Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Síða 17
María Kristín Steinsson, öðru nafni María Callista. Anna Fríða Jónsdóttir tók á móti gestum við innganginn. Í hópnum voru alls níu en sjö komu fram á sýningunni á Rósenberg. Hluti hópsins í góðum fíling í lok sýningar. Helga Skúladóttir Thorodd- sen, öðru nafni Ginger Bisquit. Sjö nemendur úr framhaldshópi Kramhússins í burlesque héldu sýninguá Rósenberg í síðustu viku. Að sögn Margrétar Erlu Maack, kennarahópsins, er strax farið að huga að næstu sýningum. „Þessir nemendur eru búnir að vera hjá mér í Kramhúsinu í burlesque frá því í janúar á þremur námskeiðum. Það sem var svo skemmtilegt við þessa sýningu var hvað hún var fjölbreytt. Þetta var allt frá „Old Hollywood- glamúr“ yfir í leðurblökuatriði með pólsku þungarokki. Mjög magnaður hóp- ur, þarna er fólk sem er að koma á svið í allra fyrsta sinn á ævinni og líka fólk sem er þaulvant á sviði. Það sem gerðist í þessum hópi var að það voru allir svo tilbúnir að gefa af sér og læra af öðrum. Það smitar alltaf út frá sér,“ seg- ir Margrét Erla sem er sérlega stolt af sínu fólki. Sex dömur og herra Burlesque-sýning á Rósenberg á dögunum vakti athygli ljósmyndara. Sumir voru að koma fram í fyrsta skipti á æv- inni en aðrir þaulvanir. Hóp- urinn kallar sig einfaldlega Döm- ur og herra og hyggur á frekara sýningahald á næstunni, enda náðu þau einstaklega vel saman. Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Margrét Dóróthea Jónsdóttir undirbýr sitt atriði. 18.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.