Morgunblaðið - 20.06.2017, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
20. júní 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.7 101.18 100.94
Sterlingspund 128.62 129.24 128.93
Kanadadalur 76.01 76.45 76.23
Dönsk króna 15.132 15.22 15.176
Norsk króna 11.871 11.941 11.906
Sænsk króna 11.548 11.616 11.582
Svissn. franki 103.34 103.92 103.63
Japanskt jen 0.9047 0.9099 0.9073
SDR 138.98 139.8 139.39
Evra 112.54 113.16 112.85
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 138.1217
Hrávöruverð
Gull 1251.1 ($/únsa)
Ál 1859.0 ($/tonn) LME
Hráolía 46.82 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Ómar Svavarsson
hefur verið ráðinn
forstjóri Securitas.
Ómar var forstjóri
Vodafone á ár-
unum 2009-2014
en hefur frá árinu
2015 gegnt starfi
framkvæmdastjóra
sölu og ráðgjafar hjá
Sjóvá. Hann tekur
við af Guðmundi Arasyni, sem lætur af
störfum eftir að hafa starfað hjá Securitas
um árabil.
Í tilkynningu um ráðningu Ómars er
haft eftir Guðlaugu Kristinsdóttur,
stjórnarformanni Securitas, að starfsemin
sé að taka miklum breytingum með auk-
inni áherslu á upplýsingatækni og rafræna
þjónustu við viðskiptavini. „Það er því
mikill fengur fyrir félagið að fá Ómar til liðs
við okkur sem hefur umfangsmikla
reynslu af störfum á fjarskipta- og trygg-
ingamarkaði þar sem þróunin í tækni og
þjónustu hefur verið hvað örust.“
Ómar tekur við starfi
forstjóra Securitas
Ómar Svavarsson
STUTT
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Um það bil helmingur eigna sænska
lífeyrissjóðsins Alecta er á erlendri
grundu, segir Magnus Billing, for-
stjóri lífeyrissjóðsins. Til saman-
burðar eru um 23 prósent eigna ís-
lenskra lífeyrissjóða erlendis. Fram
hefur komið í ViðskiptaMogganum
að almennt fjárfesti sænskir
lífeyrissjóðir yfir 60% eigna sinna
erlendis.
„Í ljósi þess hve alþjóðleg mörg
af þeim sænsku fyrirtækjum sem
sjóðurinn hefur fjárfest í eru má
færa rök fyrir því að stærri hluti
eignanna sé erlendis,“ segir Billing
í samtali við Morgunblaðið. Hann
var staddur hér á landi vegna ráð-
stefnu fyrir fagfjárfesta á vegum
Fossa markaða um fjárfestingar
sænskra lífeyrissjóða erlendis.
Fyrirferðarmeiri á Íslandi
Billing, sem eitt sinn var forstjóri
Nasdaq Nordic, vekur athygli á því
að sænskir lífeyrissjóðir eigi ekki
nærri jafn hátt hlutfall af sænska
hlutabréfamarkaðnum og íslenskir
lífeyrissjóðir eiga á íslenska mark-
aðnum.
Honum þykir æskilegt að hlut-
hafahópur fyrirtækja sé blandaður
af lífeyrissjóðum og einkafjárfest-
um. „Við erum fagfjárfestir en við
munum aldrei skipta okkur af
rekstri einstakra fyrirtækja. Upp-
bygging sjóðsins er ekki með þeim
hætti að við getum sinnt því hlut-
verki. Alecta getur verið góður
hluthafi með stóra stöðu, en það
þarf líka einkafjárfesta. Ég á samt
erfitt með að segja til um hve hátt
hlutfall af markaðnum lífeyrissjóðir
ættu að eiga.“
Hann segir að Alecta sé virkur
fjárfestir sem greiði atkvæði á aðal-
fundum og þegar bjóðist að tilnefna
fólk í nefndir sem leggur til hvaða
stjórnarmenn sitja í stjórnum fyr-
irtækja geri sjóðurinn það. „Við
höfum tekið þátt í 17 slíkum tilnefn-
ingum í ár. Með þeim hætti getum
við lagt okkar af mörkum að fyrir-
tækin hafi sterka stjórn,“ segir Bill-
ing.
Spurður hve langan tíma það taki
að skapa þekkingu á nýjum
erlendum mörkuðum segir hann að
það taki sinn tíma, og æskilegt sé
að sýna því skilning. Alecta fjárfesti
ekki háum fjárhæðum fyrst um sinn
þegar lagt sé fé á nýja markaði.
„Það þarf að læra af vegferðinni.“
Fyrir um átta árum hóf lífeyrissjóð-
urinn að fjárfesta í Bandaríkjunum
og hlutfall eigna þar í landi hefur
hægt og bítandi orðið umtalsvert.
Billing nefnir að þrátt fyrir að
Alecta sé virkur fjárfestir hafi sjóð-
urinn fjárfest í vísitölusjóðum í
þeim nýmarkaðsríkjum sem sjóð-
urinn hafi litla reynslu af.
Alecta hefur ekki fjárfest á Ís-
landi. Spurður hvers vegna ekki
segir Billing að nýverið hafi fjár-
magnshöftum verið aflétt hér á
landi. „Þið hafið verið læst úti í
nokkur ár,“ segir hann.
Sænskir lífeyrissjóðir fjár-
festa mun meira erlendis
Morgunblaðið/Ófeigur
Forstjóri Magnus Billing segir að æskilegt sé að lífeyrissjóðir og einkafjárfestar eigi í skráðum fyrirtækjum.
Yfir 9.000 milljarðar
króna í stýringu
» Alecta stýrir um 800 millj-
örðum sænskra króna, sem
svarar til um 9.350 milljarða
króna.
» Til samanburðar námu eign-
ir íslenska lífeyriskerfisins í
heild 3.726 milljörðum króna
árið 2016.
» Alecta hefur ekki enn fjár-
fest á Íslandi.
Sænskur forstjóri segir að afla þurfi þekkingar áður en fjárfest sé á nýjum mörkuðum
Rangt var farið með tölur í línuriti
um hve mikið erlendir ferðamenn
aka hér á landi sem fylgdi viðtali við
forstjóra Sjóvár í Viðskipta-
Mogganum á fimmtudag. Því er lag-
fært súlurit birt hér til hliðar. Beðist
er velvirðingar á mistökunum. Upp-
lýsingarnar sem grafið byggir á má
finna í skýrslunni Akstur og öryggi
erlendra ferðamanna 2016, sem
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónust-
unnar ehf. tók saman.
Akstur erlendra
ferðamanna
Heimild: Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar
Milljónir ekinna kílómetra
á bílaleigubílum árið 2016
J F M A M J J Á S O N D
100
75
50
25
0
107
9
37
17
Mun betri nýting
bílaleigubíla á sumrin
LEIÐRÉTT
Pólska símafyrirtækið Play hefur
ráðið fjárfestingarbankana J.P.
Morgan, BofA Merrill Lynch og
UBS, auk tveggja pólskra banka, til
þess að leiða skráningu félagsins í
Kauphöllinni í Varsjá. Samkvæmt
Financial Times verður þetta
stærsta frumútboð símafélags í
Evrópu í fimm ár.
Samkvæmt FT vænta markaðs-
greinendur þess að Play verði met-
ið á yfir 3,5 milljarða evra með
skuldum, jafngildi tæplega 400
milljarða króna. Play er í helmings-
eigu Novators, fjárfestingarfélags
Björgólfs Thors Björgólfssonar, á
móti gríska fjárfestingarfélaginu
Olympia Development.
Greint var frá
því í Morgun-
blaðinu í lok apr-
íl að eigendur
Play væru að
kanna möguleika
á skráningu fé-
lagsins. Play er
næststærsta far-
símafélagið í Pól-
landi, með yfir
14,3 milljónir viðskiptavina. Saga
Play spannar um áratug og hefur
markaðshlutdeild félagsins vaxið
úr 4,6% árið 2008 í 27,6% í lok mars.
Tekjur á síðasta ári námu liðlega 6
milljörðum pólskra slota, eða um
165 milljörðum króna.
Björgólfur Thor
Björgólfsson
Pólskt símfélag Novators
komið í skráningarferli
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
STURTUKLEFAR
Mælum, framleiðum,
útvegum festingar og
setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI