Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Page 18
HÖNNUN Húsgögnin á pallinum og svölunum þurfa viðhald. Á tréhúsgögnþarf að bera olíu reglulega og best að gera það í upphafi sumars.
Passið bara að viðurinn nái að þorna almennilega.
Ekki gleyma útihúsgögnum
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
Hrefna Daníelsdóttir heldur úti lífs-stílsbloggi á trendnet.is og starf-ar sem ritari á fasteignasölunni
Hákoti á Akranesi. Hún er mikill fagurkeri
og hefur sérlega fallegan og stílhreinan
smekk. Sjálf lýsir hún stíl sínum sem frek-
ar svart/hvítum en um leið blómlegum og
hlýlegum. „Ég heillast mjög mikið af
skandinavískum heimilum og heimilið okk-
ar ber þess merki,“ segir Hrefna.
,,Ég er haldin breytingaræði inni á
heimilinu og færi reglulega hluti á nýja
staði. En breytingunum fylgir það ekki að
þurfa stöðugt að kaupa nýja hluti, heldur færi ég þá hluti
sem eru til fyrir á milli rýma, því það er ótrúlegt með þessa
hluti að þeir öðlast oft nýtt líf í nýju rými. Ég er líka mjög
dugleg að færa plönturnar til, bæði til að færa þær á milli
birtustiga og líka til að fá græna litinn í rýmin.“
Litlu hlutirnir skipta mestu máli
Hrefna segir það gera ótrúlega mikið að færa smáhluti til
á milli rýma. „Ég mæli með því við fólk ef það vantar að
Stórglæsileg stofa og griða-
staður fjölskyldunnar er fallega
innréttuð og einstaklega hlýleg.
Morgunblaðið/Hanna
Litli myndaveggurinn setur svip sinn á eldhúskrókinn.
Hlutir fá nýtt líf
í nýju rými
Akranesmærin Hrefna Daníelsdóttir hefur sterkar skoðanir á útliti
heimilisins og finnst mikilvægt að breyta reglulega til. Hrefna bauð
blaðamanni Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins inn fyrir dyrnar á
fallegt heimili sitt og fjölskyldunnar á Skaganum.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunntorunn@gmail.com
breyta til og er orðið leitt á uppröðuninni
inni á heimili sínu, að færa til hluti og þá
ekkert endilega stóru hlutina, það eru
nefnilega litlu hlutirnir sem skipta mestu
máli. Það eru þeir sem skreyta rýmin og
lífga upp á þau. Ein græn planta gerir
líka kraftaverk, það finnst mér allavega.“
Hrefna segist fá innblástur úr sínu
nærumhverfi, inni á heimilum sem hún
heimsækir og úr tímaritum. ,,Instagram
er líka frábær samfélagsmiðill til að
sækja sér innblástur þegar kemur að
heimilinu. Þið finnið mig þar, @hrefna-
dan.“ Aðspurð hvort hún eigi sér einhvern uppáhaldsmun
á heimilinu svarar Hrefna því neitandi. ,,Ég tengist hlut-
um ekki tilfinningalegum böndum en ég elska að kúra með
fjölskyldunni minni í sófanum okkar. Það er fátt betra en
kósíkvöld í stóra, mjúka kósí sófanum okkar. Hins vegar
er ég ekkert sérstaklega ánægð með sjónvarpið inni í
stofu, væri alveg til í að hafa sjónvarpsherbergi þar sem sá
gripur yrði geymdur, en það bíður betri tíma,“ segir
Hrefna að lokum og hlær.
Hrefna Daníelsdóttir