Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 29
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu er 197 fm skrifstofuhúsnæði
við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku,
fimm stór skrifstofuherbergi, eldhús
og geymslu. Ágæt vinnuaðstaða fyrir
allt að 12 starfsmenn. Sameiginlegar
snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. inn-
heimtist ekki af leigunni og hentar
húsnæðið því vel aðilum sem eru í
vsk. lausri starfsemi. Beiðni um
frekari upplýsingar sendist í
tölvupósti til dogdleiga@gmail.com.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær-heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar
um frágang fylgja.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Til sölu
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunnarplast
CE vottaðar vörur. Efni til
fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Þjónusta
Háþrýstiþvottur,
& sandblástur
Alhreinsun/ Strípun á
t.d. stein, múr, stáli og fl.
Mikil reynsla, öflug tæki.
S. 860 2130
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
LOKAÐ 6. til 20. júní
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnuauglýsingar
Háseti
Vísir hf. óskar eftir að fastráða háseta á
Fjölni GK 657. Fjölnir er línuveiðiskip með
beitningarvél. Umsókn berist á heimasíðu
Vísis www.visirhf.is.
Vísir hf poszukuje marynarza do zatrudnienia
na stale na statku Fjölnir GK 657. Fjölnir jest
statkiem linowym z maszyna przynetowa.
Podania mozna skladac na stronie Vísir
www.visirhf.is.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Lesið og spjallað kl. 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Hjúkrunar-
fræðingur með viðveru frá kl. 11-11.30. Bónusrútan kemur kl. 12.30.
Gönguhópur kl. 13.30, tekinn léttur hringur um hverfið Opið kaffihús
kl. 14.30-15.30.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera í vinnustofu kl. 9, félagsvist
kl. 14.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Göngu-
hópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Botsía í
Sjálandsskóla kl. 13.45. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl 14.45. Félagsvist
í Jónshúsi kl. 20.
Gjábakki Kl. 9. Handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort.
Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl. 10, kanasta kl. 13.
Fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa frá kl. 13, tálgun. Helgistund kl.
14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Fáein sæti laus í spennandi dagsferð Korpúlfa um suður-
ströndina fimmtudaginn 8. júní, þátttökugjald 8.000 kr. allt innifalið.
Opið hús alla miðvikudaga í sumar í Borgum. Vöfflukaffi alla föstu-
daga frá kl. 14.30 til 7. júlí 2017. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á vellinum við
Skólabraut eða gönguferð kl. 10.30, fer eftir aðstæðum og veðri.
Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Skráning í sumarferðina
sem farin verður fimmtudaginn 29. júní nk. stendur yfir; Ljósafoss-
virkjun, Úlfljótsvatn, Sólheimar o.fl. Skráning og upplýsingar á
Skólabraut og í síma 8939800.
Deiliskipulag íþrótta-
svæðis á Vopnafirði
- skipulagslýsing - kynning.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með
opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulags-
lýsinguna skv. ákv. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð.
Deiliskipulag íþróttasvæðis. Lýsing skipulagsáforma
um deiliskipulag fyrir íþróttasvæði Vopnafjarðar.
Skipulagssvæðið er um 7 ha. að stærð, á hæðinni
ofan og utan við núverandi byggð og er í eigu Vopna-
fjarðarhrepps.
Í dag er á svæðinu nýlegur keppnisvöllur sem af-
markast af háum girðingum norðan- og sunnanmegin.
Í norðaustur horni vallarins eru náttúrulegir klettar
sem nýtast sem áhorfendastúkur á stærri leikjum.
Bráðabirgðahúsnæði fyrir Ungmennafélagið Einherja
er staðsett austan við klettana. Austan við keppnis-
völlinn eru eldri æfingavellir. Akfær malarstígur liggur
að svæðinu úr norðri og suðri, og þangað liggja
gönguleiðir úr byggðinni.
Opið hús verður í Miklagarði á Vopnafirði, fimmtu-
daginn 22. júní nk. kl. 16.00-18.00.
Almenningi verður gefinn kostur á að koma með
ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábend-
ingar til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopna-
fjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á
netfangið sigurdur.jonsson@efla.is til og með 30. júní
2017.
Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu
Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu Vopnfjarðarhrepps
að Hamrahlíð 15, Vopnafirði.
Byggingarfulltrúinn í
Vopnafjarðarhreppi
Tilkynningar
mbl.is
alltaf - allstaðar
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Nú fylgjum við
og kveðjum ein-
staklega vandaðan
mann, full þakk-
lætis að hafa feng-
ið að vera hluti af hans lífi.
Ég kynntist Guðmundi þeg-
ar ég fór að leggja lag mitt við
yngri son hans, Gunnlaug
Frosta.
Ég er ekki viss um að hann
hafi verið neitt sérlega hrifinn
af þessari tilvonandi tengda-
dóttur svona í fyrstu, bæði há-
vær og kjaftfor, en hafi svo
verið fór hann afar vel með
það.
Fljótlega varð okkur vel til
vina og það sem ég var montin
í mínum fyrsta sauðburði á
Mýrum þegar hann vakti mig
en ekki synina til að draga frá
kind.
Ég man að hann sagði mér
að ég yrði bara að „sjá“ með
fingrunum hvernig lömbin
lægju inni í móðurinni og
kenndi mér hvernig best væri
að leysa málið eftir því hvernig
flækjan var. Það var nú ekki
ónýtt að fá leiðsögn frá þess-
um bónda.
Veiðiferðirnar fram að Arn-
arvatni með súkkulaðirúsínur
á milli sætanna og eitthvað ör-
litið sterkara í hanskahólfinu
eru mér ógleymanlegar.
Í víðáttunni frammi á heiði
lifnaði aldeilis yfir þessum
annars hægláta manni.
Þarna var hann í essinu sínu
innan um veiðifélagana í Dís-
inni. Og það var veitt og flak-
að, spilað og spaugað og mikið
hlegið.
Guðmundur var mikill Toy-
otu-aðdáandi en Gulli taldi
Landroverinn miklu betri og
þetta gátu þeir feðgar þráttað
um í góðu aftur og aftur.
Því varð gleði Gulla mikil
þegar ég fékk Toyotuna einu
sinni lánaða, fyllti hana af
bjúgum og börnum og hringdi
í hann nett pirruð á leið upp
Hrútafjarðarháls, þess fullviss
að bíllinn væri fastur í lága
drifinu. Hann gat varla svarað
mér fyrir hlátri, bíllinn væri
bara svona máttlaus. Svo
hringdi hann strax í pabba
sinn, kominn með sönnun þess
hvurslags drusla þetta væri
miðað við Landroverinn. Og
svo var hlegið og þrasað.
Í heyskap á hverju sumri
var Guðmundur mættur til að
múga. Sama hvernig heilsan
var og aldurinn færðist yfir.
Alltaf mætti hann með múga-
vélina og múgaði frá morgni til
kvölds og oft voru þetta ansi
langir dagar. Við buðumst oft
til að taka við af honum en það
kom ekki til greina. Synirnir
sögðu hann ekki treysta þeim
til að gera þetta almennilega.
Guðmundur var mikill húm-
oristi og hafði sérlega gaman
af skemmtisögum. Hann hélt
þessum húmor fram á seinasta
dag.
Ég laumaðist til hans með
lamb í tösku inn á sjúkrahús
svo hann, þessi mikli sauðfjár-
bóndi, fengi að finna smá sauð-
burðarlykt en þessi tími var
hans líf og yndi. Þegar starfs-
menn uppgötvuðu svo lambið
þá varð uppi fótur og fit
frammi á ganginum yfir þessu
kríli. Mér varð þá litið inn á
herbergi til Guðmundar og þar
lá hann skælbrosandi yfir
þessum hamagangi í stelpun-
um og var mikið skemmt. Og
ekki varð brosið minna þegar
Guðmundur
Karlsson
✝ GuðmundurKarlsson fædd-
ist 27. október
1931. Hann lést 16.
maí 2017. Útför
Guðmundar fór
fram 27. maí 2017.
ég lýsti fyrir hon-
um myndrænt að
þar sem ég væri
ekki heima við þá
þyrftu feðgarnir
að skipta um
bleyju á þessu
lambskríli.
Yndislegur mað-
ur í alla staði og sá
besti tengdapabbi
sem ég gat fengið.
Hans minning
verður í heiðri höfð.
Guðrún Hálfdánardóttir.
Fallinn er frá heiðursmað-
urinn Guðmundur Karlsson,
bóndi á Mýrum 3 við Hrúta-
fjörð.
Þótt Guðmundur væri sveit-
ungi minn alla ævi mína voru
ekki mikil samskipti okkar
framan af. Guðmundur var
menntaður trésmiður og vann
talsvert við þá iðju, m.a.
byggði hann vélageymslu fyrir
föður minn á Bjargi. Hann
starfaði einnig sem bygging-
arfulltrúi í Torfustaðahreppum
áður fyrr, auk annarra fé-
lagsstarfa fyrir sitt samfélag.
En fyrst og fremst var hann
áhugasamur og velvirkur
bóndi með fjölskyldu sinni á
Mýrum, ræktaði og byggði
mannvirki á jörðinni og rak
þar myndarbú.
Kynni okkar hófust af al-
vöru við starfrækslu Dísarinn-
ar sf., sem nokkrir félagar
stofnuðu árið 1992. Snerist
markmið félagsins um nýting-
ar á silungsveiðivötnum og
lengst af tengdu Arnarvatni
stóra. Guðmundur var einn af
stofnfélögum félagsins og rit-
ari þess, allt til þessa vors,
þegar hann óskaði eftir að láta
af því embætti. Á liðnum miss-
erum höfum við misst nokkra
félaga yfir móðuna miklu.
Uppbygging gistiaðstöðu við
Arnarvatn varð fyrsti sameig-
inlegur vettvangur okkar Guð-
mundar. Minnist ég einnar
ferðar á heiðina að vetri til.
Guðmundur var áhugamaður
um vélsleðaferðir og fór ég eitt
sinn aftan á sleða með honum
yfir snævi þakta breiðuna.
Hann keyrði býsna hratt, en af
öryggi og ferðin tók skamman
tíma. Nokkrum sinnum var þó
brunað yfir snjóhryggi, svo allt
fór í háaloft, sleði og menn.
Í veiðiferðum voru tíðum
langir dagar og lítil hvíld, þó
gáfust stundir fyrir kvöldvök-
ur; sögur, söng og lomberspil.
Guðmundur var afar hlýlegur
félagi, þótt ekki vildi hann
syngja, sagði sögur og vísur.
Oft fórum við saman á jeppa
upp eftir. Gjarnan var stansað
við hlið heiðargirðingar,
sprænt svolítið og sagt: „Það
hlýtur að vera í lagi að fá sér
einn.“ Svo var gert og næst
var opnaður pakki með súkku-
laðirúsínum, sem hann hafði
keypt til ferðarinnar. Man ég í
fyrstu veiðiferðinni að ég
steikti flök fyrir hópinn. Guð-
mundur sagðist nú ekki vera
mikið fyrir silung en smakkaði
þó. Í næstu ferð sagði hann og
brosti sínu hægverska brosi
–„Kalli, á ekki að fara að
steikja?“
Á síðustu misserum tók
Guðmundur minna þátt í störf-
um félagsins, þó kom hann í
flökun á liðnu ári og var ljóst
að „kallinn“ hafði engu gleymt.
Hugur hans var með félögum
sínum, þótt veikindi settu þar
hömlur á. Við félagar í Dísinni
sf. söknum góðs vinar og fé-
laga og færum Erlu og fjöl-
skyldunni allri okkar bestu
kveðjur. Blessuð sé minning
Guðmundar Karlssonar.
Karl Sigurgeirsson.