Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 2

Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Við höfum fengið þær upplýsingar frá Orkuveitunni að þeir hafi fund- ið bráðabirgðalausn og séu með neyðarlúguna lokaða. Það er áfram unnið að því að finna fullnaðar- lausn á vandamálinu,“ segir Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur, um skólpdælustöðina við Faxaskjól þar sem 750 lítrar af skólpi hafa flætt út í hafið á sek- úndu seinustu daga. Dælustöðin við Faxaskjól flytur skólp frá Norðlingaholti, hluta Ár- bæjar, Breiðholti, Fossvogi, Garða- bæ og Kópavogi í skólphreinsistöð- ina í Ánanaustum. „Þetta fer rétta leið núna,“ segir Svava, en Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur tók sýni úr fjörunni í gær og fær bráða- birgðaniðurstöðu frá MATÍS í dag. Heilbrigðiseftirlitið mun í kjölfarið meta stöðuna og hvort þurfi að fara í hreinsiaðgerðir á svæðinu. Í samtali við mbl.is í gær sagði Svava að ekkert væri að sjá í fjör- unni sem gæfi ástæðu til þess að ætla að það þyrfti að hreinsa hana. Unnið að viðgerð Samkvæmt frétt á vef Veitna í gær kom í ljós að mikill leki sjávar var meðfram lokunni inn í stöðina. Undanfarið hafa starfsmenn Veitna unnið hörðum höndum að viðgerð en tafir orðið vegna aðstæðna. Bilunin var tilkynnt til Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hún kom upp. Niðurstöður sýna- töku frá því í júní sýndu að gildin féllu innan þeirra marka sem heim- il eru fyrir baðstaði í náttúrunni. mhj@mbl.is Ný sýni úr fjörunni greind í dag  Neyðarlúgan nú lokuð við Faxaskjól Morgunblaðið/Golli Skólp Starfsmenn Veitna hafa unn- ið hörðum höndum að viðgerð. Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur ógilt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá í nóvember þess efnis að hótelbygging Fosshót- ela í landi Grímsstaða við Mývatn skuli ekki háð mati á umhverfisáhrif- um. Forsaga málsins er sú að í október síðastliðnum voru framkvæmdir við hótelið stöðvaðar er í ljós kom að hvorki hafði verið sótt um leyfi fyrir framkvæmd hjá Umhverfisstofnun né hafði Skipulagsstofnun fengið tækifæri til að meta hvort fram- kvæmdin væri háð umhverfisáhrif- um. Í nóvember komst Skipulags- stofnun svo að þeirri niðurstöðu að umhverfismat væri óþarft og í kjöl- farið fékkst framkvæmdaleyfi frá Umhverfisstofnun. Framkvæmdum var fram haldið og reis hótelið á met- tíma en það var opnað um síðustu helgi. Landvernd kærði málið til úr- skurðarnefndarinnar sem kvað upp dóm sinn í gær. Mývatn njóti vafans Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, fagnar ákvörðun úrskurðarnefndar- innar og segir hana staðfesta það mat Landverndar að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi ekki verið nógu vel unnin. „Það er náttúrlega alveg ólíðandi hvernig öll þessi máls- meðferð hefur verið,“ segir Guð- mundur. „Forsendur fyrir bygging- arleyfi eru brostnar.“ Málið er nú aftur á borði Skipu- lagsstofnunar og hennar að taka ákvörðun að nýju um hvort hótelið skuli fara í umhverfismat. Í raun getur stofnunin komist að sömu nið- urstöðu og áður, að framkvæmdin þurfi ekki umhverfismat, færi hún ný rök fyrir máli sínu. Guðmundur bindur vonir við að Skipulagsstofnun sendi hótelið í mat. „Það að kanna umhverfisáhrifin hlýtur að vera af hinu góða,“ segir hann og bætir við að Mývatn verði að njóta vafans. Svæðið sé þegar á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði í hættu. Ekki er ljóst hver næstu skref eru en hótelið hefur, sem fyrr segir, þegar tekið til starfa. Svo gæti þó farið að það missi starfs- leyfi sitt fari svo að niðurstaða um- hverfismats verði óhagstæð. Guðný Ester Aðalsteinsdóttir hót- elstýra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði það vera til skoðunar innan fyrirtækis- ins. Gæti þurft að fara í mat  Skipulagsstofnun taldi umhverfismat fyrir nýtt Fosshótel við Mývatn óþarft  Úrskurðarnefnd hefur ógilt ákvörðunina  Hótelið þegar tekið til starfa Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flennistórt Nýtt Fosshótel við Mývatn fer ekki fram hjá nokkrum manni sem ferðast um náttúruperluna. Umhverfismat hefur ekki farið fram. Í Úlfarsá eða Korpu er oft ágæt laxveiði. Í gær bar fluguveiðimaður sig fagmannlega að milli gróinna bakka ofan við Fossaleynisfossa undir Keldnaholti en engum sögum fer af aflabrögð- um. Í næsta nágrenni var hjólreiðafólk á ferð og kylfingar slógu bolta sína á Korpúlfsstaðavelli. Morgunblaðið/Eggert Fagmennska við fluguveiði Alls konar útivist á góðum degi við Korpu Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Um 80% fleiri umsóknir um alþjóð- lega vernd á Íslandi bárust Útlend- ingastofnun á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Heildar- fjöldi umsókna fyrstu sex mánuði ársins er 500 en á fyrri helmingi síð- asta árs bárust 275 umsóknir frá hælisleitendum. Í síðasta mánuði sóttu alls 130 einstaklingar um al- þjóðlega vernd á Íslandi. Fjölgunin frá 2016 bendir því enn til þess að umsóknir um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið allt að 2.000 talsins, jafnvel fleiri, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Umsækjendur í júní voru frá 19 þjóðlöndum. Flestir frá Albaníu og Georgíu Flestir umsækjendur í síðasta mánuði voru frá Albaníu eða 44 ein- staklingar. Þar á eftir voru umsókn- ir frá Georgíu, 40 talsins. 42% um- sækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. Karlar eru í miklum meirihluta en 78% umsækjenda voru karlkyns og konur 22%. Í lang- flestum tilfellum er um fullorðið fólk að ræða en 85% umsækjenda voru fullorðnir og 15% yngri en 18 ára. Þá kváðust þrír umsækjendur vera fylgdarlaus ungmenni. Niðurstaða fékkst í 93 mál í júní- mánuði. 24 þeirra 33 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og níu með ákvörðun um veitingu verndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæð- um. Sextán mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn- ar og 44 umsækjendur drógu um- sóknir sínar til baka eða hurfu. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 42 einstaklinga úr landi í júní. 25 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlend- ingastofnunar í mánuðinum og 13 með stuðningi Alþjóðafólksflutn- ingastofnunarinnar (IOM). Um 80% fleiri sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi  Umsóknir gætu orðið allt að 2.000 talsins á þessu ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.