Morgunblaðið - 20.06.2017, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt allt virðist ganga þér í haginn
skaltu hafa það bak við eyrað hversu fljótt
veður skipast í lofti. Taktu við þessu nýja
verkefni því þú ferð létt með það.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú nýtur þess að vera í hópi góðra
vina í dag. Skjallaðu sjálfan þig, slappaðu
af og njóttu heilsunnar sem er sífellt að
verða betri.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt á hættu að kaupa eitthvað
af fljótfærni í dag. Fáðu hlutlausan aðila til
aðstoðar því hann sér málið öðrum aug-
um.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef þú ert í atvinnuleit farðu þá á
staði þar sem þú hefur sótt um vinnu áð-
ur. Ekki vera hræddur við að ýta á eftir
fólki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samskipti þín við fólk eru svo ná-
kvæm og næm að þú þarft næstum aldrei
að hækka röddina til að leggja áherslu á
mál þitt. Veltu þér ekki upp úr því þótt
eitthvað fari úr skorðum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að blanda þér ekki um
of í málefni annarra því það gæti orðið til
þess að þér yrði kennt um annarra mistök.
Gerðu þér svo far um að umgangast að-
eins þá sem eru á jákvæðu nótunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur verið kúnst að græða sem
mest á samstarfi við aðra. Vilji til sam-
vinnu og að ná raunsæju samkomulagi
hentar þér vel.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stundum er sannleikurinn
miklu tilþrifaminni en þú áttir von á. Fólk
hefur tekið eftir því hvað þú hefur lagt
hart að þér að undanförnu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gerðu greinarmun á skoðunum
og staðreyndum. Settu því ekki upp
hundshaus þótt þér líki þær ekki allar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Auðlegð og kraftur annarra
kemur þér að góðum notum í dag. Varastu
að senda öðrum misvísandi skilaboð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú býrð yfir mikilli orku í dag
sem gerir þér kleift að koma mörgum hlut-
um í verk. Einvera í fallegu umhverfi mun
koma friði á hugann.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki kvíða samningum. Ekki vera
með neitt á heilanum í millitíðinni, það
dregur bara athyglina frá fegurðinni sem
blasir við þér. Menn munu sjá þegar mál
skýrast að þú hefur rétt fyrir þér.
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því
að hann hefur vitjað lýðs síns og búið
honum lausn.
(Lúk. 1:68)
Mér þykir hlýða að byrja áþessari hringhendu á Leir
eftir Pétur Stefánsson:
Frónskur lýður fagnar ör.
Fánar prýða bæinn.
Það er blíða, það er fjör,
þjóðhátíðardaginn.
Á föstudaginn vakti Sigurlín
Hermannsdóttir athygli á því að
menn hefðu áhyggjur, og með
réttu, af því hvort íslenskan
myndi lifa af í stafrænum heimi: –
„Einu sinni höfðu menn miklar
áhyggjur af dönskum áhrifum en
þar er ólíku saman að jafna. Í
fyrsta lagi bendir ekkert til þess
að danska stefni að heims-
yfirráðum og í öðru lagi held ég
að dönskuslettur séu lokaður hóp-
ur sem ekki muni bætast í. Því
legg ég til að þær verði friðaðar.“
Og síðan yrkir hún um „Mál-
vöndun“:
Hún má ekki vera neitt moj
því er magnað hve oft virðumst sloj
en danskan er kekk
og ef drifin er vekk
þá verð ég sko ferlega foj.
Það stóð ekki á athugasemd frá
Páli Imsland „undir helgina og í
aðdraganda Álftavatnsreiðar“:
„Rétt hjá þér Sigurlín. Ég tek
undir tillögu þína um friðun
dönskuslettanna, og legg sérstaka
áherslu í því sambandi á prent-
smiðjudönskuna. Það er fallegasta
danska sem ég hef heyrt, fallegri
en jóska.
Merkilegast var þó í þessu sam-
bandi, að þessi herferð gegn
dönskuslettunum bar árangur, en
menn lærðu ekki af því að gera
slíkt hið sama varðandi ensku-
áhrifin:
Þá Magga varð mannbær og bomm
varð mamma’ hennar ferlega domm,
því pabbinn var brun,
beruset og lun
og „brennivín í flasken da vi kom“.“
Út í aðra sálma: Þetta er „eilífð-
arvandamál“ segir Helgi R. Ein-
arsson:
Um staurinn og rembing hjá rjúpunni
og risann, sem endaði’ á kúpunni,
segin er saga,
sem seint tekst að laga,
því setið er ennþá í súpunni.
Og „þessir finnast“:
Þótt talandi Lalla sé lipur
og laglegur frekar hans svipur
er eðli hans brotið,
brenglað og rotið.
Ljómandi gallagripur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Dönskuslettur og rjúpan
við staurinn
Í klípu
„EN, EF ÞIÐ HORFIÐ Á ÞETTA FRÁ
ÞESSUM SJÓNARHÓLI, ÞÁ LÍTUR STAÐ-
AN EKKI SVO ILLA ÚT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG KOM MEÐ ÞIG HINGAÐ, SVO ÉG
GÆTI BEÐIÐ ÞIG UM AÐ GIFTAST MÉR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann heldur
upp á fimmtugsafmælið
þitt, en segir að þú sért
enn eins og þú sért
tvítug.
ÉG ER STOLTUR
MAÐUR!
EKKI SPYRJA
MIG AF HVERJU
ÉG ÆTLAÐI EKKI
AÐ GERA ÞAÐ
MJÖG
STOLTUR MAÐUR
ÞÚ ÆTTIR AÐ PANTA
ÞAÐ SEM ÞJÓNNINN
MÆLIR MEÐ…
HLJÓMAR
VEL!
HVERJU
MÆLIRÐU
MEÐ?
ÞETTA VAR
ÞÍN
HUGMYND!!
ÉG GET MÆLT
MEÐ ÖLLU Á
MATSEÐLINUM!
ALMANNATENGSL
GRÓÐI
SNARL
Víkverji hefur áður haft orð á þvíhve þjónusta Reykjavíkurborgar
getur verið döpur, þó að margt sé
ágætlega gert. Eitt laugardags-
síðdegi þurfti Víkverji að komast í
sund og fyrst og fremst í heitan pott
til að láta líða úr sér þreytu í baki eft-
ir golfhring dagsins og aðra útivist.
x x x
Fyrst var stefnan tekin á SundhöllReykjavíkur, en þar er ein-
staklega góður nuddpottur fyrir ba-
kveika. Þegar þangað var komið
reyndist sundhöllin lokuð vegna
framkvæmda. Um það hafði Víkverji
ekki vitneskju, enda svo sem ekki
daglegur gestur, en í sjálfu sér eðli-
legt að búið sé að loka vegna fram-
kvæmda við nýju laugina. Víkverji
bíður spenntur eftir að hún verði
opnuð.
x x x
En jæja, þá varð að finna næstulaug. Næstbestu pottarnir að
mati Víkverja eru í Árbæjarlaug og
þangað lá leiðin, þó að löng væri. Er
inn var komið voru starfsmenn
komnir á fullt við að skúra og Vík-
verja tilkynnt að lauginni yrði lokað
eftir korter, eða kl. 18. Það var alltof
stuttur tími fyrir slökun og furðaði
Víkverji sig á þessum tíðindum.
Laugardagur og hálf þjóðin búin að
vera úti í góða veðrinu, og því kær-
komið að komast í sund og heita
potta.
Víkverji ákvað að fara á vefinn og
kanna hvenær Grafarvogslaug væri
opin, sem er hin ágætasta laug, en
þar var sama staða uppi, lokað kl. 18
á laugardögum.
x x x
Ekki vildi Víkverji fara í mann-mergðina í Laugardalslaug og of
langt að aka í Vesturbæjarlaug,
þannig að niðurstaðan var að aka í
næsta bæjarfélag og fara í Kópa-
vogslaug, sem opin er til kl. 20 á laug-
ardögum. Það er mun gáfulegri þjón-
usta en að loka sundlaugum kl. 18 um
helgar, þegar fólk er á ferð og flugi
yfir daginn og þarf síðan að þrífa sig
og slaka á undir kvöld. Þarna mætti
borgin gyrða sig í brók, eins og á svo
mörgum öðrum sviðum, blessunin.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is