Morgunblaðið - 07.07.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
Davíð Þorláksson lögfræðingurgerir birtingu fjárhags-
upplýsinga einstaklinga að um-
fjöllunarefni í pistli í Viðskipta-
blaðinu. Hann gagnrýnir bæði
ríkisskattstjóra og fjölmiðla fyrir
að opna skattskrár og upplýs-
ingar um tekjur almennings og
segir að mat „rétt-
lætisriddara sam-
félagsmiðla og at-
hugsemdakerfa“ sé
það að „þeir tekju-
hæstu [séu] glæpa-
menn og þeir
tekjulægstu skatt-
svikarar.“
Svo segir hann frá því aðMannréttindadómstóll Evrópu
hafi tekið fyrir mál um birtingu
slíkra upplýsinga, mál fyrirtækj-
anna Satakunnan Markkinapörssi
Oy og Satamedia Oy gegn finnska
ríkinu. Í Finnlandi hafi verið deilt
um birtinguna og ríkið þar í landi
hafi bannað hana „á þeim for-
sendum að það væri brot á frið-
helgi einkalífs“.
Fyrirtækin sem vildu birtaupplýsingarnar hafi talið
bannið „vera brot á tjáningar-
frelsi en Mannréttindadómstóllinn
komst að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki. Dómstólinn sá ekki
ástæðu til að hnekkja því mati
finnskra dómstóla að birtingin
hefði ekki þýðingu fyrir almenn-
ing. Þegar tjáningarfrelsi og frið-
helgi einkalífs voru vegin saman
var talið að í þessu tilfelli ætti
friðhelgi einkalífs að vega
þyngra.
Á sama tíma og auknar kröfureru eðlilegar um gagnsæi í
starfsemi hins opinbera er mikil-
vægt að standa vörð um friðhelgi
einkalífs einstaklinga. Vandséð er
af hverju friðhelgi ætti að ríkja
um nær öll önnur fjármál ein-
staklinga en tekjur.“
Davíð Þorláksson
Friðhelgi einkalífs
vegur þyngra
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.7., kl. 18.00
Reykjavík 11 rigning
Bolungarvík 12 súld
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 5 heiðskírt
Þórshöfn 12 rigning
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 19 skýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 5 skúrir
Lúxemborg 30 heiðskírt
Brussel 24 þrumuveður
Dublin 21 skýjað
Glasgow 17 skúrir
London 28 léttskýjað
París 34 þrumuveður
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 22 léttskýjað
Berlín 23 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 16 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 19 skúrir
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 31 heiðskírt
Róm 31 þoka
Aþena 29 heiðskírt
Winnipeg 23 heiðskírt
Montreal 25 skýjað
New York 23 rigning
Chicago 29 léttskýjað
Orlando 32 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:21 23:46
ÍSAFJÖRÐUR 2:30 24:46
SIGLUFJÖRÐUR 2:10 24:32
DJÚPIVOGUR 2:39 23:27
Nokkrar breytingar verða meðal
stjórnenda framhaldsskólanna á
næstunni. Kristján Þór Júlíusson,
mennta- og menningarmálaráðherra,
hefur tekið ákvörðun um stöður skóla-
meistara eftirtalinna framhaldsskóla.
Hildur Halldórsdóttir er settur
skólameistari Menntaskólans á Ísa-
firði tímabundið í eitt ár vegna náms-
leyfis Jóns Reynis Sigurvinssonar.
Herdís Þuríður Sigurðardóttir hef-
ur verið sett í embætti skólameistara
Framhaldsskólans á Húsavík til eins
árs.
Staða skólameistara við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla hefur verið
auglýst með umsóknarfresti til 8.
ágúst næstkomandi. Ólafur H. Sigur-
jónsson gegnir starfi skólameistara
þar til ráðið hefur verið í stöðuna.
Staða rektors Menntaskólans í
Reykjavík hefur verið auglýst með
umsóknarfresti til 8. ágúst næstkom-
andi. Yngvi Pétursson gegnir starfi
rektors þar til ráðið hefur verið í stöð-
una.
Breytingar
í framhalds-
skólum
Aðstandendur fyrirtækisins Víkur-
skeljar ehf. á Húsavík hafa ekki
misst trúna á ostruræktun í Skjálf-
andaflóa. Þeir láta ekki deigan síga
þrátt fyrir að hafa orðið fyrir því að
dýrin drápust eftir að lína slitnaði frá
ræktunarbúrum í óveðri í október
árið 2014 og ári síðar urðu skemmdir
á annarri sendingu eftir mistök í
flutningum í Evrópu. Ræktunin
hafði gengið mjög vel fram að því og
enginn vafi var talinn á að skilyrði til
hennar væru fyrir hendi. Víkurskel
hefur haldið áfram tilraun til áfram-
ræktunar á ostrum en í miklu minna
magni en áður í einni grind í Saltvík
skammt frá Húsavík.
Halda gangandi sem áhugamáli
,,Við erum að reyna að koma þessu
upp en mikið hægar en við gerðum
áður. Það er ekki til fjármagn til að
vinna við þetta enn þá þannig við
höfum þurft að koma þessu áfram
sem áhugamáli. Við höldum okkar
striki, það þýðir ekkert annað og
þetta hefur gengið ágætlega,“ segir
Kristján Phillips hjá Víkurskel, sem
er þó varfærinn í spám um hvort
ræktunin muni ganga upp en hún
tekur að jafnaði um fjögur ár.
Risaostrur til áframræktunar
voru fjórða árið í röð fluttar inn til
Íslands í október í fyrra eftir að Vík-
urskel fékk endurtekna heimild til
innflutnings frá sömu eldisstöð og
áður á Spáni, að því er fram kemur í
ársskýrslu dýralæknis fisksjúk-
dóma. Alls komu þá um 400.000 ung-
viði. Skeljarnar voru settar í lokaða
grind og síðan á langlínu á 5-6 metra
dýpi til áframræktunar. Kristján
bindur vonir við að skýrast muni í
haust þegar skelin er byrjuð að vaxa
hvort líkur séu á að ostrurnar verði
komnar í söluvæna stærð í lok næsta
sumars.
omfr@mbl.is
Gefa ekki ostruræktina upp á bátinn
Víkurskel heldur áfram tilraunaræktun á ostru í litlu magni í Saltvík
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
Er allt á
HREINU
fyrir...
Fatahreinsun
Dúkaþvottur
Dúkaleiga
Heimilisþvottur
Réttum Grænlendingum
hjálparhönd í síma
907 2003
(2.500 krónur í hjálparstarfið)