Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 11

Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Buxur á útsölu 40-50% afsláttur Bæjarlind 6, sími 554 7030 | Við erum á facebook Str. 36-56 lÍs en ku ALPARNIR s Ármúla 40, 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is af öllum fatnaði 30% AFSLÁTTUR Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Knattspyrnufélagið Fram og Reykja- víkurborg hafa komist að sam- komulagi um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja fyrir félagið í Úlfarsárdal. Að fengnu samþykki aðalfundar Fram mun félagið því flytja höf- uðstöðvar sínar í Úlfarsárdal árið 2021, þegar áætlað er að fram- kvæmdum ljúki. Áform í þessa veru, um flutning knattspyrnufélagsins, hafa verið í far- vatninu frá árinu 2004, en síðustu ár hafa aðilar deilt um málið. Fullkomin aðstaða rísi Í samkomulaginu felst að byggð verður íþróttaaðstaða í Úlfarsárdal á kostnað borgarinnar og í hlut borg- arinnar koma þær eignir sem Fram á nú í Safamýri. Niðurstaðan er sú að byggt verður fjölnota íþróttahús með áhorf- endaaðstöðu, en þar munu rúmast tveir handknattleiksvellir í fullri stærð. Einnig verða byggð áhorf- endaaðstaða, búningsklefar og minni íþróttasalir við aðalleikvang sem þeg- ar hefur verið byggður að miklu leyti. Þá verða byggð félags- og þjónust- aðstaða, samkomusalur auk sund- laugar, skóla og leikskóla. Kostnaður er um fjórir milljarðar, en þegar hefur um fimm hundruð milljónum verið varið í leikvang Fram í Úlfarsárdal. Samanlagður kostnaður þjónustumannvirkja og íþrótta- aðstöðu Fram er tíu milljarðar. Lúðvík Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Fram, segir það létti að samningar hafi tekist. Að hans sögn gengur félagið út frá því að byggð muni stækka enn frekar, en í dalnum er ráðgerð 9.500 manna byggð sam- kvæmt aðalskipulagi. Árið 2004 var gert ráð fyrir 25 þúsund manna byggð í aðalskipulagi. „Það sem við sjáum fram á er að þarna séu allar forsendur til að stækka byggð. Við höldum í þá von að þarna verði stærri byggð en gert er ráð fyrir af því það er búið að byggja þarna upp alla innviði,“ segir hann og bætir við að nýbyggingar Fram muni geta þjónað mun stærri byggð- arkjarna en ráðgerður er. Spurður hvað hafi orðið til þess að samningar náðust segir Lúðvík að samþykkt hafi verið að fresta til- teknum hluta framkvæmdanna. „Það er hálft knatthús inni í þessu. Í staðinn frestum við ákveðnum að- gerðum um tíu ár, sem eru grasvellir við Reynisvatnsás,“ segir hann, en deiliskipulag gerir ráð fyrir að Fram geti stækkað húsið í framtíðinni. Aðalskipulagið gildir „Þetta er langþráð af beggja hálfu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um samkomulagið. „Það er búið að liggja töluvert lengi yfir þessu, en það hefur verið kallað eftir því af hálfu barna og fjölskyldna í hverfinu að það verði framgangur í þessum framkvæmdum. Það er gleði- efni að nú hafi náðst saman, að það sé hægt að ljúka hönnun og hefjast handa við þessa uppbyggingu,“ segir hann. Dagur segir að stærsta breytingin frá fyrri áformum sé frestun bygg- ingar tveggja grasvalla við Reynis- vatnsás. „Í staðinn kemur hálft knatthús til æfinga við svæðið þar sem þetta tvö- falda fjölnota boltahús mun rísa. Þar með hefur náðst saman um í hvaða röð eigi að gera hlutina,“ segir hann. Dagur segir að ekki standi til að breyta skipulagi í meginatriðum og stækka íbúðarbyggð í Úlfarsárdal, núgildandi aðalskipulag gildi áfram. Hann nefnir að auglýstar hafi verið 500 nýjar íbúðir í nýju deiliskipulagi fyrir svæðið og til standi að úthluta lóðum næsta haust. Dagur segir að búast megi við um tíu þúsund manna byggð. „Þá eru Grafarholtið og Úlfarsár- dalurinn af svipaðri stærð og Árbæj- arhverfið. Þetta er myndarlegt hverfi þótt þetta verði ekki á við heilan Kópavog. Ég held að flestir geri sér grein fyrir að þær hugmyndir voru óraunhæfar. Að minnsta kosti miðað við það hvernig umferð hefur þróast á Miklubrautinni,“ segir hann. Dagur segir að eignirnar í Safa- mýri, gervigrasvöllur og íþróttahús, verði áfram nýttar í íþróttastarf í samvinnu við íþróttafélög í nágrenn- inu. Ekkert sé ákveðið með aðra hluta lóðarinnar, en vísast verði ein- hver hluti landsins lagður undir íbúð- arbyggð. Sátt um uppbyggingu í Úlfarsárdal  Kostnaður um fjórir milljarðar  Framarar búast við íbúafjölgun  Fyrri hugmyndir óraunhæfar Ljósmynd/Kaffi&karma Úlfarsárdalur Þegar hefur verið tekinn í notkun nýr leikvangur Fram, en til stendur að við völlinn rísi áhorfendaaðstaða auk búningsklefa. Réttum Grænlendingum hjálparhönd í síma 907 2003 Við hringinguna fara 2.500 krónur sjálfkrafa í hjálparstarfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.