Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017 Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins var þann níunda júní sl. drepið á valdmörk embættis forsætisráðherra Íslands í tilefni af umfjöll- un um breska embættið og bent á að síð- arnefnda embættið væri mun valdameira í raun en hið íslenska: „Síðari tíma túlkun á rétti forseta til að grípa fram fyrir hendur ráðherra sem bera ábyrgð á stjórnskipulegum ákvörðunum hefur veikt vald forsætisráðherrans, bæði embættis hans og sem oddvita ríkisstjórnar. Fræðimönnum bar áður vel saman um það hverjar væru skyldur ráð- herrans og réttur hans, einnig gagnvart forseta. Fyrstu forsetar lýðveldisins gerðu ekki ágreining við túlkun fræðimanna á ákvæðum stjórnlaga. Fimmti forseti lýðveldisins seildist til meiri áhrifa en talið hafði verið að forsetinn hefði. Þá rann upp fyrir fræði- mönnum að hefði forseti kenningarnar að engu væru fá raunhæf úrræði til að bregðast við. Forsetinn yrði ekki auðveldlega knúinn til að fara eftir hefðbundinni túlkun á reglum, þar sem atbeina hans þyrfti til þótt ekki hefði verið ágreiningur um gildi þeirra í landinu. Þunglamalegar heimildir, t.d. um að setja forseta af, gæfi hann slík tilefni til, voru ekki „praktísk“ úrræði. Bæta mætti úr óvissu sem síðan hefur ríkt með því að tryggja heimild til að vísa stjórnskipulegu álita- máli á milli forseta, ríkisstjórnar eða þings til sér- staks úrskurðar Hæstaréttar eða með stofnun sér- staks stjórnskipunardómstóls sem hefði einnig önnur verkefni.“ Afstaða Ólafs Ragnars og Guðna keimlík Þetta var skrifað, því að ekki varð betur séð þá dag- ana en að eftirmaður Ólafs Ragnars hefði svipuð sjón- armið og hann um vald sitt og verksvið. Eins og sést á eftirfarandi atriðum: Daginn áður hafði Björn Bjarnason fjallað um mjög óvæntar tilkynningar núverandi forseta um tillögur um staðfestingu á skipun dómara í Landsrétt. Björn er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann var skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins í tíð Geirs Hall- grímssonar og Ólafs Jóhannessonar, helsta fræði- manns um stjórnskipun landsins, en í þeirra tíð var Kristján Eldjárn forseti Íslands með skrifstofu í Stjórnarráðinu og átti Björn góð samskipti við forset- ann og hefur getið þeirra í skrifum sínum. Björn hefur rætt og ritað margt um stjórnskipu- lega þætti, t.d. um valdbönd starfstjórna og fleira. Björn Bjarnason skrifaði eftirfarandi færslu: „Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu í dag, 8. júní, í tilefni þess að hann undirritaði skipunarbréf 15 dómara við Lands- rétt „tveimur sólarhringum eftir að mér bárust þau í hendur“, segir forsetinn og tekur fram það sem öllum er ljóst sem þekkja stjórnskipun íslenska lýðveldisins „að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt“. Í yfirlýsing- unni nefnir forseti að sú staða geti „þó vissulega kom- ið upp að forseti þurfi að íhuga hvort hann vilji stað- festa stjórnarathafnir“. Nefnir hann sem dæmi að forseti verði var við augljósar villur í skjölum sem honum eru afhent og krefjist leiðréttingar á þeim. Ekkert slíkt var á döfinni í þessu tilviki. Taldi for- seti nauðsynlegt að rannsaka hvort Alþingi hefði staðið rétt að málum við afgreiðslu tillögu dóms- málaráðherra um dómaraefnin! Fól hann forsetarit- ara að kalla á gögn frá skrifstofu Alþingis um máls- meðferð þingsins. Skrifstofan leggur öll gögn vegna atkvæðagreiðslna í hendur forseta þingsins og taldi að sjálfsögðu rétt að málum staðið og í samræmi við þingskapalög. Hvað varð til þess að forseti Íslands hóf þessa rannsóknarvinnu vegna skjala sem fyrir hann voru lögð á réttan hátt? Jú, að lögfræðingar hefðu lýst „yfir efasemdum um að rétt hefði verið að málum staðið, að vísu einatt með fyrirvara um að málsatvik lægju ekki fyllilega ljós fyrir“. Í öðru lagi vísaði forseti til einkennilegs texta sem birtist á netinu með hvatningu til hans um að verða ekki við skyldu sinni til að undirrita skjölin. Í þriðja lagi „hafði Jón Þór Ólafsson, alþingismaður og 3. varaforseti Alþingis, samband við mig og lýsti efa- semdum um lögmæti atkvæðagreiðslunnar“ segir forseti. Af þessum orðum má ráða að orð Jóns Þórs vegi þyngra en ella þar sem hann situr í forsætisnefnd al- þingis. Að þingflokkur Pírata veiti honum umboð til þess og aðrir þingmenn samþykki er til marks um virðingarleysi fyrir alþingi. Jón Þór heldur áfram að vaða villu og reyk í þessu dómaramáli í Morgunblaðinu í dag þegar hann segir Ólaf Ragnar hafa neitað að skrifa undir þingrof- stillögu Sigmundar Davíðs í apríl 2016 og þess vegna geti Guðni Th. neitað að skrifa undir skipun dóm- aranna. Fyrir utan að samanburðurinn er út í hött er þess að geta að Ólafur Ragnar sá aldrei annað en „ríkisráðstöskuna“ og embættismennina sem með hana komu. Ólafur Ragnar valdi hins vegar sama kost og James Comey, þáv. forstjóri FBI, gerði eftir samtöl við Donald Trump að grípa til varúðarráðstafana. Comey skrifaði tafarlaust minnisblöð um samtölin en Ólafur Ragnar efndi til blaðamannafundar strax og Sig- mundur Davíð hafði kvatt hann.“ Fleiri fjölluðu um málið. Kristrún og Þorbjörn Vefsíðan Eyjan tók upp niðurstöðu forseta: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa ver- ið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun at- kvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í sam- ræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Þá sagði Eyjan frá að „Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gerir þetta að umtalsefni á fésbók og bendi á að yfirlýsing forseta Íslands feli í sér nýmæli í meðferð forseta- valds. „Forseti rannsakar málsatvik og ákveður að Al- þingi hafi fylgt lögum á réttan hátt. Þetta virðist vera nýtt úrskurðar- og eftirlitshlutverk og forseti Íslands kveður upp skriflegan rökstuddan dóm.“ Þá benti Eyjan á að Þorbjörn Þórðarson blaðamað- ur hjá 365 tjái sig í svonefndum skoðanadálki blaðsins sem blaðamenn Fréttablaðs virðast skiptast á um að skrifa um eigin áhugaefni. Yfirskrift pistilsins er „Út- víkkun valds“og segir þar að yfirlýsing forsetans sé „óvenjuleg“ og þar komi fram að hann telji sig hafa það „hlutverk að endurskoða tillögu ráðherra sem borin er undir hann til undirritunar samkvæmt 19. grein stjórnarskrárinnar með tilliti til þess hvort hún sé haldin verulegum annmörkum.“ „Komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun at- kvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í sam- ræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir forsetinn í yfirlýsingu sinni.“ Þá segir: „Þorbjörn bendir á 11. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórn- arathöfnum og þá 13. þar sem segir að hann láti ráð- herra framkvæma valda sitt. Þegar ákvæði stjórnarskrárinnar um að forsetinn hafi ákveðin störf með höndum eru skoðuð í þessu ljósi sést að vald forsetans er aðeins formlegt. Nokk- uð útbreidd samstaða er um þetta meðal fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Er þessari afstöðu meðal ann- ars lýst í fræðiriti Bjargar Thorarensen prófessors, Stjórnskipunarréttur – undirstöður og handhafar rík- isvalds, sem kom út 2015. Björg segir vafa leika á því hvaða áhrif það myndi hafa ef forseti tæki þá ákvörðun að neita að undirrita tillögur ráðherra um þau mál sem krefjast undirrit- unar hans samkvæmt stjórnarskrá og sumir halda því fram að ef forseti neitaði að undirrita skipti það engu máli, svo valdalítill sé hann. Þorbjörn segir að svo langt gangi Björg ekki og hún taki í meginatriðum undir skoðanir Ólafs Jóhannessonar og fleiri sem vilja meina að „forsetinn verði ekki þvingaður til já- kvæðra athafna, að hann geti haft öryggishlutverk við óvenjulegar aðstæður.“ Því segir hann að þó að yf- Inn og út um glugga stjórnskipunarinnar Reykjavíkurbréf16.06.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.