Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Guðmundur Ein- arsson, fyrrverandi prentari á Morg- unblaðinu, lést laug- ardaginn 17. júní á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi. Hann var áður til heimilis í Rjúpnasöl- um 10 í Kópavogi. Guðmundur fæddist í Reykjavík 17. maí 1944, sonur hjónanna Kristínar Steinunnar Guðmundsdóttur og Þórðar Einars Sím- onarsonar en uppeld- isforeldrar hans voru Kristjana Fjóla Guðmundsdóttir og Jón Trausti Gunnarsson. Guðmundur lauk sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1965 eftir nám á Morgunblaðinu. Hann hóf störf sem prentari á Morgunblaðinu 7. júní 1961 og starfaði þar til ársins 2006. Síðustu árin hans á Morgunblaðinu starf- aði hann við umbrot og uppsetningu blaðs- ins. Guðmundur starfaði einnig fyrir MS-félag Íslands og Öryrkjabandalagið á árunum 1988-2001 við uppsetningu á félags- blöðum þeirra ásamt Helga Seljan. Eftirlifandi eigin- kona Guðmundar er Elínborg Steinunn Pálsdóttir. Börn þeirra eru Páll Þórir, Ólafur Þór, Þorsteinn Sæþór og Kristjana Fjóla. Að leiðarlokum þakkar Morgun- blaðið Guðmundi fyrir störf hans fyrir blaðið og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Andlát Guðmundur Einarsson Gildi–lífeyrissjóður Aukaársfundur 2017 Dagskrá fundarins Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis–lífeyrissjóðs. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á fundinum. Tillögur til breytinga á samþykktum má sjá á vef sjóðsins og liggja þær einnig frammi á skrifstofu sjóðsins. Stjórn Gildis–lífeyrissjóðs. 1. Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 22. júní kl. 17.00 www.gildi.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenski kúastofninn er skyldari kúastofnum í Norðvestur-Frakklandi og Bretlandi en nor- rænu kúastofnunum. Við kortlagningu á erfðamengi stofnsins hefur komið í ljós óvænt blöndun við erlend kúakyn. Tvö naut reyndust vera með 14% blöndun við erlend kyn. Það þykir sérstakt þar sem innflutningur hefur lengi verið bannaður en hitt vekur meiri at- hygli að í þeim er blóð úr dönskum og amer- ískum Jersey-stofnum. Unnið er að undirbúningi þess að taka upp nýjar aðferðir við kynbótamat íslenskra nauta, aðferðir sem hafa verið innleiddar í öll- um nágrannaríkjunum. Ganga þær út á það að kanna erfðamengi kálfa til að spá fyrir um hversu góðir kynbótagripir þeir muni verða sem reynd naut. Það myndi flýta mjög kyn- bótum í íslenska kúastofninum. Kanna erfðamengi stofnsins Vegna þess verkefnis er verið að kanna erfðamengi íslenska stofnsins, hversu eins- leitur hann er og hver er uppruni hans. Bald- ur Helgi Benjamínsson, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir að þar sem stofninn hafi lengi verið einangraður sé hann einsleitur og fjarskyldur öðrum kúakynjum. Hann reyndist skyldari kúastofnum í Norðvestur-Frakklandi og Bretlandi en nor- rænu kúakynjunum. Greind hafa verið 47 naut sem tekin hafa verið á sæðingastöðvar á árunum 1981 til 2015. 29 þeirra eru af hrein- um íslenskum uppruna. Hin eru misjafnlega mikið blönduð, yfirleitt með erlent blóð á bilinu 1-5%. Tvö nautanna skáru sig úr með meiri blönd- un, eða nálægt 14%. Það eru Stjóri 85045, sem fæddur var á Dýrastöðum í Borgarfirði árið 1985, og Gígur 82011 frá Gilsbakka í sama héraði, fæddur 1982. Merki eru um að í þeim sé Jersey-blóð, úr dönskum og amerískum kúastofnum. Baldur Helgi segir að bæði þessi naut hafi ekki reynst góðir kynbótagripir við afkvæmaprófun á nautastöð og þau komu því ekki til frekari notkunar á kúabúunum. Hann segir að umræður um það hvernig þau hafi blandast séu hreinar vangaveltur. Ekki sé hægt að fullyrða hvenær blöndunin hafi orðið en nær öruggt að hún hafi orðið á 20. öld vegna þess hversu mikil hún er. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar í ættartölum umræddra nauta. Töluvert flutt inn Baldur Helgi vitnar í Landbúnaðarsögu Ís- lands þar sem fram kemur að í gegnum ald- irnar séu mörg dæmi um að nautgripir hafi verið fluttir til landsins. Það hafi í flestum til- vikum orðið án vandræða og því ekki ratað í sögubækurnar. Engin þekkt dæmi eru um innflutning á amerískum Jersey-kúm eða nautum, hvort heldur er beint frá Ameríku eða í gegn um Danmörku eða önnur lönd. Baldur Helgi segir að sú blöndun sem þarna hafi orðið sé algerlega ótengd holda- nautum og erfðaefni holdanauta sem flutt voru til landsins á síðustu öld. Vegna þess að bæði nautin eru borgfirsk hefur sú hugmynd komið upp í umræðunni hvort blöndunin eigi rætur að rekja til franska barónsins Charles Gouldrée-Boilleau sem rak kúabú við Barónsstíg í Reykjavík og á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Baldur Helgi segir að það séu aðeins vangaveltur sem erfitt sé að sannreyna. Amerískt blóð í borgfirskum nautum  Íslenska kúakynið reynist heldur skyldara frönskum og breskum kúastofnum en þeim norrænu Morgunblaðið/Styrmir Kári Einsleitni Íslenska kúakynið er einsleitt eftir langa einangrun. Þó skera sig úr gripir með er- lent blóð að hluta. Ekki er vitað um innflutning gripa sem svarar til þeirrar blöndunar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verkefni Guðrúnar Ingólfsdóttur um sjálfsmynd 19. aldar skáld- kvenna og glímuna við hefðina hlaut 9,5 milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði Íslans, en í gær, 19. júní sem er hátíðisdagur íslenskra kvenna, úthlutaði Þorsteinn Víg- lundsson félags- og jafnrétt- ismálaráðherra tæplega 100 millj- ónum króna úr sjóðnum. Berglind Rós Magnúsdóttur sem vinnur verkefni um virkni, val og skyldur foreldra á íslenskum menntavegi: Samspil kyns og fé- lagsstöðu, fékk 9,0 milljónir króna og verkefni Írisar Ellenberger; Huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700 – 1960 hlaut 8.0 milljónir króna. Þetta eru verkin sem hæstu styrkina hlutu Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður árið 2015 með ályktun Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á al- þjóðavísu. Stjórn Jafnréttissjóðs metur og afgreiðir styrkumsóknir. Af öðru má tiltaka verkefni Kristínar Jónsdóttur Kvennalist- inn.is sem fékk þriggja milljóna króna styrk. Þar eru í deiglunni þær nýju pólitísku áherslur sem kvennaframboðin á Íslandi komu með á sínum tíma, en þau eru einu kvennahreyfingarnar í heiminum svo vitað sé sem hafa fengið kjörna fulltrúa á þjóðþing og í sveitar- stjórnir. Komu framboð þessi mál- efnum kvenna í umræðuna, segir í kynningu. Fræðsla um ofbeldi og ábyrgð Þá fékk verkefni á vegum Kvennaathvarfsins og Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmda- stýru þess 1,0 milljón króna styrk. Tölum um ofbeldi – líka úti á landi er titill fræðslumyndbands og er yfirlýsing um að ábyrgð á heimilis- ofbeldi liggi hjá fullorðnu fólki en ekki börnum og hvatning til þeirra um að segja frá búi þau eða ein- hver sem þau þekkja við ofbeldi. Sótt var um styrk til að fylgja myndinni með sýningum úti á landi. Kynverund, ofbeldi og Kvennalistinn  100 milljónir kr. úr Jafnréttissjóði Ljósm/Velferðarráðuneytið Samfélag Hópurinn sem fékk styrki frá sjóðnum er hér allur samankom- inn, ásamt Þorsteini Víglundssyni sem er félags- og jafnréttismálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.