Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Qupperneq 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
N
ýr hópur stúdenta kveður
Menntaskólann á Akureyri
árlega, eins og nærri má geta.
Kennarar koma og fara, jafn-
vel skólameistarar, en verði
stúdent frá aldarafmæli skólans 1980 við-
staddur skólaslit í dag, laugardag 17. júní, sér
hann að minnsta kosti einu kunnuglegu andliti
bregða fyrir. Reyndar tveimur; einn kennarinn
er sá sami, svo og maðurinn á bak við mynda-
vélina, Páll A. Pálsson.
Palli ljósmyndari, eins og hann er jafnan
nefndur á Akureyri, hélt upp á það á dögunum
að fimmtíu ár voru síðan hann stofnaði ljós-
myndastofu sína.
Páll er 71 árs en „rétt að byrja“ eins og hann
orðar það sjálfur við blaðamann. Hann hefur
myndað nýstúdenta í tæpa fjóra áratugi og
þykir það skemmtilegt verkefni. Yfirleitt verið
heppinn með veður, segir hann, enda Akureyr-
ingur í húð og hár!
Spáin er reyndar ekki góð fyrir daginn, rign-
ing er í kortunum, en þótt sólskinsdagarnir séu
minnisstæðari en hinir er hér á síðunni sönn-
unargagn um að hann hékk ekki alltaf þurr.
Páll byrjaði ungur að munda myndavélina.
„Ég fór á námskeið hjá Æskulýðsráði Ak-
ureyrar, líklega 1957 eða 58, þegar ég var 11
eða 12 ára. Þetta var heima hjá Hermanni
Ingimarssyni, sem var með aðstöðu í kjall-
aranum heima hjá sér í Hamarstígnum. Þar
hafði hann byrgt glugga, því auðvitað mátti
alls ekki sjást ljós þegar menn voru að fram-
kalla filmur eða kópíera myndir. Ég geng
stundum framhjá húsinu og sé þennan glugga;
þá rifjast þetta allt upp fyrir mér.“
Áhuginn kviknaði snemma
Hann segist strax ungur hafa hugleitt að
leggja ljósmyndun fyrir sig. „Ég vissi af ljós-
myndurum hér í bænum eins og Kristjáni
Hallgrímssyni, Eðvarð Sigurgeirssyni og Guð-
mundi Trjámannssyni; hann tók einmitt ferm-
ingarmynd af mér á stofu sinni í Skipagötu 12.“
Ljósmyndastofa Páls er í húsinu númer 8 við
Skipagötu, 27 skrefum frá númer 2 þar sem
stofan hans var til húsa fyrstu árin.
Þegar Páll var 17 ára og hálfu betur, haustið
1963, hóf hann nám í ljósmyndun. Þrátt fyrir
góða fagmenn á Akureyri lærði hann á Húsa-
vík, hjá Pétri Jónassyni. „Þá þurfti maður að
vera hjá stofu hjá meistara,“ segir hann.
Haustið 1966 hóf Páll störf hjá Sigurði Stef-
ánssyni, sem var með ljósmyndastofu í Amaro-
húsinu í miðbænum, var þar í nokkra mánuði
þangað til honum áskotnaðist húsnæði við
Skipagötu og eftir að hafa standsett það var
Ljósmyndastofa Páls opnuð 3. júní 1967. Bæði
stofndaginn og hálfrar aldar afmælið bar upp á
laugardag.
Á þessum árum þótti langt til Húsavíkur,
segir Palli, þannig að hann flutti þangað og
dvaldi í þrjú ár meðan á náminu stóð. Segist
þrátt fyrir það hafa skotist til Akureyrar um
hverja einustu helgi; hann var nefnilega í sér-
staklega öflugum flokki skáta og alls ekki var
langt heim til að hitta félagana! Helgunum var
yfirleitt varið í tjaldi, snjóhúsi eða svefnpoka
undir berum himni eftir aðstæðum.
Páll man tímana tvenna, jafnvel þrenna. „Ég
náði að taka mynd á glerplötu hjá Pétri,“ segir
hann. „Það þýðir að ég virðist orðinn hrikalega
gamall! Glerið var tveir millimetrar á þykkt og
varla mátti hnerra í húsinu því þá brotnaði það.
Síðan kom filman, blaðfilma og svo rúllufilma,
og loks stafræna tæknin.“
Palli ljósmyndari er þekktur fyrir söfnunar-
áráttu. Safnaði lengi barmmerkjum og kredit-
kortum. Fleira mun leynast í safni hans en
hann gerir ekki mikið úr því.
Hlakka alltaf til
Verkefnin eru að miklu leyti þau sömu nú og
fyrir hálfri öld: að mynda fermingarbörn,
brúðhjón, nýfædd börn og fjölskyldur. Auk
þess hefur hann tekið hópmyndir í skólum.
Lengi voru passamyndatökur drjúgur hluti
starfsins en duttu að miklu leyti upp fyrir eftir
að ljósmyndastofa ríkisins tók til starfa, eins
og hann orðar það; þegar komið var upp
myndavélum hjá sýslumannsembættum. Sú
ákvörðun var kærð af Ljósmyndarafélaginu,
málið vannst í héraðsdómi en tapaðist því mið-
ur fyrir Hæstarétti, 5:0 Ég er ekki að gagnrýni
starfsfólk sýslumannsembættanna en tel gæð-
in hafa horfið með þessari ákvörðun.“
Þrátt fyrir allt hefur Páll haft gaman af
starfinu alla tíð. „Það hefur aldrei gerst, á
þessum fimmtíu árum, að ég nenni ekki í vinn-
una! Ég hef alltaf hlakkað til – hvers einasta
vinnudags og geri enn.“
Hef hlakkað til hvers vinnudags
Akureyringurinn Páll Andrés
Pálsson fagnaði því fyrir
nokkrum dögum að fimmtíu
ár voru liðin síðan hann
opnaði ljósmyndastofu sína.
Palli Páls segist hlakka til
hvers einasta vinnudags.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Páll Andrés Pálsson á ljósmyndastofu sinni í vikunni, nokkurn veginn eins og hann hefur komið „fórnarlömbum“ sínum fyrir sjónir síðustu hálfa öldina.
Morgunblaðið/Skapti
Páll myndar nýstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1986. Pétur Einarsson, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar, og 25 ára stúdent þennan dag, bjargar því sem bjargað verður í rigningunni!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
’Það var forkastanlegt þegarráðherra ákvað að passa-myndir skyldu teknar hjá emb-ættunum. Ég fullyrði að allar
myndirnar eru vondar en það er
að vísu ekki ólöglegt!
Páll segist alla tíð hafa lagt áherslu á að gluggi
ljósmyndastofu hans væri fallegur, og jafnan
fengið fagmann til að sjá um verkið.