Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2017
Tónlistarkonan Ösp Eldjárn heldur
útgáfutónleika í dag, 6. júní, kl. 21 í
Fríkirkjunni í Reykjavík. Tilefnið er út-
gáfa fyrstu sólóplötu hennar, Tales
from a poplar tree. Tónlistarmenn-
irnir Örn Eldjárn, Helga Ragnars-
dóttir, Hrafnhildur Marta Guðmunds-
dóttir og Guðbjartur Hákonarson
leika með Ösp á tónleikunum. Ösp er
nýflutt aftur til Íslands eftir fimm ára
dvöl í Lundúnum, þar sem hún starf-
aði sem tónlistarmaður auk þess að
vera tónlistarkennari. Plata Aspar var
tekin upp í Café Music Studios, en
þar hafa þekktir tónlistarmenn á
borð við Brian Eno og Jon Hopkins
unnið að sinni tónlist. Platan var m.a.
fjármögnuð á hópfjármögnunarsíð-
unni Karolinafund. Platan kemur í
verslanir í dag en er þegar komin út á
netinu. Þess má einnig geta að Ösp
gaf fyrir stuttu út fyrsta tónlistar-
myndband sitt, við lagið „Travelling
Man“, og er það samansett úr göml-
um myndskeiðum sem foreldrar
hennar tóku í fjallgöngu árið 1992.
Ösp Eldjárn með út-
gáfutónleika í kvöld
Sumartónleikaröð Freyjujazz hefst
í Listasafni Íslands í dag kl. 12.15. Á
fyrstu tónleikunum kemur fram
norski háfjallatrompetleikarinn
Hildegunn Øiseth, sem einnig leikur á
geitarhorn. Samkvæmt upplýsingum
skipuleggjanda hefur Øiseth látið að
sér kveða bæði á djass- og
heimtónlistarsenunni.
Øiseth hefur
mikið
ferðast um
Afríku og
Asíu og bjó um
tíma í Suður-
Afríku.
Hildegunn Øiseth
leikur á Freyjujazz
Andri Rúnar Bjarnason
tryggði Grindavík 1:0-sigur á
KR í Frostaskjóli í gærkvöld í
6. umferð Pepsi-deildar
karla í knattspyrnu. Grind-
víkingar eru því eitt af þrem-
ur efstu liðum deildar-
innar nú þegar hlé hefur
verið gert vegna lands-
leiks Íslands og Króat-
íu á sunnudag. KR-
ingar eru í 7. sæti, sex
stigum á eftir topp-
liðunum. »2
Grindavík í hópi
toppliðanna
Íslendingar unnu samtals til
60 verðlauna á Smáþjóða-
leikunum í San Marínó og
átti sundfólkið stóran þátt
í því. „Við erum að sjálf-
sögðu ánægð með
niðurstöðuna á heild-
ina litið vegna þess
að við lentum í þess-
ari furðulegu at-
burðarás á leiðinni,“
sagði Jacky Pellerin,
landsliðsþjálfari í
sundi. » 8
Sundfólkið afar drjúgt
í söfnun 60 verðlauna
„Það var ótrúlega gott að fá að koma
loksins inn á í leik um helgina,“ sagði
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í
knattspyrnu, sem lék fyrsta leik sinn
á árinu með liði sínu Portland Thorns
um helgina. Dagný hefur glímt við
flókin bakmeiðsli í vetur og um tíma
var útlit fyrir að hún missti af EM í
Hollandi, en hún er nú mætt til Ír-
lands með landsliðinu. »1
Bakið betra og þungu
fargi létt af Dagnýju
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Uppeldis- og menntunarfræðing-
urinn Margrét Sigurðardóttir
kynnti á dögunum meistaraverk-
efni sitt á málþingi meistaranema
við Menntavísindasvið. Verkefni
Margrétar gekk út á að kanna
áhrif þess að láta börn lesa fyrir
hund einu sinni í viku. „Ég heyrði
fyrst af þessu fyrir fjórum árum
þar sem börn mættu og lásu fyrir
hund, ég hafði aldri heyrt af slíkri
rannsókn áður. Í framhaldinu
ákvað ég að gera þessa rannsókn.
Rannsökuð voru börn sem höfðu
lítinn sem engan áhuga á lestri og
glímdu við smávægileg vandamál
eins og ADHD,“ segir Margrét.
Í rannsókninni voru notaðir
fjórir krakkar og fjórir hundar,
hvert barn var með sinn hund.
Verkefnið var samstarfsverkefni
milli skóla og félagsmiðstöðva og
var framkvæmt á þriggja mánaða
tímabili. Einu sinni í viku, 40 mín-
útur í senn, fór barnið yfir í fé-
lagsmiðstöð skólans þar sem það
las fyrir hundinn.
Hundur veitir ómælda athygli
Margrét telur að með því að
láta börn lesa fyrir hund myndist
nánd sem ekki sé endilega hugað
nægilega að í náminu. „Það sem
er öðruvísi við þetta er að hund-
urinn sýnir þeim ómælda athygli.
Þau eru aldrei stoppuð á meðan
þau lesa. Til að mynda þegar þau
lenda á erfiðu orði er orðið ekki
botnað fyrir þau eins og oft er
gert þegar þau lesa fyrir full-
orðna; hundurinn hlustar sama
hvað gerist og truflar ekki. Þegar
börn lenda síðan á erfiðu orði
gefst þeim kostur á að spyrja
kennarann, sem aðstoðar þau við
að útskýra orðið fyrir hundinum.
Með þessu móti er barnið aldrei
leiðrétt en í staðinn kennir það
hundinum, það veitir börnunum
vellíðan,“ segir Margrét og bætir
við að hugsanlega þurfi að huga
að meiri nánd í námi barna.
Niðurstöður úr rannsókn-
inni sýndu að áhugi á lestri
jókst til muna og krakk-
arnir áttu auðveldara með
samskipti. „Lesskilningur
jókst hjá helmingi
barnanna auk þess sem
áhuginn á lestri jókst
töluvert mikið. Svo dæmi
sé tekið var barn í rann-
sókninni sem var með mikið
vesen og læti í skólanum,
hann var algjörlega til friðs
hjá okkur. Það var sá krakki
sem las hvað lengst af öllum, í
30 mínútur án þess að stoppa,“
sagði Margrét.
Hundalestur sem lokaverkefni
Rannsakaði áhrif
þess að láta börn
lesa fyrir hunda
Lestur Börnin lásu fyrir hundinn einu sinni í viku, sem virtist hafa jákvæð áhrif á lesskilning og áhuga.
Margrét bendir á að hundar veiti krökkunum
nánd og vellíðan, mörg dæmi séu um að gælu-
dýr geti aukið lífsgæði fólks. Einungis það að
vera í sama herbergi og gæludýr getur haft ein-
staklega róandi áhrif. Þegar fólk horfir á gælu-
dýrið sitt losar það um oxýtósín, sem fyllir okk-
ur af gleðitilfinningu. Auk þess dregur það úr
framleiðslu á streituhormónum. Hermaður sem
þjáðist af áfallastreituröskun gat aldrei farið út
úr húsi án eiginkonu sinnar. Honum var ráðlagt
að fá sér hund, og innan viku var hann farinn að
fara allra sinna ferða án eiginkonunnar en alltaf
með hundinn sér við hlið.
GÆLUDÝR GETA MINNKAÐ STREITU
Ýmsir kostir dýra
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Skotárás í Orlando
2. „Af hverju leyfirðu honum...“
3. James McMullen talinn meðal...
4. Best klæddu karlar landsins
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á miðvikudag Norðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil rigning N- og A-lands
og jafnvel slydda til fjalla, annars skýjað með köflum og stöku
skúrir. Hiti 3 til 12 stig, mildast á Suðurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlægari en í gær. Skýjað að mestu og dá-
lítil væta norðantil og jafnvel slydda til fjalla, en þurrt og bjart að
mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 4 til 13 stig.
VEÐURÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á