Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.06.2017, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.6. 2017
LESBÓK
SJÓNVARP David Fincher á sér marga aðdáendur sem
bíða fullir eftirvæntingar eftir næsta verkefni leikstjór-
ans en síðasta mynd hans var Gone Girl. Næsta verkefni
hans er hinsvegar þáttaröð fyrir sjónvarp. Þættirnir
heita Mindhunter og eru framleiddir fyrir Netflix og
koma á efnisveituna föstudaginn 13. október.
Fincher leikstýrir fyrstu tveimur þáttum þáttarað-
arinnar auk þess að vera helsti framleiðandi hennar.
Það er við hæfi að þættirnir séu frumsýndir föstudaginn
þrettánda því þetta eru spennuþættir sem gerast árið
1979 og segja frá tveimur fulltrúum bandarísku alríkis-
lögreglunnar FBI sem taka viðtöl við fjöldamorðingja í
þeirri von að það hjálpi til við að leysa óleysta morð-
gátu.
Morðgáta Fincher
David Fincher.
KVIKMYNDIR Leikarinn Tom Holland upp-
lýsti óvart um það að væntanleg mynd hans um
Kóngulóarmanninn Spider-Man: Homecoming
verði aðeins sú fyrsta af þremur. Í viðtali við
AlloCiné sagði hann frá því að tvær myndir til
viðbótar væru í undirbúningi.
„Það er heilmikið tækifæri fyrir Peter Parker
og Kóngulóarmanninn að þróast, ekki síst í
næstu tveimur myndum,“ sagði hann í við-
talinu. Fréttamaðurinn spurði hann þá
hvort þetta væru ekki fréttir því áður
var aðeins búið að tilkynna um eina
mynd. Holland svaraði: „Afsakið
Marvel.“
Verða þrjár myndir
Tom Holland
sem Kóngulóar-
maðurinn.
Thom Yorke úr Radiohead.
Radiohead í
Manchester
TÓNLIST Rokksveitin Radiohead
ætlar að halda umfangsmikla tón-
leika fyrir aðdáendur sína í júlí.
Sveitin átti að spila tvö kvöld, 4. og
5. júlí í Manchester Arena en stað-
urinn er enn lokaður eftir hryðju-
verkaárásina á gesti tónleika Ar-
iönu Grande. Í stað þess að hætta
við ætlar Radiohead að halda eina
stærri tónleika á Emirates Old
Trafford-leikvanginum, þeim sama
og styrktartónleikar Grande fóru
fram.
Alls verða um 50.000 miðar í boði
og þeir sem áttu miða á hina tón-
leikana mega fara á þessa í staðinn.
Aukamiðar koma í sölu í dag laug-
ardag.
Hinn yfirgripsmikli bíóvefur imdb.com tekur stundumsaman lista af ýmsu tagi en
einn þeirra er yfir tíu sígildar vega-
myndir sem er þess virði að horfa á.
Blaðamaður er nokkuð sammála
þessum lista og getur tekið undir að
þarna séu margar góðar myndir,
sumar alveg frábærar.
Það er eitthvað sérstakt við vega-
myndir, ferðalag býður uppá
skemmtilega uppbyggingu í hand-
riti, enda hafa margar þessar mynd-
Griswold-fjölskyldan er alltaf staðráðin í
því að skemmta sér vel á ferðalögum en
lendir ávallt í einhverju óvæntu. National
Lampoon’s Vacation (1983).
Sígildar vegamyndir
Sumarið er tíminn fyrir ferðalög en margar kvik-
myndir gerast á vegum úti. Eins og fólk þekkir
gengur ekki alltaf allt upp í ferðalaginu eins og í
þessum tíu sígildu vegamyndum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
ir fengið verðlaun fyrir handrit.
Sideways fékk Óskarinn fyrir
besta aðlagaða handritið en myndin
er gerð eftir bók Rex Pickett. Little
Miss Sunshine fékk líka Ósk-
arsverðlaun fyrir handrit og sömu-
leiðis Thelma & Louise en þetta var
fyrsta handrit Callie Khouri sem var
framleitt. Rain Man fékk einnig
Óskarinn fyrir handritsskrif.
Easy Rider og Y Tu Mamá Tam-
bién voru tilnefndar til Óskarsins
fyrir handrit en unnu ekki.
Blúsbræðurnir John Belushi og Dan
Akroyd í hlutverkum sínum í The
Blues Brothers (1980).
Maribel Verdú, Diego Luna og Gael
García Bernal í hinni mexíkósku
Y Tu Mamá También (2001).
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Ný kynslóð málningarefna
SUPERMATT
Almött þekjandi viðarvörn