Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 35
Inga líka verið framkvæmdastjóri Listvinafélagsins. „Inga Rós ákvað því fyrir tveimur áratugum að vera í hálfu starfi hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni og hálfu starfi sem fram- kvæmdastjóri Listvinafélagsins,“ segir Hörður. „Umfang starfsins hefur vaxið smám saman og stönd- um við núna fyrir um 50 listvið- burðum á ári. Hjá bændum er það búskapurinn á býlinu sem er rædd- ur uppi í hjónarúmi á kvöldin, en hjá okkur er það búskapurinn uppi á Skólavörðuhæð sem er til um- ræðu.“ „Ungt fólk sem kann að lesa nótur“ Eitt af fyrstu verkum Harðar var að stofna öflugan kór sem gæti ráðið við krefjandi verk. Hörður segir stofnun Mótettukórsins hafa gengið betur en hann þorði að vona, og var hann samt nokkuð bjartsýnn þegar hann auglýsti í blöðunum eftir „ungu fólki í kór sem kynni að lesa nótur“. „Ég heyrði það út undan mér að sumum kollegum mínum þætti þetta helst til hrokafullt uppátæki hjá mér, og áttu von á að þessi ungi gikkur myndi fljótt renna á rassinn. En ég reyndist hafa heppnina með mér, og eftir fyrsta veturinn voru um 20 til 25 manns komin í kórinn. Eftir eitt ár til við- bótar var kórinn búinn að ná í um 40 meðlimi og í dag telur Mótettu- kórinn nærri 60 manns.“ Fyrstu árin fékk kórinn að halda tónleika í Kristskirkju enda var ekki búið að reisa meira en turninn á Hallgrímskirkju og litla kapellu þar sem messað var á sunnudög- um. „Fljótlega vorum við komin á flug, farin að sækja söngviðburði erlendis og ná góðum árangri í keppnum.“ En af hverju vildi Hörður aðeins hafa ungt fólk í kórnum? „Ég var yngri þá en ég er nú, og get núna sagt frá öðrum sjónarhóli að ég hafði þá ranghugmynd að eftir fer- tugt gætu komið of miklar sveiflur í raddir söngvara, og hætt við að kórinn myndi missa þann léttleika sem ég vildi að einkenndi hann. Svo gerist það að ég eldist og þroskast, og þegar ég verð sjálfur fertugur átta ég mig á að þá er lífið rétt að byrja og aldurstakmarkið fullstrangt. Síðan þá má segja að hámarksaldur kórmeðlima hafi fylgt mínum eigin aldri. En kórinn hefur líka endurnýjað sig sjálf- krafa, og aldurinn haldist tiltölu- lega lágur. Virðist alltaf nokkuð stór hópur fólks á aldursbilinu 20- 30 ára sem vill fá að spreyta sig í kröftugum kór.“ Að halda kór gangandi í 35 ár er ekki lítið afrek, og síst léttara núna á tímum snjallsíma og internets. Þegar Mótettukórinn var stofnaður var mun minni samkeppni um at- hygli kórfélaganna, og ekki einu sinni sjónvarp á fimmtudögum. „Ég get alveg staðfest það að hlutirnir hafa breyst. Núna vill fólk vera í kórnum og í svo mörgu öðru til við- bótar og álagið á vinnumarkaði er líka orðið meira. Áður fyrr var skipulagið miklu auðveldara, og fólk mætti þegar það átti mæta, en er núna skotist til Tenerife þegar síst varir. Á móti kemur að meira framboð er af hæfum söngvurum,“ segir Hörður. „Engu að síður getur verið gremjulegt þegar forföll verða í hópnum, og mikilvægt að fólk mæti samviskusamlega á æf- ingar. Að syngja í kór er ekki ósvipað og að spila knattspyrnu: fólk þarf að læra að leika saman, og æfingarnar eru undirstaða þess að ná árangri sem ein heild.“ Gengið inn í höll fegurðar Tónleikagestir geta vænst mik- illar veislu á laugardag og sunnu- dag og þykir H-moll messa Bachs eitt fegursta verk sinnar tegundar. „Það gerist stundum við æfing- arnar að ég upplifi mig eins og inni í einhvers konar paradísarhöll feg- urðar og snilldar,“ segir Hörður, en messan þykir jafn krefjandi og hún er falleg. „Þegar Bach samdi verkið var það ekki hugsað til flutnings, heldur frekar sem eins konar vitnisburður um hans eigin snilld, og var það ekki fyrr en um miðja 19. öldina að verkið var flutt í heild sinni,“ útskýrir Hörð- ur. „Bach fær að láni ýmsa búta úr eigin verkum, og hver kafli messunnar er nánast eins og sýn- ing á mismunandi tónsmíðatækni og formum svo að það að ganga í gegnum verkið er eins og að spóka sig á myndlistarsýningu.“ Mótettukórinn flutti H-moll messuna fyrst sumarið 1999 á tónleikum í Hallgrímskirkju og Skálholti. Næst var messan flutt árið 2007. Er það ekki að ástæðu- lausu að svona langur tími hefur liðið á milli flutninga á verkinu, enda dýr uppfærsla. „Miðasalan gæti seint staðið undir kostnaði enda þarf kórinn að kalla til leiks fjölda atvinnumanna; bæði hljóm- sveit og einsöngvara. Styrkir og aðrar tekjur gera okkur kleift að ráðast í verkefni af þessari stærðargráðu,“ segir Hörður. H-moll messan reynir líka á söngvarana og stjórnandann og er verkið t.d. á flestum stöðum fimmraddað, en venjuleg kórverk eru alla jafna fjögurra radda. „Bach notar mikið tvískiptan sópran, og fer jafnvel upp í átta radda söng á köflum þar sem ég skipti kórnum í tvennt. Þetta er mjög flókinn vefur en algjört gull.“ Segir Hörður kröftuga upplif- unina af H-moll messunni síst minnka þó að hann hafi í tvígang áður kafað ofan í þetta verk. „Mér finnst núna orðið auðveldara að stjórna flutningnum, og eflaust spilar önnur reynsla þar inn í líka. En samt er alltaf eitthvað sem kemur á óvart, og eitthvað nýtt til að uppgötva. Trekk í trekk stend ég mig að því að fá gæsahúð af hrifningu.“ Íslenski dansflokkurinn hefur verið á sýningarferðalagi um Evrópu síð- ustu vikurnar. Meðal viðkomustaða eru Spring Festival í Utrecht, Arct- ic Arts Festival í Harstad, South- bank Centre í London, Tanzhaus í Düsseldorf og Kunstcentrum BUDA í Kortrijk í Belgíu. Um er að ræða fyrstu utanlandsferð Íd með Fórn, sem sýnt var í Borgarleikhús- inu fyrr í vetur. Viðtökur á sýningarferðalaginu hafa verið góð- ar og nýverið birtust þrír lofsam- legir dómar í hollenskum dag- blöðum þar sem Fórn hlaut fjórar stjörnur hjá öllum þremur rýnum. „Fórn reyndist vera miklu meira en hrífandi fórnarathöfn. Viðskipti eru okkar samtímatrú, neysla okkar fórnarathöfn. Sturluð en frískandi sýning sem hittir beint í mark,“ skrifar rýnir Trouw. „Fórn er spennandi díónískur fögnuður lífs- ins. Spring Festival í Utrecht lauk með örhátíðinni Fórn, fjögurra tíma hugbreytandi leikhúsferðalagi,“ segir rýnir NRC Handelsblad. „Íslensku danshöfundarnir Erna Ómarsdóttir og Valdimars Jóhanns- son settu saman kvöldstund fulla af fórnarathöfnum fyrir einstakling- inn, sem að þeirra mati vill gjarnan trúa jafnvel þótt Guð sé löngu dauð- ur. [...] Fórn fer í gegnum hverja fórnarathöfnina á fætur annarri, skoðar þær frá sjónarhorni samtím- ans og gefur þeim nýtt form og samhengi í stílfærðum heilögum hversdagsleika og upphafinni feg- urð, heilsumenningu og grunn- hyggni neyslusamfélagsins,“ segir í Theaterkrant. Gítar Ekkert á morgun eftir Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur við tónlist Bryce Dessner er eitt verkanna sem mynda sýninguna Fórn. Fórn fær góða dóma í Hollandi MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Til stendur að birta safn áður óútgefinna smá- sagna eftir Ruth Rendell í Bret- landi í haust undir titlinum A Spot of Folly. Sögurnar, sem Rendell skrifaði á árunum 1970 til 2005, fundust nýverið í fórum bandarískra tímarita, flestar hjá tímaritinu Ellery Queen Mystery. Fræðimaðurinn Tony Medawar rakst á sögurnar þegar hann skoð- aði gömlu tímaritin. Cecily Gayford, ritstjóri hjá Profile, sem gefa mun smásagna- safnið út í október, segir að sög- urnar séu „dæmigerðar Rendell“- sögur sem feti einstigið milli lög- reglustarfa og sálfræðitryllis. „Efniviður þeirra er klassískur – hjónaband, afbrýðisemi, leynd- armál og að kanna mörkin milli þess sem er eðlilegt og algjörs sið- leysis í því umhverfi innilokunar sem ríkir í bókum hennar,“ segir Gayford. Bendir hún á að Rendell, sem lést 2015, þá 85 ára gömul, hafi verið ótrúlega afkastamikill höfundur, sem sendi frá sér eina glæpasögu á ári og skrifaði hundr- uð smásagna til birtingar í tímarit- um á ferli sínum. Því sé ekki úti- lokað að fleiri óútgefnar smásögur eigi eftir að finnast þegar grúskað verður í eldri tímaritum. Frægasta persónan úr smiðju Rendell er rannsóknarlögreglu- maðurinn Wexford, en gerðar voru sjónvarpsþáttaraðir eftir bókunum á níunda áratug síðustu aldar. Nýtt smásagnasafn eftir Rendell Ruth Rendell Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Allra síðustu sýningarnar! Síðasta sýning fimmtudaginn 15. júní. Elly (Nýja sviðið) Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Hvað er á fjölunum? mbl.is/leikhus Hörður hefur fengið fjóra framúrskarandi einsöngv- ara til að taka þátt í flutningi H-moll messunnar. Þau eru Hannah Morrison sópran, Alex Potter kontratenór, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur Arn- þór Jónsson barítón. Öll eru þau rísandi stjörnur í tónlistarheiminum og eðlilegt að spyrja Hörð hvort auðveldlega gangi að fá svona vandaða og eftir- sótta söngvara alla leið til Íslands: „Það er furðu auðvelt, sérstaklega ef maður skipuleggur sig langt fram í tímann. Mér hættir hins vegar til að vera svolítið íslenskur í háttum, vera með allt of margt í gangi í einu og byrja seinna en ég ætti að leita að söngvurum. Er samt alveg ótrúlegt hve vel gengur að fá erlenda listamenn til að koma til Íslands,“ segir hann glettinn. Grunar Hörð að þar spili margt inn í. Eflaust eru margir listamenn áhugasamir um Ísland sem áfangastað, líkt og almennir ferðamenn, og þekkja Hallgrímskirkju af ljósmyndum á samfélagsmiðlum. Mótettukórinn hefur líka ágætis orðspor, og sömu- leiðis Alþjóðlega barokkhljómsveitin í Hallgríms- kirkju sem spilar stórt hlutverk við flutning mess- unnar. Varð barrokhljómsveitin til fyrir um tveimur áratugum þegar Guðrún Hrund, dóttir Harðar og Ingu Rósar, var nýútskrifuð frá barokkdeild Tónlist- arháskólans í Haag, og varð úr að búa til hljómsveit skipaða bæði íslenskum tónlistarmönnum og er- lendum skólafélögum Guðrúnar. „Alþjóðlega barokk- sveitin, sem frá stofnun sinni hefur tekið þátt í flutningi margra stórra barokkverka í Hallgríms- kirkju eftir Bach, Händel o.fl., er samsett af fram- úrskarandi hljóðfæraleikurum, sem koma langan veg til að taka þátt í H-moll messunni, fæstir þeirra eru búsettir í Hollandi, þó svo að Haag tengi þau saman,“ útskýrir kirkjuorganistinn. Er Hörður sérstaklega spenntur að kynna Hönnuh Morrison sópran fyrir Íslendingum, en svo skemmti- lega vill til að hún er hálfíslensk. „Það spurðist út að ég væri að leita að söngvurum og fékk ég þá skeyti frá Árna Heimi Ingólfssyni sem spurði mig hvort ég kannaðist við þessa efnilegu ungu söng- konu, sem væri að gera það svona rosalega gott í barokkinu,“ segir Hörður. „Ég hafði aldrei heyrt áð- ur á hana minnst, og var þó ekki lengi að sjá á Spotify og víðar að Hannah er búin að gera garðinn frægan. Ég sendi umboðsmanni hennar skeyti og fékk nánast um hæl það svar að Hannah væri ólm að koma til okkar.“ Þegar Hörður og Hannah komust í samband kom í ljós hvað heimurinn getur verið smár. Þau höfðu nefnilega hist áður. „Móðir hennar er Agnes Baldursdóttir frá Akureyri og stunduðum við nám við tónlistarskólann þar á sama tíma. Agnes fór síð- an til London í píanónám og kynnist þar skoskum manni sínum, Tom Morrison. Þau bjuggu á Íslandi um skeið og spilaði Tom m.a. með sinfóníuhljóm- sveitinni. Þá fluttu þau til Aachen á meðan við Inga Rós bjuggum í Düsseldorf,“ útskýrir Hörður. „Hitt- umst við Hannah Morrison því fyrst á Íslendinga- samkomu í Köln þegar hún var aðeins þriggja ára.“ Kynntist sópransöngkonunni fyrst þegar hún var þriggja ára VIÐ UNDIRBÚNING TÓNLEIKANNA KOM Í LJÓS HVAÐ HEIMURINN ER SMÁR Hannah Morrison Elmar Gilbertsson Oddur Arnþór Jónsson Alex Potter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.