta mesta
jarðgasframleiðsluland heims og
17. stærsti olíuframleiðandinn en
þar búa aðeins rúmlega 2,2 millj-
ónir manna.
Hafa Persaflóaríkin gefið kat-
örskum sendifulltrúum tveggja
daga frest til að snúa aftur til síns
heima og öllum katörskum rík-
isborgurum hefur verið gert að
hafa sig á brot innan tveggja
vikna. Hafa Sádi-Arabía, Barein
og Egyptaland, bannað katörskum
flugfélögum að ferðast um loft-
helgi sína.
Katar er mjög háð innflutningi
á neysluvörum og að sögn Reuters
er talið líklegt að fljótlega geti
orðið vart við vöruskort. Á mánu-
dag hermdu fregnir að þúsundir
vöruflutningabíla kæmust ekki
leiðar sinnar til Katar frá Sádi--
Arabíu, einu landflutningaleiðina
til landsins. Er hugsanlegt að
Katar gjaldi líku líkt og stöðvi
streymi jarðgass til nágrannaríkja
sinna. Eru löndin á svæðinu sér-
staklega viðkvæm fyrir truflun á
framboði á matvöru og gasi á
þessum tíma árs, enda stendur
trúarhátíðin ramadan núna yfir
með tilheyrandi veisluhöldum.
Sádi-Arabía lokaði einnig skrif-
stofum fréttastofunnar al Jazeera
þar í landi, en al Jazeera hefur
höfuðstöðvar sínar í Dóha, höf-
uðborg Katar.
Verður ósamlyndi
innan OPEC?
Fjárfestar hafa áhyggjur af
þeim áhrifum sem ósætti araba-
ríkjanna gæti haft á starfsemi
OPEC. Eins og Morgunblaðið hef-
ur greint frá ákváðu aðildarríki
OPEC fyrir skemmstu, ásamt
hópi annarra olíuframleiðsluríkja,
að framlengja samning um tak-
markanir á olíuframleiðslu.
Fyrstu fréttir af einangrun Katar
urðu þess valdandi að hráolíuverð
hækkaði um liðlega 1% en þegar
leið á daginn hafði olíuverð lækk-
að um um það bil 1,5%.
Katar er ekki umsvifamikill ol-
íuframleiðandi í samanburði við
önnur OPEC-lönd en ósætti á
meðal aðildarríkjanna þykir auka
líkurnar á að verr muni ganga að
fá olíuframleiðslulöndin til að
standa við þær framleiðslutak-
markanir sem samið hefur verið
um.
Verð á fljótandi jarðgasi breytt-
ist ekki mikið við tíðindi mánu-
dagsins og hafa Japan og Indland,
umsvifamestu kaupendur jarðgass
frá Katar, verð fullvissuð um að
jarðgasflutningar þangað muni
ekki raskast.
Bankar og flugfélög í hættu
Að sögn Bloomberg gætu deil-
urnar sem nú standa yfir einnig
bitnað á katörskum bönkum, sem
reiða sig mjög á viðskipti við út-
lönd. Eiga erlendir viðskiptavinir
24% af öllum innistæðum í kat-
örskum bönkum, en í Sádi-Arabíu
er hlutfallið 1,2% og 12% í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum.
Flugfélögin á svæðinu ættu líka
að finna harkalega fyrir einangr-
un Katar, og þá sérstaklega Qatar
Airways sem er 5. stærsta flug-
félag heims mælt í fjölda landa
sem flogið er til, og það sjötta
stærsta á flugfragtmarkaði.
Verð hlutabréfa í kauphöllinni í
Katar lækkaði um 7,2% á mánu-
dag.
Einangrun Katar gæti
skemmt fyrir OPEC
Hráolíuverð lækkaði um hálft annað prósent á mánudag
AFP
Straff Vegfarendur ganga fram hjá auglýsingu Qatar Airways í Ríad í Sádi
Arabíu. Fjöldi arabalanda reynir nú að einangra Katar með ýmsum hætti.
● Terry Gou, stjórnarformaður taív-
anska raftækjarisans Foxconn, segir að
Apple og Amazon muni taka þátt í tilboði
Foxconn í örflöguframleiðslu Toshiba.
Var þetta haft eftir honum í viðtali við
japanska viðskiptablaðið Nikkei.
Ekki fékkst uppgefið hvernig þátttöku
Apple og Amazon yrði háttað, en Gou
sagði að þau myndu „leggja í púkkið“.
Toshiba neyðist til að selja frá sér ör-
flöguframleiðslu sína vegna mikils tap-
rekstrar hjá dótturfyrirtæki. Segir Reut-
ers að örflöguhlutinn sé að minnsta kosti
18 milljarða dala virði. ai@mbl.is
Apple, Foxconn og
Amazon sameinast
um kaup á Toshiba
Hlutabréf Alphabet, móðurfélags
leitarvélarrisans Google, fóru á
mánudag yfir 1.000 dala múrinn.
Hlutabréf Google fóru áður yfir
1.000 dali árið 2013 en verð hluta-
bréfanna var helmingað með út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa árið 2014.
Það sem af er þessu ári hefur
hlutabréfaverð Alphabet hækkað
um fjórðung, að sögn FT. Alphabet
er ekki eina bandaríska hluta-
félagið með svo dýr hlutabréf, en
fyrir viku fór Amazon einnig yfir
1.000 dala markið.
Má geta þess að hlutabréf Berk-
shire Hathaway kosta núna 250.000
dali, og er það af ásetningi gert hjá
Warren Buffett að gefa ekki út
jöfnunarhlutabréf, svo að erfiðara
sé fyrir spákaupmenn að valda
flökti á hlutabréfaverði samsteyp-
unnar. ai@mbl.is
AFP
Þarfaþing Forvitnir gestir skoða nýjustu vöru Apple, snjallhátalarann
HomePod sem kynntur var á WWDC ráðstefnunni í Kaliforníu á mánudag.
Hlutabréfaverð Alphabet
komið yfir 1.000 dali