Morgunblaðið - 20.06.2017, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Eiður og Ragnhildur skilin
2. „Lokkuð inn á flugvöll og …“
3. Íris Arna greip vöndinn
4. Ökumanni bíls bjargað úr Ölfusá
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sólveig Guðmundsdóttir, sem ný-
verið hlaut Grímuna sem besta
leikkonan í aðalhlutverki, þreytir
frumraun sína í Þjóðleikhúsinu á
næsta leikári. Hún leikur í verkinu
Efa eftir John Patrick Shanley sem
frumsýnt verður í Kassanum í jan-
úar 2018. Leikstjóri uppfærslunnar
er Stefán Baldursson og ný þýðing
er eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Í
öðrum hlutverkum eru Hilmir Snær
Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir
og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
sem snýr aftur á svið Þjóðleikhúss-
ins eftir 13 ára hlé. Leikritið Efi er
margverðlaunað og fjallar um
mörkin í mannlegum samskiptum,
tortryggni og nístandi óvissu. Dag
einn tjáir skólastýra í kaþólskum
barnaskóla í New York ungri
kennslukonu að sig gruni að prest-
ur í kennarahópnum eigi í óeðlileg-
um samskiptum við einn skólapilt-
anna. Presturinn neitar öllum
ásökunum. Kvikmynd byggð á leik-
ritinu frá árinu 2008 skartaði Me-
ryl Streep, Philip Seymour Hoff-
man og Amy Adams í
lykilhlutverkum.
Steinunn Ólína og
Sólveig leika í Efa
Kvartett Carioca leikur á Kex hos-
teli í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn
skipa Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á
fiðlu og básúnu, Ásgeir Ásgeirsson á
gítar, Þórður Högnason á
kontrabassa og Rodr-
igo Lopes á slagverk.
Carioca er heiti þeirra
sem búa í borginni
Rio de Janeiro í Bras-
ilíu og verður tón-
list kvöldsins sú
sem þar má
finna.
Kvartett Carioca á
Kex hosteli í kvöld
Á miðvikudag Suðaustan 5-15, hvassast SV-til framan af degi.
Rigning S- og V-lands, en þurrt að kalla norðan heiða fram til
kvölds. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu,
fyrst SV-til, en mun hægari og þurrt A-til fram undir hádegi. Hiti 9
til 16 stig, hlýjast nyrðra.
VEÐUR
Tvö neðstu liðin í Pepsi-
deild karla í knattspyrnu,
Víkingur frá Ólafsvík og ÍA,
unnu bæði leiki sína í gær-
kvöld og galopnuðu með því
botnbaráttu deildarinnar.
Þau eru nú aðeins stigi á
eftir KR og Fjölni. Ólafsvík-
ingar unnu Stjörnuna óvænt
og Skagamenn lögðu Fjölni.
KR slapp við að lenda í fall-
sæti þegar Óskar Örn
Hauksson jafnaði gegn
Breiðabliki í blálokin. »2-4
Botnbaráttan
galopnaðist
Öll íslensku liðin eiga
ágæta möguleika
„Mig langar að keppa á heimsmeist-
aramótinu í Ungverjalandi í lok ágúst
og ætla mér það eins og staðan er
núna. Ég er að skrifa ritgerð í sumar í
mastersnáminu mínu og er ekki bara
fínt að skrifa ritgerð og fara á heims-
meistaramót?“ segir fremsti júdó-
maður landsins, Þormóður Árni Jóns-
son, sem hyggst halda áfram af krafti
í íþróttinni enn um sinn. » 1
Fínt að skrifa ritgerð
og fara á HM
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
Sverrir Ingi Garðarsson varð á
dögunum fyrsti Íslendingurinn til
þess að standast svokallað Class 1
dómarapróf í snóker. Slíkt próf
gefur honum réttindi til þess að
dæma á alþjóðlegum stórmótum,
en enginn Íslendingur hefur áður
náð þeim árangri.
Allt hófst þetta árið 2010 þegar
Sverrir hélt til Möltu, þá lítt kunn-
ugur snókerheiminum. „Ég var á
þeim tíma alveg grænn í þessu og
vissi nánast varla út á hvað þetta
gekk. Síðan heillaðist ég bara af
íþróttinni og fólkinu sem er bæði
að stunda hana og dæma,“sagði
Sverrir í samtali við Morgunblaðið.
Úti á Möltu tók hann hið svokall-
aða Class 3 próf eftir að hafa feng-
ið kennslu í almennum grunn-
reglum í dómgæslu, t.d. hvernig á
að undirbúa snókerborð fyrir
keppni og hvernig dómari á að
klæðast. Í kjölfar þess að hafa
staðist Class 3 prófið fór Sverrir að
dæma í snóker við hvert tækifæri
sem gafst.
„Það er mikið um það að það
vanti dómara á bæði Evrópumótum
og alþjóðlegum mótum. Þetta er
sjálfboðavinna svo að maður þarf
svolítið að fórna sér í þetta. En það
er alveg þess virði“ segir Sverrir.
Íhugar að fá kennararéttindi.
Árið 2014 tók Sverrir svo Class 2
próf í Lettlandi, en það próf er fyr-
ir lengri komna. Í kjölfarið dæmdi
hann undanúrslitaleik í snóker á
Evrópumóti. Loks ákvað hann svo
að taka slaginn við Class 1 prófið.
Það fór fram á Evrópumótinu í
liðakeppni í Albaníu á dög-
unum, en að sögn Sverris
áttu Íslendingar tvær af
fjórum deildum í þeirri
keppni. Prófið stóðst
hann með glans og
dæmdi því úrslitaleikinn á mótinu.
„Núna er ég kominn með æðstu
gráðuna svo að það eina sem er
eftir fyrir mig væri að taka kenn-
araréttindi. Þá get ég farið að
þjálfa upp verðandi dómara og
veita þeim réttindi til þess að
þjálfa“ segir Sverrir.
Að hans sögn eru afar fáir á
Norðurlöndunum sem hafa farið
svo langt að ná sér í kennararétt-
indin í snóker. Á nýafstöðnu Nordi-
cup móti var fenginn kennari frá
Bretlandi sem hélt námskeið. Seg-
ist Sverrir finna fyrir miklum
þrýstingi frá evrópska sambandinu
að taka kennararéttindin. Að-
spurður segist hann hins vegar
ekki vera búinn að gera upp hug
sinn varðandi það.
Þarf svolítið að fórna sér
Fékk dómara-
réttindi í snóker
fyrstur Íslendinga
Dómari Sverrir Ingi Garðarsson tók próf á Möltu og er hér við dómgæslu á snókermóti í Lettlandi.
Enginn Íslendingur hefur áður hlotið dómararéttindi í snóker svo
vitað sé. Þó eru Íslendingar ekki alveg ókunnugir íþróttinni. Hér á
landi hafa meðal annars verið haldin Íslandsmót í snóker lengi.
Þann 21. maí síðastliðinn var haldið Íslandsmót meistaraflokks í
snóker og fór það fram á Billiardbarnum í Faxafeni. Núverandi
Íslandsmeistari í flokknum 40+ er Jón Ingi Ægisson, en hann
varði titil sinn í byrjun apríl á þessu ári. Þá hafa Íslendingar átt
góðu gengi að fagna á ýmsum stórmótum, auk þess sem
lengi hefur verið vinsælt að skella sér í snóker- og pool-
stofuna í Lágmúla þar sem enginn þarf að vera fag-
maður til þess að fá að spreyta sig á sportinu og hafa
gaman af.
Íslendingar þekkja íþróttina vel
SNÓKER Á ÍSLANDI
Sverrir Ingi
Garðarsson
Íslensku liðin fjögur sem taka þátt í
Evrópumótum karla í knattspyrnu í
sumar eiga öll ágæta möguleika á að
komast áfram gegn mótherjum sín-
um. FH situr hjá í fyrstu umferð og
fer síðan annaðhvort til Færeyja eða
Kósóvó, Stjörnumenn fengu írska
andstæðinga, KR-ingar finnska og
Valsmenn mæta lettneskum mótherj-
um. »4