Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Secret Solstice 2017 AF SECRET SOLSTICE Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Tónlistarveislan hélt áfram allahelgina á Secret Solstice íLaugardalnum. Fór hátíðin vel fram og varð ég ekki vör við skipulagsleysi sem mikið var fjallað um eftir hátíðina í fyrra. Veðrið ým- ist lék við hátíðargesti eða reyndi sitt besta til að rigna þá niður, enda ekki við öðru að búast helgina í kringum þjóðhátíðardag Íslendinga. Svo mikið úrval var af veit- ingavögnum að hátíðin hefði þurft að standa yfir í a.m.k. viku frá morgni til kvölds hefði fólk viljað bragða á öllu sem í boði var. Segja mætti að skin og skúrir, góður matur og ís- lenskt og erlent rapp hafi einkennt hátíðina að þessu sinni. Eftir sæmilega rólega byrjun á fimmtudegi hátíðarinnar var tölu- vert meira líf í tuskunum á föstudag. Sjálf byrjaði ég á að sjá unga ís- lenska rapparann GKR á Gimli- sviðinu. Góð mæting var á tón- leikana hans en hann kvaðst nokkuð hissa á því í hve miklu stuði áhorf- endur voru svo snemma kvölds. Sjálfur var hann í góðum gír og hoppaði stanslaust fram og til baka á sviðinu meðan hann rappaði lög sín á borð við „Tala um“ og „Meira“ við góðar undirtektir. Ég eyddi restinni af kvöldinu við Valhöll þar sem íslenska sveitin Vin- tage Caravan kom mörgum á óvart með þéttu rokki. Hljómsveitin Agent Fresco laðaði marga hátíðargesti að sviðinu með lögum af plötu sinni Destrier og var framkoma hennar góð að vanda. Klukkan 22 var svo komið að sveitinni sem margir höfðu beðið hvað spenntastir eftir á hátíðinni, þegar Foo Fighters steig á svið. Mér og líklega fleirum sem höfðu komið sér fyrir heldur aftarlega í mann- mergðinni til mikillar gleði var tón- leikum sveitarinnar varpað á skjá efst á sviðinu. Hljómsveitarmeðlimir fluttu mörg sinna þekktustu laga við mikinn fögnuð áhorfenda. Söngvari sveitarinnar, Dave Grohl, hafði orð á því að þeir ættu alltof mikið af lögum sem þeir vildu spila og lofaði því að næst þegar þeir kæmu myndu þeir spila í þrjár klukkustundir. Á þjóðhátíðardaginn sjálfan sýndi sólin sitt besta andlit og hátíðar- gestir nutu hennar til hins ýtrasta og tylltu sér á grasið víðsvegar um há- tíðarsvæðið, margir með kaldan drykk í hendi. Ég hafði beðið spennt eftir að sjá sveitina Cyber á sviði, en hún samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem einnig eru Reykjavík- urdætur en lýsa sér sem örlítið myrkari sveit með meiri „daddy issues“. Ég varð alls ekki fyrir von- brigðum með sveitina og get ekki beðið eftir að sjá þær gera stærri hluti í framtíðinni. Rappararnir í Úlfi Úlfi trekktu marga að Gimli-sviðinu þegar þeir fluttu lög af nýju plötunni sinni Hefnið okkar þar sem lagið „Bróð- ir“ bar hvað hæst. Fljótlega lá þó leið aðdáenda íslensks rapps að Valhallarsviðinu þar sem XXX Rottweiler hundar tróðu upp. Þeir gjörsamlega trylltu lýðinn með eldri lögum á borð við „Þér er ekki boðið“ og „Gemmér“ sem og nýrri lögum eins og „Negla“, „Í næsta lífi“ og „Kim Jong-un“. Auðvitað gat ekki verið að dag- urinn myndi haldast alveg þurr hinn 17. júní. Um það leyti sem The Prodigy var að stíga á svið byrjaði að rigna hressilega á tryllt mann- hafið sem hoppaði og dansaði við lög á borð við „Smack My Bitch Up“, „Voodoo People“ og „Breathe“. Áhorfendur héldu því rennandi blautir en sáttir út af há- tíðarsvæðinu eftir frammistöðu undrabarnanna. Einhverjir héldu beint inn í Hel þar sem danspartíið hélt áfram langt fram eftir nóttu á meðan aðrir héldu heim til sín í hlýjuna. Skemmtanahald helgarinnar var augljóslega farið að taka sinn toll af hressleika hátíðargesta þegar þeir mættu til leiks á sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Dagskráin gaf þó undanförnum dögum ekkert eftir. Töluvert kaldara var í veðri en fólk lét ekkert stoppa sig í að sjá marga vinsælustu rappara landsins í Val- höll. Þar stigu á svið, meðal ann- arra, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti og Gísli Pálmi en óhætt er að segja að þeir séu stærstu nöfnin í íslensku rappsenu dagsins í dag. Af erlendum nöfnum sunnudags- kvöldsins ber helst að nefna Young M.A., Big Sean og Rick Ross sem lokaði kvöldinu á stærsta sviðinu. Örlítið rólegri stemning var á minni sviðum hátíðarinnar en hljómsveitin Kiriyama Family sem hefur verið að auka vinsældir sínar síðan 2012 steig á svið á Gimli og var til fyrirmyndar í hljómleik og söng. Ég var sérstaklega hrifin af frammistöðu söngkonu sveit- arinnar, Huldu Kristínar Kolbrún- ardóttur. Í Fenri var það svo hljómsveitin Amabadama sem spilaði fyrir troð- fullu tjaldi af börnum jafnt sem full- orðnum sem dilluðu sér við lög eins og „Gaia“ og „Ai Ai Ai“. Hápunktur sunnudagsins og jafnvel hátíðarinnar allrar fyrir mér var svo þegar hinn auðmjúki Daði Freyr sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í Söngvakeppni sjón- varpsins nú í vor steig á svið í Gimli. Ég hafði reglulega séð honum bregða fyrir í áhorfendaskara há- tíðarinnar, enda er hann höfðinu hærri en flestir. Honum þótti þó viturlegast að fara úr svarta jakk- anum sem hann klæddist yfir grænu einkennispeysunni eftir fyrsta lagið svo fólk myndi örugg- lega þekkja hann. Daði Freyr spil- aði meðal annars „Hvað með það?“, sínar útgáfur af Eurovisionlög- unum „Gleðibankinn“ og „Paper“ auk nokkurra eldri laga úr hljóm- sveit sinni RetRoBot. Einnig flutti hann nokkur óútgefin lög sem lof- uðu góðu og ljóst er að Daði Freyr er upprennandi stjarna. Ég ákvað allavega eftir tónleikana hans að ég skyldi fjárfesta í einni grænni peysu með andlitinu á honum. Flestir hátíðargestir hafa líklega haldið sáttir en þreyttir út í líðandi vinnuviku eftir langa og stranga tónlistarhelgi. Gulir Rapparinn GKR teygir sig til að „klessa“ samlita aðdáanda sinn. Morgunblaðið/Hanna Innlifun Söngvarar sveitarinnar Kiriyama Family, Karl og Hulda Kristín, lifa sig inn í flutninginn á sviðinu í Gimli. Löng og ströng tónlistarveisla Hundar Erpur og Bent eru meðlimir sveitarinnar XXX Rottweiler hunda. » Veðrið ýmist lék við hátíðargesti eða reyndi sittbesta til að rigna þá niður. Segja mætti að skin og skúrir, góður matur og íslenskt og erlent rapp hafi einkennt hátíðina að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.