Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Page 35
18.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Vilborg Arna Gissurardóttir Everestfari og Pálína Ósk Hraundal, einnig þaul- vanur útivistargarpur, hafa sent frá sér Útilífsbók fjölskyldunnar þar sem fjallað er um útiveru og heilbrigða lífshætti með margvíslegum hætti. Þær segja sögu sína og bjóða upp á hagnýtan fróð- leik. Í tilkynningu segir að bókin hafi að geyma fjölmargar hugmyndir að gef- andi samsverustundum utandyra. Ýmis viðfangsefni eru tekin sérstaklega fyrir, svo sem útieldun, útileikir og útiföndur, búnaður og galdurinn við að rata! Útivera fjölskyldunnar Í bókinni Það sem lifir dauðann af er ást- in, eru sýnishorn af ljóðaþýðingum Kristjáns Árnasonar gegnum tíðina, allt frá fornkvæðum Grikkja og Rómverja til nýstárlegri samtímakvæða. Að auki eru þar nokkur frumsamin ljóð Kristjáns sem sum hafa birst áður. „Kristján Árnason hefur um árabil verið í hópi nafntoguðustu þýðenda okkar Íslend- inga og er skemmst að minnast þýðingar hans á Ummyndunum rómverska skáldsins Óvíds sem hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin,“ segir í tilkynningu útgefanda. Það sem lifir dauðann af Norðmaðurinn Jo Nesbø er heims- frægur fyrir stórgóðar glæpasögur en nú hefur þessi vinsæli rithöfundur tekið sig til og skrifað fjórðu barnabókina, Doktor Proktor og gullránið mikla, þar sem segir af vinunum Lísu og Búa, brjál- aða prófessornum Doktor Proktor og ævintýrum þeirra. Rithöfundurinn „er heimsfrægur fyrir að skrifa óhuggu- legar glæpasögur fyrir fullorðna en í Doktor Proktor og gullránið mikla fær hann útrás fyrir sprellið í hjarta sínu,“ segir í frétt frá Forlaginu. Barnabók frá Nesbø BÓKSALA 7.-13 JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 EftirlýsturLee Child 3 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 4 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 5 Talin afSara Blædel 6 Morðið í GróttuStella Blómkvist 7 BrestirFredrik Backman 8 HÍF OPP! Gamansögur af íslenskum sjómönnum Guðjón Ingi Eiríksson 9 Sagan af barninu sem hvarfElena Ferrante 10 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 1 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 2 Óvættaför 27 KletturAdam Blade 3 Risasyrpa Glóandi gullWalt Disney 4 Muggur saga af strákElfar Logi Hannesson 5 Vaiana þrautabókWalt Disney 6 Atlasinn minn: Undurveraldar 7 Komdu út Brynhildur Björnsdóttir/ Kristín Eva Þórhallsdóttir 8 Bílar Tekinn með Trompi!Walt Disney 9 Vísnabókin Ýmsir / Halldór Pétursson myndskreytti 10 Fríða og Dýrið, Saga FríðuWalt Disney Allar bækur Barnabækur Þessa stundina les ég helst ævisög- ur íslenskra manna af landsbyggð- inni. Ég er nýbúinn að leggja frá mér bókina Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson. Einstök bók. Hún tvinnar saman á magnaðan máta skemmtilegar sögur af höfundi og fróðleik um Strand- irnar. Þessi bók kláraðist í einni „setu“. Nú er ég að lesa bókina Eyr- arpúkinn eftir Jóhann Árelíuz. Í þessum orðum skrifuðum er ég hálfnaður með bók- ina og líkar vel. Bók- in er samansafn ör- sagna af höfundi á hans uppvaxt- arárum, bæði af „Eyrinni“ á Ak- ureyri sem og í sveit í Vopnafirði. Bókin sem ég les næst verður Nú brosir nóttin – Ævi- minningar Guð- mundar Ein- arssonar. Ég hlakka mikið til. Guð- mundur frá Brekku á Ingjaldssandi var ein kunnasta refaskytta Íslands og landsþekktur fyrir visku sínu og göfuglyndi. Ekki skemmir fyrir að hann var langafi minn og því löngu kominn tími til að ég lesi bókina. ÉG ER AÐ LESA Bjarki Ármann Oddsson Bjarki Ármann er íþrótta- og tómstundafulltrúi í Fjarðabyggð Út er komin bókin Flökkusögur eftir Sigmund Erni Rúnarsson. „Gömul hjón á strípibar í New Or- leans, rottur og bækluð börn í Varanasi, himnesk stund með Sophiu Loren, elskendur í blóði sínu í Sarajevo, innmúraður mað- ur í Palestínu, átta smokka nótt í Nata, skítafangari í París, maður sem tapaði fjalli í Armeníu,“ segir í tilkynningu frá Veröld, sem gefur bókina út. Í henni lýsir Sigmundur „ýmsum af skrýtnustu augnablik- um sem hann hefur upplifað á flandri sínu um framandi slóðir. Hér fær frásagnargleði sagna- meistarans að blómstra en líka innsæi ljóðskáldsins. Flökkusögur er einstök og stílfögur bók um mannlífið í öllum sínum marg- breytilegu myndum.“ SIGMUNDUR ERNIR Á FLAKKI Átta smokka nótt … Sigmundur Ernir Rúnarsson Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.icecare.is Heilbrigð melting Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 VÍNREKKAR stafnanlegir í þremur litum svartir, kopar og brass kr. 6.500 kr. 11.600 kr. 16.700Gavi vínrekki fyrir 15 flöskur - kr. 21.400 NÝTT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.