Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af konu sem ók ölvuð í nágrenni Akureyrar um hádegisbilið í gær. Vegfarandi tilkynnti undarlegt öku- lag konunnar til lögreglu, sem hand- tók konuna. Hafði hún þá ekið utan í umferðarmerki og skjólvegg við út- sýnispall við þjóðveginn skammt ut- an við bæinn, án þess að stöðva för sína áleiðis inn til Akureyrar. Tekin var skýrsla af konunni á lögreglustöð og úr henni tekin blóð- sýni en var hún látin laus að loknum hefðbundnum aðgerðum lögreglu í tilfellum sem þessum. Bíða þarf eftir niðurstöðum úr blóðrannsókn áður en tekin verður afstaða um refsingu vegna brotsins. Ók á umferðarskilti og útsýnispall í ná- grenni Akureyrar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 majubud.is Fosshálsi 5-9, 110 Reykjavík. Opið mán.-mið. 10-16, fim.-fös. 10-18. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Hótuðu málþófi vegna frumvarps  Ekki verði skylt að fjölga borgarfulltrúum  Andstaða var á Alþingi  Málið tekið aftur upp í haust Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Andstaða Vinstri grænna og Pírata við frumvarpið var mjög hörð og hót- að var málþófi ef ætlunin væri að málið næði fram að ganga. Ég hafði fengið málið samþykkt í ríkisstjórn, sem fór síðan nokkuð fljótt í gegnum þingflokka Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Viðreisn lá hins vegar lengi á málinu og var treg, en hleypti því í gegn að lokum,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra sam- göngu- og sveitarstjórnarmála. Á haustþingi hyggst Jón leggja að nýju fram á Alþingi frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem gerir ráð fyrir fjölgun fulltrúa í sveitarstjórn þar sem íbúar eru 100 þúsund eða fleiri. Mál þetta var til umfjöllunar á vorþingi en mætti þar mikilli andstöðu og var á endanum tekið af dagskrá til að greiða fyrir þinglokum. Undið sé ofan af lagabreytingum Með vísan til íbúatölunnar ná áhrif þessa frumvarps aðeins til Reykja- víkur og þar eru borgarfulltrúarnir í dag 15 talsins, en verða 23 til 31 komi lög frá árinu 2011 til framkvæmda. Á nýafstöðu vor- þingi lagði ráð- herrann fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því að undið verði of- an af lagabreyt- ingunni frá 2011 og að borgar- fulltrúar verði jafn margir og nú, en aldrei fleiri en 21. Kosið verður til sveitarstjórna í lok maí á næsta ári og segir Jón Í borgarstjórn hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- ar talað gegn fjölgun fulltrúa. Í þeirra ranni hefur þó einnig komið fram það sjónarmið að ef fjölgað verði sé rétt að binda kosningu ákveðins fjölda fulltrúa við hverfin, þannig að þau eigi sitt fólk í borgar- stjórn; Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugarnes, Grafarvogur og svo framvegis. Þá bendir Jón Gunnars- son á að þess séu líka dæmi að fulltrúum í bæjar- og sveitar- stjórnum úti um land hafi verið fækkað með hagræðingu og skilvirk vinnubrögð að leiðarljósi. Gunnarsson að því sé æskilegt að umrædd breyting á lögum gangi í gegn fyrir næstu áramót. Hann vill þó ekki svara því hvort það sé til bóta fyrir sveitarfélögin að fulltrúum í sveitarstjórn, í þessu tilviki Reykja- vík, sé fjölgað. Aðalatriðið sé að af- tengja lagabreytinguna sem gerð var fyrir sex árum og halda málum í óbreyttu horfi, þannig að borgar- stjórn sé ekki skylt að fjölga borgar- fulltrúum en geti sjálf ákveðið hvort fjöldi borgarfulltrúa verði áfram óbreyttur eða þeim fjölgað um sex, eins og heimilt yrði innan ramma laganna. Jón Gunnarsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls höfðu 3.657 manns skrifað undir áskorun til forseta Ís- lands á tíunda tímanum í gærkvöldi um að undirrita ekki samþykkt Alþingis um skipan fimmtán dómara við Lands- rétt. Undirskriftasöfnun þessari, sem Jón Þór Ólafsson þingmaður átti frumkvæði að, var hleypt af stokkunum á föstudag, en í formála hennar segir að lögmæti skipunar- innar megi draga í efa, enda hafi verið farið gegn ráðum fagnefndar um val á dómurum í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skuli þingið samþykkja hvern fyrir sig ef farið sé á skjön við ráðgjöf. Sem kunnugt er fylgdi Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra ráðum fagnefndar varðandi ellefu umsækjendur um dómarastarf en vék frá ráðum um fjóra umsækjendur og tók aðra og jafn marga þeirra í stað. Því segir Jón Þór lögmæti skipunarinnar vafa undirorpið og er for- seti Íslands af þeim sökum hvattur til að skrifa ekki undir. Á laugardag greindi Jón Þór frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði sett sig í samband við Guðna Th. Jóhann- esson, forseta Íslands, vegna skipunar dómaranna og óskað atbeina hans. „Var að tala við Guðna forseta sem ætlar að taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið,“ sagði Jón Þór í stöðufærslu þar sem hann rekur afskipti sín af málinu frá einu stigi til annars. Meira hefur þingmaðurinn, sem nú er staddur í Bandaríkjunum, ekki tjáð sig um málið og ekki náðist í hann þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Þá gaf forseti Ís- lands ekki kost á viðtali um hvernig hann hygðist bregðast við undirskriftasöfnuninni. Ræddi við forseta Íslands um skipun dómaranna Jón Þór Ólafsson  Segir Guðna Th. Jóhannesson munu gefa sér góðan tíma Hið árlega Tweed Ride Reykjavík var haldið á laugardaginn síðastliðinn. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Hallgrímskirkju, þar sem hópurinn var myndaður áður en lagt var af stað. Hópurinn hjólaði í gegnum bæinn og stoppaði á veitingastaðnum Mat og drykk, þar sem boðið var upp á hressingu. Hópurinn endaði á Kex Hostel, þar sem verðlaunaafhending fór fram og veittar voru „High Tea“-veitingar frá Sæmundi í sparifötunum. Tweed Ride var upphaflega haldið í London, þar sem reiðhjólaáhugamenn stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Hjólreiðarnar eru þó ekki bara til þess að koma saman og hjóla, heldur klæða þátttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðarmanna og -kvenna. aronthordur@mbl.is Hjólað um borgina í klassískum hefðarklæðum Morgunblaðið/Golli Kári Sigurgeirsson, sem lögregla lýsti eftir í fyrradag, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi samkvæmt tilkynningu sem Lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér seint í gærkvöldi. Hafði lög- regla lagt mikla áherslu á að hann fyndist sem fyrst. Síðast hafði sést til Kára síðdegis á föstudag. Lög- regla þakkar öllum sem veittu lið- sinni við leitina að Kára og aðstoð- uðu við að finna hann. Kári Sigurgeirsson kominn í leitirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.