Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 „Sitjandi ballerína“ nefnist verk eftir bandaríska myndlistarmann- inn Jeff Koons sem afhjúpað var fyrir skömmu fyrir framan Rockefeller-miðstöðina í New York. Ballerínan er þriðja verk Koons sem sett er upp á þessum stað á síðustu 25 árum. Um er að ræða næstum 14 metra hæða upp- blásna ballerínu, sem byggir á styttu úr gljáfægðu stáli sem myndlistar- maðurinn gerði 2015. Skömmu eftir að verkið var afhjúpað benti Kitty Jackson, blaðamaður lista- tímaritsins Art Dep- endence á hversu mikil líkindi eru milli upp- blásnu ballerínu Ko- ons og 19 cm hárr- ar postulínsstyttu sem nefnist „Ballerína Lenochka“ eftir úkra- ínsku listakonuna Oksana Zhnikrup, sem lést 1993 rúmlega sextug að aldri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru ballerínurnar eins klæddar í bláum tútúpilsum, með bláan borða utan um hátt tagl í ljósu hári. Þær sitja í sömu stellingu á eins skreyttum kollum. Samkvæmt frétt Art Dependence hafa talsmenn Gagosian Gallery, sem gæta hagsmuna Koons, ekki viljað tjá sig um líkindi verk- anna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Koons er sakaður um að brjóta höfundarrétt, en í mars komst fransk- ur dómstóll að þeirri nið- urstöðu að Koons hefði brotið lög með því að gera skúlptúr sem líkist mjög ljós- mynd frá 1975 eftir Jean- François Bauret. AFP Sakaður um að brjóta höf- undarrétt vegna ballerínu Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna lauk nýverið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2017. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðn- um bárust alls 54 umsóknir og hlutu 19 sjálfstætt starfandi fræðimenn styrki úr sjóðnum eða um 35% um- sækjenda. Sótt var um samtals 414 mánuði eða ríflega 153 milljónir kr. Rúmlega 44 milljónum ísl. kr. var úthlutað í styrki eða tæplega 29% umbeðinnar upphæðar. Konur sóttu um 22 styrki og karlar um 32 styrki. Konur sóttu um laun í 183 mánuði og karlar í 231 mánuð, en mánaðar- launin nema 370 þús. kr. Alls hlutu 12 karlar starfslaun að upphæð rúmlega 24 milljónir eða í 66 mán- uði. Úthlutunarhlutfall karla vegna starfslauna var því 29%. Alls hlutu sjö konur starfslaun að upphæð tæplega 20 milljónir eða í 54 mánuði. Úthlutunarhlutfall kvenna var því 30%. „Stjórn sjóðsins mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, mark- miðs, nýnæmis, frumleika og verk- áætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag,“ segir í tilkynningu frá Rannís og tekið fram að hafna hafi þurft mörgum styrkhæfum umsóknum. Sjö umsækjendur hlutu starfs- laun að upphæð 3.330.000 ísl. kr. hver. Þetta eru Anna Jóhannsdóttir fyrir Landskilningur. Um nátt- úruskilning, samfélag og landslags- myndlist á Íslandi; Arngrímur Ví- dalín Stefánsson fyrir Grettis saga: Hugmyndir, áhrif, kenningar; Guð- rún Ingólfsdóttir fyrir Sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glíman við hefðina; Magnús Þór Þorbergsson  19 sjálfstætt starf- andi fræðimenn hljóta styrk til starfa Páll Baldvin Baldvinsson Magnús Þór Þorbergsson Rúmlega 44 milljón- um króna úthlutað Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Anna Jóhannsdóttir fyrir Íslensk leiklist í Vesturheimi: Sviðsetningar sjálfsmyndar og þró- un tungunnar á leiksviði meðal ís- lenskra innflytjenda í Norður- Ameríku; Ólína Kjerúlf Þorvarð- ardóttir fyrir Húslækningar og heimaráð. Íslenskar alþýðu- og nátt- úrulækningar í þjóðtrú og vísindum; Sigríður Matthíasdóttir fyrir Rann- sókn á ferð Pálínu S. Guðmunds- dóttur Ísfeld (1864-1935) til Vest- urheims út frá sjálfsævisögu hennar og Vilhelm Vilhelmsson fyrir Græn- landsdvöl Rannveigar H. Líndal, 1921-1923. Sjö umsækjendur hlutu starfslaun að upphæð 2.220.000 ísl. kr. hver. Meðal þeirra eru Arndís S. Árnadóttir fyrir Sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1939-1999; Páll Baldvin Baldvinsson fyrir Síld- arævintýrið og Viðar Hreinsson fyr- ir Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn í mótun íslenskra miðaldafrásagna. Fimm umsækjendur hlutu starfslaun að upphæð 1.110.000 ísl. kr. hver. Postulín Stytta eftir Zhnikrup. Uppblásin Ball- erína Koons er fyr- ir framan Rocke- feller-miðstöðina. Genius Myndin fjallar um ævi Max Perkins þegar hann vann sem ritstjóri Scribner. Þar sem hann fór yfir verk höf- unda á borð við Thomas Wolfe, Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald og annarra. Metacritic 56/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 17.30 Mýrin Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Hrútar Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Embrace of the Serpent Metacritic 82/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.30 Lion Metacritic 69/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 21.45 The Shack 12 Metacritic 32/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 20.00 Ég man þig 16 Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðj- an vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Smárabíó 17.00, 17.30, 19.30, 20.00, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.30, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 Guardians of the Galaxy Vol. 2 12 Útverðir alheimsins halda áfram að ferðast um alheim- inn. Þau þurfa að halda hóp- inn og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.15, 20.00, 22.55 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.50 King Arthur: Legend of the Sword 12 Hinn ungi Arthur er á hlaup- um eftir götum Lund- únaborgar Metacritic40/100 IMDb7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 22.30 Alien: Covenant 16 Áhöfnin á Covenant geim- skipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en var- ir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drunga- leg veröld þar sem hinn vél- ræni David hefur komið sér fyrir. Metacritic 65/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 19.50, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Snatched 12 Þegar kærastinn Emily sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína með sér í frí til Ekvador. Metacritic 47/100 IMDb 2,1/10 Smárabíó 17.40 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 22.20 Spark: A Space Tail Apinn Spark og vinir hans Chunk og Vix ætla sér að ná aftur tökum á plánetunni Bana - Ríki sem hefur verið hertekið af illmenninu Zhong. Metacritic 22/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Heiða Hjartnæm kvikmynd um Heiðu, sem býr hjá afa sín- um í Svissnesku Ölpunum. IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.15 Borgarbíó Akureyri 17.50 Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af- brýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn. Metacritic 50/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.10 Háskólabíó 17.50 Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30 Everybody Wants Some!! Bíó Paradís 19.30 Knight of Cups Bíó Paradís 17.00 Wonder Woman Herkonan Diana, prinsessa Amazonanna, yfirgefur heimili sitt í leit að sínum réttu örlög- um og uppgötvar krafta sína. Metacritic 79/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 22.55 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.50, 22.40 Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.20, 22.15 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.55 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.55 Jack Sparrow skipstjóri á á brattann að sækja enn á ný þegar illvígir draugar, undir stjórn erkióvinar hans Salazar skipstjóra, sleppa úr þríhyrningi djöfulsins, ákveðnir í að drepa hvern einasta sjóræningja á sjó ... þar á meðal hann. Metacritic 47/100 IMDb 8,5/10 Laugarásbíó 20.00, 22.40 Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.15, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.50, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.30, 19.15, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.15, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.15, 22.30 Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge 12 Baywatch Mitch Buchannon, sem lendir upp á kant við nýliðann Matt Brody. Þeir neyðast þó til að starfa saman. Metacritic 37/100 IMDb 5,6/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Smárabíó 17.15, 19.50, 22.00, 22.15 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.