Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn
29. júní nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvumArion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar og varamanna
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Meginniðurstöður ársreiknings
(í milljónum króna)
Efnahagsreikningur 31.12.2016
Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu
tryggingafræðings 31.12.2016
Nafnávöxtun
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu
lífeyris fyrir árið 2016
Iðgjöld 14.011
Lífeyrir -3.662
Hreinar fjárfestingartekjur 1.344
Rekstrarkostnaður -368
Hækkun á hreinni eign á árinu 11.325
Hrein eign frá fyrra ári 174.220
Hrein eign til greiðslu lífeyris 185.545
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 2.547
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 4,9%
Eignir umfram heildarskuldbindingar 2.507
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum 1,9%
Kennitölur
1Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu.
2Meðalfjöldi lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á árinu.
Eignir í íslenskum krónum 80,4%
Eignir í erlendri mynt 19,6%
Fjöldi virkra sjóðfélaga¹ 16.633
Fjöldi sjóðfélaga í árslok 53.949
Fjöldi lífeyrisþega² 2.171
2016 Sl. 5 ár*
Frjálsi 1 -1,3% 8,0%
Frjálsi 2 2,2% 6,5%
Frjálsi 3 4,3% 4,5%
Frjálsi Áhætta -2,0% 8,7%
Tryggingadeild 2,0% 7,5%
*Á ársgrundvelli
Eignir
Eignarhlutar í félögum og sjóðum 74.525
Skuldabréf 105.813
Bundnar bankainnstæður 1.342
Fjárfestingar alls 181.680
Kröfur 1.039
Handbært fé 3.755
Eignir samtals 186.474
Skuldir -929
Hrein eign til greiðslu lífeyris 185.545
Mest verðlaunaði sjóðurinn
Frá árinu 2005 hefur Frjálsi lífeyrisjóðurinn
unnið til tíu verðlauna í lífeyrissjóðasamkeppnum
á vegum fagtímaritsins Investment Pension
Europe. Þetta er mesti fjöldi verðlauna sem
íslenskum lífeyrissjóði hefur hlotnast.
Ársfundur
Frjálsa lífeyrissjóðsins
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða
lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað. Allir geta greitt viðbótar-
lífeyrissparnað í sjóðinn.
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000 eða sendu tölvupóst
á lifeyristhjonusta@arionbanki.is.
Á frjalsi.ismá sjá upplýsingar um þjónustustaði sjóðsins.
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins,
frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund.
Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn
til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir
ársfund og ber að tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti.
Fjórða tölublað matartímaritsins
White Guide Nordic verður gefið út
26. júní. Í tímaritinu er að finna lista
með 341 af bestu veitingastöðum
Norðurlandanna. Á listann koma inn
þrír nýir staðir frá Íslandi, en fyrir
voru þeir þrettán talsins. Staðirnir
sem koma inn eru Geiri Smart, Mat
Bar og Tryggvaskáli.
White Guide Nordic hefur verið
stærsta matartímarit Svíþjóðar frá
árinu 2005 en hóf nýlega útgáfu á
tímaritinu í Danmörku.
Magnús Már Haraldsson, einn eig-
enda og matreiðslumaður hjá
Tryggvaskála, sem kom inn á listann
í ár, segist vera í skýjunum. „Þetta
er alveg frábært og gríðarleg við-
urkenning á starfi okkar, við erum
alveg í skýjunum.“
aronthordur@mbl.is
Þrír staðir
bætast á
listann
Íslenskir veitinga-
staðir nýir á listanum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tryggvaskáli Staðurinn kom inn á
listann í ár ásamt tveimur öðrum.
Bensínstöð OB í Grafarholti, sem reist var árið 2005
og stendur við Kirkjustétt 2-6, hefur verið þyrnir í
augum margra íbúa hverfisins í áraraðir. Ástæðan er
sú að stöðin stendur steinsnar frá Ingunnarskóla,
sem og frístundaheimilinu Stjörnulandi og félags-
miðstöðinni Fókusi. Reglur ríkisins og Reykjavík-
urborgar um bensínstöðvar kveða á um að fjarlægð
milli bensínstöðva og bygginga þar sem fólk dvelur
til lengri tíma, t.d. skóla, skuli vera að lágmarki tólf
metrar.
Töluverð umferð skólabarna er um stöðina sökum
nálægðar hennar við skólann. Þar að auki hafa for-
eldrar kvartað yfir því að við ákveðna vindátt berist
bensínfnykur inn í skólann. Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur frá árinu
2012 ítrekað lagt fram fyrirspurn í borgarráði vegna
málsins. Hann hefur meðal annars lagt það til að
bensínstöðinni verði fundinn nýr staður. Þeim fyrir-
spurnum hefur ekki verið sinnt og undrast Kjartan
sinnuleysið.
„Þetta var samþykkt af öllum fulltrúum skóla- og
frístundaráðs fyrir einhverjum árum en því var ekki
fylgt eftir. Það er eitt, en það er sérstakt að svona
fyrirspurnum sé ekki sinnt,“ segir Kjartan. Hann
segir borgina þurfa að ákveða hvort æskilegt sé að
hafa svona stöð nálægt skóla- og frístundaheimili
barna. Koma þurfi saman og móta skýra stefnu í
þessu máli. katrinlilja@mbl.is
Vilja bensínstöðina burt
Bensínstöð Íbúar í Grafarholti hafa lengi kvartað undan staðsetningu
bensínstöðvar OB, sem stendur of nálægt skóla þar í hverfinu.
Ítrekuðum fyrirspurnum borgarfulltrúa ekki sinnt
Forseti Íslands,
Guðni Th. Jó-
hannesson, kem-
ur í opinbera
heimsókn í Blá-
skógabyggð
næstkomandi
föstudag, 9. júní.
Þetta er í tilefni
af fimmtán ára
afmæli sveitarfé-
lagsins, sem nær
yfir Þingvallasveit, Laugardal og
Biskupstungur. Heimsóknin hefst
formlega kl. 9 á Þingvöllum, þar sem
forsvarsmenn Bláskógabyggðar og
þjóðgarðsins taka á móti forseta.
Þaðan verður svo farið að Laugar-
vatni og í heimsókn í kúabú, garð-
yrkjustöð, ferðaþjónustufyrirtæki
og fleira áhugavert. Komið verður
við í þéttbýliskjörnunum Laugarási
og Reykholti, þar sem síðdegis verð-
ur opið hús fyrir íbúa í félagsheim-
ilinu Aratungu. Með þeim viðburði
lýkur dagskránni.
„Það er margt að sjá í sveitinni og
við komumst aðeins yfir lítið af öllu
því áhugaverða sem hér er að sjá,“
segir Helgi Kjartansson, oddviti
Bláskógabyggðar. Um 1.000 manns
búa nú í sveitarfélaginu og fjölgaði
um 7% á síðasta ári.
Forsetinn í
Bláskógabyggð
Guðni Th.
Jóhannesson