Morgunblaðið - 07.07.2017, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.07.2017, Qupperneq 17
AFP Mótmæli Hlúð að þingmönnum sem særðust eftir árás stjórnarsinna á þinghúsið í Venesúela. Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Að minnsta kosti sjö þingmenn særðust eftir að múgur stuðningsmanna ríkisstjórnar Venesúela réðst inn í þinghúsið á miðvikudaginn og barði þá. Stjórnarsinnarnir eru sagðir hafa verið vopnaðir prikum og að minnsta kosti einn var með skot- vopn, en einnig kveiktu þeir í flugeldum. Árásin átti sér stað eftir þingfund þar sem þjóðhátíðardegi landsins var fagnað. Fögnuðurinn breyttist í níu klukkustunda blóðuga árás þegar um 100 stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hindr- uðu um 350 þingmenn og aðra starfsmenn þings- ins í að komast heim til sín. Lokuðu þeir sig af inn í herbergjum þingsins með því að hlaða upp hús- gögnum og mottum. Er árásinni lauk mátti sjá blóðbletti á veggjum. „Þetta er ekki jafn sárt og það að sjá á hverjum degi hvernig við erum að missa landið okkar,“ sagði þingmaðurinn Armando Armas við frétta- menn á sama tíma og hann fór upp í sjúkrabíl, vaf- inn blóðugum sáraumbúðum. Að minnsta kosti 90 eru látnir eftir að daglegar mótmælaaðgerðir hófust í aprílmánuði gegn Nicolás Maduro forseta og stjórn hans. Aðgerð- irnar hafa nú staðið í þrjá mánuði, en mótmæl- endur segja efnahag landsins í kaldakoli eftir margra ára óstjórn. Maduro sakar hins vegar er- lend ríki, einkum Bandaríkin, um að standa að baki mótmælunum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur fordæmt árás- ina á þinghúsið og sagt hana vera árás á grund- vallarreglur lýðræðisins sem konur og karlmenn hafa barist fyrir síðan Venesúela fékk sjálfstæði fyrir 206 árum. Blóðug árás á þinghúsið  Árásin stóð yfir í níu klukkustundir  Að minnsta kosti sjö þingmenn særðir FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti ræðu við minnisvarða um Varsjár-uppreisnina árið 1944 í opin- berri heimsókn sinni til Póllands í gær. Í ræðu sinni sagði hann að tengslin yfir Atlantshafið væru eins sterk og alltaf og að mörgu leyti enn sterkari. Forset- inn ítrekaði jafnframt að Bandaríkin stæðu þétt með bandamönnum sínum í NATO. Í dag mun Trump funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á G20-fundinum. AFP Bandaríkin standa þétt með NATO Ljósmynd sem fannst nýverið er sögð benda til þess að hinn þekkti bandaríski flugmaður Amelia Ear- hart gæti hafa látist í haldi Japana en ekki í flugslysi í Kyrrahafi eins og flestir hafa talið hingað til. Ear- hart hvarf sporlaust árið 1937. Hvarf hennar hefur reynst ein stærsta ráðgáta sögunnar. Ljósmyndin fannst í Þjóðskjala- safni Bandaríkjanna og talið er að bandarískur njósnari hafi tekið hana á Marshalleyjum á Kyrrahafi á fjórða áratug síðustu aldar. Eyj- arnar voru þá undir yfirráðum Jap- ana. Á myndinni sést hópur fólks. Í honum er kona sem snýr baki við ljósmyndaranum. Giskað hefur ver- ið á að sú kona sé Amelia Earhart en flugvél sést einnig á myndinni, sem gæti hafa tilheyrt henni. Ein stærsta ráðgáta sögunnar leyst? BANDARÍKIN Flugkappi Ráðgátan um Ameliu Ear- hart hefur löngum valdið heilabrotum. Moon Jae-in, forseti Suður- Kóreu, sagði í gær að hann væri ennþá tilbú- inn til þess að hitta Kim Jong- un, leiðtoga Norður-Kóreu, „hvar sem er og hvenær sem er“, ef það myndi duga til þess að draga úr þeirri spennu sem nú ríkir á Kóreuskaganum. Moon sagði jafnframt að það væri hættulegt að nú væru engar viðræður í gangi við Norður-Kóreu um kjarnorkumál landsins, þar sem brýnt væri að draga úr því hættu- ástandi sem nú hefði skapast. Moon enn tilbúinn að hitta Kim Moon Jae-in SUÐUR-KÓREA Innanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins samþykktu á fundi sínum í gær að þeir myndu styðja við áætlun framkvæmdastjórnar sambandsins um aðstoð við Ítalíu vegna flótta- mannavandans, en ríkið hefur borið hitann og þungann af flóttamanna- straumnum yfir Miðjarðarhafið í ár. Áætlað er að um 85.000 af um 100.000 flóttamönnum hafi lent á ströndum Ítalíu og hafa ráðamenn þar sagt að landið ráði illa við þann þrýsting sem straumurinn veldur. Í lok fundarins, sem haldinn var í Tallinn, höfuðborg Eistlands, sendu ráðherrarnir frá sér skriflega yfir- lýsingu, þar sem ítrekað var að ástandið á Miðjarðarhafi væri mikið áhyggjuefni fyrir öll aðildarríki Evr- ópusambandsins. Erfitt og hættulegt ferðalag Marco Minniti, innanríkisráð- herra Ítalíu, fagnaði yfirlýsingunni sem og þeim skrefum sem stigin hefðu verið á fundinum í Tallinn til þess að létta þrýstingnum af Ítalíu, sem væru mikils virði. Flestir flóttamannanna koma frá Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur- innar. Þaðan ferðast þeir til Líbýu þar sem þeir leggja af stað yfir Mið- jarðarhaf til Ítalíu. Ferðalagið yfir hafið er langt og hættulegt, en Sam- einuðu þjóðirnar áætla að meira en 2.200 manns hafi farist á Miðjarð- arhafi á flótta. Ítalir hafa sem fyrr segir þegar tekið við um 85.000 flóttamönnum á þessu ári og segjast þeir vera komn- ir að þolmörkum. Hafa Ítalir kvart- að undan því að önnur ríki sam- bandsins við Miðjarðarhaf hafi lokað höfnum sínum fyrir flóttamönnum og jafnvel sent þá með skipi áleiðis til Ítalíu. Hótuðu þeir því að þeir myndu snúa slíkum skipum við í hafi. sgs@mbl.is Veita Ítölum aðstoð með flóttamenn  Ráðherrar álykta að ástandið sé áhyggjuefni AFP Flóttamenn Ítalir hafa tekið við um 85.000 flóttamönnum á þessu ári. Grænlenska dagblaðið Sermitsiaq greindi frá því í gær að jarðfræð- ingar teldu verulegar líkur á því að fleiri berghlaup yrðu við Karratfjörð í Grænlandi, og stafar þorpunum Nuugaatsiaq og Illorsuit nokkur hætta af. Rýma þurfti þau í síðasta mánuði eftir að berghlaup í fjörðinn olli flóðbylgju sem skall á þeim. Að minnsta kosti fjórir eru taldir af vegna hamfaranna. Rannsóknir jarðfræðinganna hafa leitt í ljós tvö fjöll við fjörðinn þar sem hætta sé á skriðu, og virðist sem öll fjallshlíðin sé nokkuð óstöðug. Annars vegar sé um að ræða svæðið þaðan sem berghlaupið í júní kom og hins vegar er það svæði um fimm kílómetrum vestar sem er jafnvel enn stærra. Yfirvöld hafa í ljósi nið- urstöðunnar beðið með að hleypa íbúum þorpanna aftur heim til sín til bráðabirgða, en óvíst er hvort og þá hvenær af því getur orðið. sgs@mbl.is Óttast fleiri skriður í Grænlandi  Hætta á berghlaupi úr tveimur fjöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.