Morgunblaðið - 20.06.2017, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Sumartónleikar Freyjujazz eru nú í
fullum gangi og eru þeir á dagskrá
alla þriðjudaga klukkan 12:15 í
Listasafni Íslands. Í dag kemur
fram ungi djasspíanóleikarinn Sara
Mjöll Magnúsdóttir. Með henni
leikur Þorgrímur Jónsson á kontra-
bassa. Þorgrímur er vel þekktur á
Íslandi sem bassaleikari og hlaut
meðal annars tvenn verðlaun á Ís-
lensku tónlistarverðlaununum í ár.
Sara Mjöll útskrifaðist í vor með
burtfararpróf í djasspíanóleik úr
FÍH. Á sama tíma útskrifaðist hún
sem tónlistarkennari en undanfarin
þrjú ár hefur hún verið að kenna pí-
anóleik í Tónsölum í Kópavogi
ásamt því að starfa sem tónlist-
arkona og koma reglulega fram.
„Það er ótrúlega gaman og algjör
forréttindi að fá að starfa einungis
við tónlist, bæði við kennslu og
spilamennsku,“ segir hún.
„Ég byrjaði að spila á píanó þeg-
ar ég var 10 ára og var í klassísku
námi framan af en var alltaf ást-
fangin af djassinum,“ segir Sara
Mjöll.
Hún sótti um í FÍH árið 2011
þegar hún var 17 ára og útskrifaðist
í vor eins og áður sagði.
Á tónleikunum ætlar hún að
bjóða upp á frumsamda tónlist sem
og uppáhaldsstandardana sína. Á
burtfarartónleikum sínum úr FÍH
segist hún einungis hafa flutt lög
eftir sjálfa sig. „Ég hef verið að
gera mikið af því að semja mína
eigin tónlist og haldið tónleika með
frumsömdu efni,“ segir hún.
Um framhaldið segist hún ætla
að halda áfram að kenna og spila
sem allra mest. „Ég ætla að vinna
sem mest fyrir mér sem tónlist-
arkona næsta árið. Svo stefni ég á
að fara út í frekara nám,“ segir
Sara Mjöll að lokum.
Efnileg Sara Mjöll er nýútskrifaður djasspíanóleikari og tónlistarkennari.
„Ástfangin
af djassinum“
Sara Mjöll kemur fram á Freyjujazz
María Hrund Marinósdóttir hefur verið ráðin markaðs-
stjóri Borgarleikhússins frá 1. ágúst. „Ég hef sjaldan ver-
ið eins spennt að hefja störf á vinnustað enda hef ég sótt
leikhús eins mikið og ég hef getað frá því ég var barn.
Það eru forréttindi að markaðssetja upplifun sem maður
trúir að skipti verulegu máli fyrir samfélagið okkar og
það á sannarlega við um það sem Borgarleikhúsið býður
Íslendingum upp á. Þess utan trúi ég að þetta sé
skemmtilegur vinnustaður, stútfullur af fólki sem brenn-
ur fyrir það að skapa og það er eftirsóknarverð orka fyr-
ir markaðsmanneskju til að starfa í,“ segir María Hrund,
sem er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. María
Hrund hefur víðtæka reynslu á sviði markaðs- og kynningarmála. Hún var
viðskiptastjóri á Fíton auglýsingastofu 2005-2007, markaðsstjóri VÍS 2007-
2016 og seinast markaðsstjóri Strætó, en hafði áður starfað sem ráðgjafi
hjá KOM og markaðsstjóri hjá DV og Frjálsri fjölmiðlun.
Nýr markaðsstjóri Borgarleikhússins
María Hrund
Marinósdóttir
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Litlir svartir loðboltar að leik, ungar
stúlkur í miðri ráðgátu, blaðamenn á
heimshornaflakki, kúrekar og flakk-
arar í gegnum tíð og tíma. Þetta eru
aðeins fáeinar af þeim sögum sem
íslenskaðar hafa verið hjá Froski út-
gáfu af hinum frjósama fransk-
belgíska myndasögumarkaði. „Í
sambandi við Sval og Val er málið
einfaldlega að við erum búin að gefa
þá út síðan 2013,“ segir Jean Po-
socco, ritstjóri Frosks, um nýjustu
bækur félagsins. „Lóa og Tíma-
flakkararnir hafa líka komið út síðan
þá. Þetta er framhaldið af þessum
bókum. Þær hafa orðið vinsælli eftir
því sem árin hafa liðið.“
Jean segir bókaraðirnar sem
Froskur hefur kynnt fyrir
þjóðinni hafa tekið nokk-
urn tíma í að ná vinsæld-
um en séu nú margar
komnar á flug. „Tímaflakk-
ararnir og Lóa voru lengi að
starta en núna er þetta kom-
ið í gang,“ segir hann. „Það er
smátt og smátt að síast inn að
myndasögur séu á markaðnum í
meiri mæli.“
Nýtt og gamalt efni
Bókaval Frosks er fjölbreytt og
spannar lesendahóp frá hinum
yngstu til eldri myndasöguaðdáenda
sem ólust upp þegar Iðunn var og
hét. Frá lokun bókafélagsins Iðunn-
ar, sem var öflugt í þýðingu evr-
ópskra myndasagna á áttunda og ní-
unda áratug síðustu aldar, hefur
verið lítið um myndasöguútgáfu á
Íslandi. „Ég fer oft á sýningu, á
messu, til útlanda,“ segir Jean.
„Sérstaklega til Bologne. Þá dett ég
niður á eitthvað sem mér finnst
skemmtilegt. Ég fer að hitta útgef-
endur þarna í París og hvar sem
þeir eru. Þeir senda mér sýnishorn
og ég bara vel það sem hentar. Þeim
finnst mjög gaman að það sé einhver
sem vill gefa út myndasögur hérna á
Íslandi þótt markaðurinn sé lítill.“
Frá stofnun árið 2013 hefur
Froskur gefið út nýjar þýðingar af
sígildum myndasögum á borð við
Ástrík og Lukku-Láka samhliða efni
sem aldrei hefur komið út á íslensku
áður. „Það er gott að koma með eitt-
hvert nýtt efni,“ segir Jean. „Þess
vegna fór maður að gefa út Dagbók
Rakelar og líka Loðmund. Sú fyrr-
nefnda er frönsk bókaröð frá árinu
2012. Það eru komnar fjórar bækur.
Þær eru ljúfar og í anda þess sem
fólk er að lesa í dag, svona saka-
málasögur þótt þær séu ekki beint
neinn krimmi. Þær fjalla samt um
rannsóknarefni og sanna að það er
hægt að rannsaka ýmislegt annað
en bara morðmál, sem eru svolítið
ríkjandi núna í þjóðfélaginu hvort
sem það er í sjónvarpsefni eða í
bókaútgáfu.“
Með fjölbreytninni vonast Jean til
þess að Froskur nái að höfða til les-
enda utan við hóp hefðbundinna
myndasöguaðdáenda. „Það er ein-
mitt málið, að víkka lesendahópinn,“
segir hann. „Í gegnum árin hefur
myndasagan frekar verið handa
strákum en stelpum. Það var mjög
lítið um kvenpersónur í klassískum
myndasögum en kvenhetjur hafa
orðið meira áberandi síðustu árin.
Ég fékk góðar viðtökur við Lóu,
sem er svona „stelpubók“
þótt strákar hafi líka gam-
an af henni. Mér fannst góð
hugmynd að halda áfram á
sömu leið og höfða til stelpu-
hópsins og gefa þeim eitthvað
meira en bara Lóu og stöku
Manga. Mér fannst gott að koma
með þetta líka, bókaflokkinn um
Rakel.“
Að læra að lesa myndasögur
„Og svo Loðmundur, hann er fyr-
ir miklu yngri krakka,“ heldur Jean
áfram og vísar til textalausra barna-
bóka um svarta furðudýrið Loð-
mund. „Hann getur kennt börnum
að lesa myndasögur. Það er gaman
að geta boðið upp á myndasögur
fyrir yngri aldurshóp en Andrés
Önd en samt ekki bara fyrir börn
heldur líka fyrir fólk sem kann ekki
að lesa myndasögur. Þarna er hægt
að læra að lesa myndasögur frá
vinstri til hægri og niður. Maður
getur sjálfur lært og samið textann
alla leið, hvað Loðmundur segir og
hugsar. Loðmundur er hálfgerð
kennslubók. Hún er þroskari og það
er hægt að læra ýmislegt um sam-
skipti manna þegar maður les þess-
ar bækur. Þegar foreldrar lesa með
barninu og barnið vill nema staðar
við ákveðna mynd er hægt að ræða
hvað er að gerast í myndinni. Þegar
bókin er lokuð er hægt að ræða um
samskipti manna almennt í þjóð-
félaginu. Þarna erum við að fara al-
veg á byrjunarreit til að kenna fólk-
inu að lesa sögurnar.“
Jean segir að Froskur útgáfa
muni halda áfram á svipaðri braut
og halda áfram að gefa út bæði nýtt
og gamalt efni. „Myndasagan er
ekki bara fyrir börn,“ segir hann.
„Andrés Önd er bara lítill hluti af
palettunni af öllum mynda-
sögubókum sem koma út.“
Lesendahópur-
inn víkkaður
Froskur útgáfa gefur út evrópskar myndasögur í nýrri
íslenskri þýðingu Erlendum útgefendum finnst gaman að
einhver vilji gefa út myndasögur á Íslandi, segir ritstjóri
Morgunblaðið/Kristinn
Ritstjóri Jean Posocco, rit-
stjóri hjá útgáfunni Froski.